Vill leika Pútín Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. janúar 2016 17:56 DiCaprio virðist hafa mikinn áhuga á Pútín, að minnsta kosti sem leiklistaráskorun. vísir/getty Stórleikarinn Leonardo DiCaprio segist hafa mikinn áhuga á því að leika Vladimir Pútín Rússlandsforseta – ef honum gæfist tækifæri til. Ef honum stæði það ekki til boða segist hann þó ekkert hafa á móti því að leika annað hvort Lenín eða Raspútín. Þetta kom fram í samtali leikarans við þýska dablaðið Welt á dögunum. „Pútín væri mjög, mjög, mjög áhugaverður. Mig langar að leika hann,“ sagði hjartaknúsarinn DiCaprio sem sex sinnum hefur hlotið Óskarstilnefningu. Í viðtalinu við Welt rifjaði hann upp fund þeirra Pútíns árið 2010 þegar DiCaprio sótti alþjóðlega ráðstefnu í St. Pétursborg um verndun tígrisdýra. „Sjóðurinn minn er með nokkur verkefni í gangi sem miða að því að styðja fjárhagslega við verndun þessara viltu katta [síberíutígra],“ sagði DiCaprio. „Ég og Pútín töluðum einungis um þessar mögnuðu skepnur, ekki um stjórnmál.“ Þá sagði hann að aðrir rússneskir framámenn heilli hann og að hann hefði ekkert á móti því að bregða sér í þeirra líki einn daginn. Þeirra á meðal eru leiðtogi verkamannabyltingarinnar Vladimír Lenín og Raspútín sem vann náið með rússnesku keisarafjölskyldunni í upphafi 20. aldar. Leonardo fékk á dögunum Golden Globe-verðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Revenant og hefur hann einnig verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir sama hlutverk. Bíó og sjónvarp Golden Globes Óskarinn Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Stórleikarinn Leonardo DiCaprio segist hafa mikinn áhuga á því að leika Vladimir Pútín Rússlandsforseta – ef honum gæfist tækifæri til. Ef honum stæði það ekki til boða segist hann þó ekkert hafa á móti því að leika annað hvort Lenín eða Raspútín. Þetta kom fram í samtali leikarans við þýska dablaðið Welt á dögunum. „Pútín væri mjög, mjög, mjög áhugaverður. Mig langar að leika hann,“ sagði hjartaknúsarinn DiCaprio sem sex sinnum hefur hlotið Óskarstilnefningu. Í viðtalinu við Welt rifjaði hann upp fund þeirra Pútíns árið 2010 þegar DiCaprio sótti alþjóðlega ráðstefnu í St. Pétursborg um verndun tígrisdýra. „Sjóðurinn minn er með nokkur verkefni í gangi sem miða að því að styðja fjárhagslega við verndun þessara viltu katta [síberíutígra],“ sagði DiCaprio. „Ég og Pútín töluðum einungis um þessar mögnuðu skepnur, ekki um stjórnmál.“ Þá sagði hann að aðrir rússneskir framámenn heilli hann og að hann hefði ekkert á móti því að bregða sér í þeirra líki einn daginn. Þeirra á meðal eru leiðtogi verkamannabyltingarinnar Vladimír Lenín og Raspútín sem vann náið með rússnesku keisarafjölskyldunni í upphafi 20. aldar. Leonardo fékk á dögunum Golden Globe-verðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Revenant og hefur hann einnig verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir sama hlutverk.
Bíó og sjónvarp Golden Globes Óskarinn Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira