Einar Mikael töframaður hjólar í listamannalaunin: Hvetur til sniðgöngu á verkum þeirra rithöfunda sem mest hafa fengið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. janúar 2016 14:00 Einar Mikael Sverrison, betur þekktur sem Einar Mikael töframaður. Vísir/Vilhelm „Ég hvet alla Íslendinga til að sniðganga bækur þessara rithöfunda, bæði þær sem komið hafa út og þær sem koma munu út á árinu, afþakki þeir ekki listamannalaunin nú og framvegis.“ Þetta skrifar Einar Mikael Sverrison, betur þekktur sem Einar Mikael töframaður, á Facebook-síðu sína þar sem hann gagnrýnir þá rithöfunda sem hann nefnir áskrifendur að listamannalaunum en líkt og úttekt Fréttablaðsins leiddi í ljós hafa ellefu rithöfundar fengið úthlutað listamannalaunum í níu ár eða lengur á síðustu tíu árum.Sjá einnig: Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug„Það sem vantar inn í þá tölu sem bætist við laun rithöfundanna eru tekjurnar sem þeir fá af sölu bóka og má því gera ráð fyrir að heildartalan sem bætist við milljónirnar 35 til 40 sem þeir myndu fá yrði að minnsta kosti 15 til 27 prósent ofan á. Það væru því á bilinu 4 til 10 milljónir sem hver og einn fengi,“ skrifar Einar Mikael sem segist ekki sækjast eftir styrkjum á borð við listamannalaun þrátt fyrir að vera einn af afkastamestu listamönnum landsins. Þeir listamenn sem hafa hlotið hæstu listamannalaunin undanfarin ár. Smella má á myndina til að sjá hana í stærri útgáfu.„Þeir rithöfundar sem hér um ræðir afkasta sorglega litlu miðað við þau laun og tíma sem þeir fá,“ skrifar Einar Mikael sem segist sjálfur meðal annars geta gefið út 40-50 bækur og haldið 1400 töfrasýningar fengi hann 300-500 þúsundur krónur á mánuðu næstu tíu árin.Sjá einnig: Ein bók frá Andra Snæ á síðustu tíu árumÍ pistli sínum gagnrýnir Einar Mikael að ríkið greiði út listamannalaun ár eftir ár til sömu aðila og bendir á að fjármunir ríkisins væri betur nýttir á öðrum sviðum. „Á sama tíma er heilbrigðiskerfið okkar svelt fjárhagslega, fátækt blasir við íslenskum fjölskyldum, íslenska krónan flýtur um á síðasta björgunarhringnum, elítan hirðir fiskinn okkar, vatnsréttindi eru seld úr landi, ellilífeyrisþegar eiga vart fyrir lyfjunum sínum og millistéttin er skattpínd upp í rjáfur.“Sjá einnig: Listamannalaunþegar ársins 2016Einar Mikael hvetur landsmenn alla til þess að sniðganga bækur þeirra rithöfunda sem fái listamannalaun ár eftir ár. Þá nefnir hann að Halldór Laxness hafi ekki þegið listamannalaun en rétt er að halda því til haga að Nóbelsverðlaunahafinn þáði listamannalaun um árabil. „Ég hvet alla Íslendinga til að sniðganga bækur þessara rithöfunda, bæði þær sem komið hafa út og þær sem koma munu út á árinu, afþakki þeir ekki listamannalaunin nú og framvegis.“ Pistil Einars Mikaels má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Mér þykir mjög hryggilegt að lesa um rithöfundana sem hafa verið áskrifendur að listamannalaunum síðastliðin 10 ár og...Posted by Einar Mikael töframaður on Saturday, 16 January 2016Uppfært klukkan 15:20 Fréttin uppfærð með upplýsingum um listamannalaun Halldórs Laxness. Listamannalaun Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
„Ég hvet alla Íslendinga til að sniðganga bækur þessara rithöfunda, bæði þær sem komið hafa út og þær sem koma munu út á árinu, afþakki þeir ekki listamannalaunin nú og framvegis.“ Þetta skrifar Einar Mikael Sverrison, betur þekktur sem Einar Mikael töframaður, á Facebook-síðu sína þar sem hann gagnrýnir þá rithöfunda sem hann nefnir áskrifendur að listamannalaunum en líkt og úttekt Fréttablaðsins leiddi í ljós hafa ellefu rithöfundar fengið úthlutað listamannalaunum í níu ár eða lengur á síðustu tíu árum.Sjá einnig: Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug„Það sem vantar inn í þá tölu sem bætist við laun rithöfundanna eru tekjurnar sem þeir fá af sölu bóka og má því gera ráð fyrir að heildartalan sem bætist við milljónirnar 35 til 40 sem þeir myndu fá yrði að minnsta kosti 15 til 27 prósent ofan á. Það væru því á bilinu 4 til 10 milljónir sem hver og einn fengi,“ skrifar Einar Mikael sem segist ekki sækjast eftir styrkjum á borð við listamannalaun þrátt fyrir að vera einn af afkastamestu listamönnum landsins. Þeir listamenn sem hafa hlotið hæstu listamannalaunin undanfarin ár. Smella má á myndina til að sjá hana í stærri útgáfu.„Þeir rithöfundar sem hér um ræðir afkasta sorglega litlu miðað við þau laun og tíma sem þeir fá,“ skrifar Einar Mikael sem segist sjálfur meðal annars geta gefið út 40-50 bækur og haldið 1400 töfrasýningar fengi hann 300-500 þúsundur krónur á mánuðu næstu tíu árin.Sjá einnig: Ein bók frá Andra Snæ á síðustu tíu árumÍ pistli sínum gagnrýnir Einar Mikael að ríkið greiði út listamannalaun ár eftir ár til sömu aðila og bendir á að fjármunir ríkisins væri betur nýttir á öðrum sviðum. „Á sama tíma er heilbrigðiskerfið okkar svelt fjárhagslega, fátækt blasir við íslenskum fjölskyldum, íslenska krónan flýtur um á síðasta björgunarhringnum, elítan hirðir fiskinn okkar, vatnsréttindi eru seld úr landi, ellilífeyrisþegar eiga vart fyrir lyfjunum sínum og millistéttin er skattpínd upp í rjáfur.“Sjá einnig: Listamannalaunþegar ársins 2016Einar Mikael hvetur landsmenn alla til þess að sniðganga bækur þeirra rithöfunda sem fái listamannalaun ár eftir ár. Þá nefnir hann að Halldór Laxness hafi ekki þegið listamannalaun en rétt er að halda því til haga að Nóbelsverðlaunahafinn þáði listamannalaun um árabil. „Ég hvet alla Íslendinga til að sniðganga bækur þessara rithöfunda, bæði þær sem komið hafa út og þær sem koma munu út á árinu, afþakki þeir ekki listamannalaunin nú og framvegis.“ Pistil Einars Mikaels má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Mér þykir mjög hryggilegt að lesa um rithöfundana sem hafa verið áskrifendur að listamannalaunum síðastliðin 10 ár og...Posted by Einar Mikael töframaður on Saturday, 16 January 2016Uppfært klukkan 15:20 Fréttin uppfærð með upplýsingum um listamannalaun Halldórs Laxness.
Listamannalaun Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira