Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Kjartan Kjartansson skrifar 18. nóvember 2025 09:34 Yfirgefinn leikvöllur við grunnskólann í Grindavík. Börn þaðan hafa dreifst vítt og breitt um landið í að minnsta kosti tæplega sjötíu grunnskóla. Vísir/Vilhelm Börn frá Grindavík sem flúðu eldgosin þar fyrir tveimur árum eru ekki eins ánægð með líf sitt og jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu og eiga erfiðara uppdráttar í skóla. Þetta er á meðal niðurstaðna fyrstu vísindarannsóknarinnar sem hefur verið gerð á líðan barna frá Grindavík eftir að bærinn var rýmdur. Grindavík var rýmd í nóvember árið 2023 en fæstir íbúanna hafa snúið þangað aftur vegna viðvarandi eldgosa sem hafa orðið síðan. Fyrst eftir rýminguna var safnskóla fyrir grindvísk börn komið á fót á höfuðborgarsvæðinu. Í vor voru börn frá Grindavík skráð í að minnsta kosti 68 grunnskóla víðs vegar um landið. Fræðafólk við Háskóla Íslands notaði íslensku æskulýðsrannsóknina sem er lögð árlega fyrir nemendur í sjötta til tíunda bekk grunnskóla til þess að reyna að leggja mat á hvernig grindvískum börnum hefði vegnað eftir að þau þurftu að flýja heimabæ sinn. Spurningum var bætt við könnunina sérstaklega til þess að kanna viðhorf og líðan barna frá Grindavík. Þau mátu lífsánægju sína verri en jafnaldrar á landsvísu, veikari skólatengs og áttu í meiri vanda með skólasókn. Þetta er sagt hægt að rekja til nauðflutninganna frá Grindavík, að því er kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands um rannsóknina. Grindvískar stúlur mátu lífsánægju sína og félagsleg tengsl verr en drengir þaðan. Fundu frekar fyrir depurð og kvíða en önnur börn Einnig kom í ljós að grindvísk börn sögðust frekar finna fyrir sállíkamlegum einkennum en önnur börn, þar á meðal depurð, kvíða og höfuð- og magaverkjum. Þau voru örlítið líklegri til þess að hafa neytt áfengis eða vímuefna. „Ekki er þó hægt að segja til með vissu hvort þessi áhrif starfi af flutningi í nýtt umhverfi eða því að hafa þurft að flýja heimili sín vegna hamfara,“ segir í tilkynningunni. Þessi áhrif eru sögð hafa birst óháð mati barnanna á félagslegri stöðu fjölskyldna þeirra. Það bendi til þess að góð félags- og efnahagsstaða fjölskyldu hafi ekki sterk verndandi áhrif komi til neyðarbúferlaflutninga. Grindavík Skóla- og menntamál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Grindavík var rýmd í nóvember árið 2023 en fæstir íbúanna hafa snúið þangað aftur vegna viðvarandi eldgosa sem hafa orðið síðan. Fyrst eftir rýminguna var safnskóla fyrir grindvísk börn komið á fót á höfuðborgarsvæðinu. Í vor voru börn frá Grindavík skráð í að minnsta kosti 68 grunnskóla víðs vegar um landið. Fræðafólk við Háskóla Íslands notaði íslensku æskulýðsrannsóknina sem er lögð árlega fyrir nemendur í sjötta til tíunda bekk grunnskóla til þess að reyna að leggja mat á hvernig grindvískum börnum hefði vegnað eftir að þau þurftu að flýja heimabæ sinn. Spurningum var bætt við könnunina sérstaklega til þess að kanna viðhorf og líðan barna frá Grindavík. Þau mátu lífsánægju sína verri en jafnaldrar á landsvísu, veikari skólatengs og áttu í meiri vanda með skólasókn. Þetta er sagt hægt að rekja til nauðflutninganna frá Grindavík, að því er kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands um rannsóknina. Grindvískar stúlur mátu lífsánægju sína og félagsleg tengsl verr en drengir þaðan. Fundu frekar fyrir depurð og kvíða en önnur börn Einnig kom í ljós að grindvísk börn sögðust frekar finna fyrir sállíkamlegum einkennum en önnur börn, þar á meðal depurð, kvíða og höfuð- og magaverkjum. Þau voru örlítið líklegri til þess að hafa neytt áfengis eða vímuefna. „Ekki er þó hægt að segja til með vissu hvort þessi áhrif starfi af flutningi í nýtt umhverfi eða því að hafa þurft að flýja heimili sín vegna hamfara,“ segir í tilkynningunni. Þessi áhrif eru sögð hafa birst óháð mati barnanna á félagslegri stöðu fjölskyldna þeirra. Það bendi til þess að góð félags- og efnahagsstaða fjölskyldu hafi ekki sterk verndandi áhrif komi til neyðarbúferlaflutninga.
Grindavík Skóla- og menntamál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira