Fjörutíu ár í dag frá Kópaskersskjálfta Kristján Már Unnarsson skrifar 13. janúar 2016 17:30 Fjörutíu ár eru í dag liðin frá Kópaskersskjálftanum, sem reið yfir þann 13. janúar árið 1976. Miklar skemmdir urðu á húsum í þorpinu, vatns- og holræsalagnir rofnuðu, og voru íbúarnir fluttir brott í norðan stórhríð við illan leik. Skjálftinn mældist 6,4 stig og átti upptök undir hafsbotni skammt undan Kópaskeri. Hrina smærri skjálfta hafði gengið yfir sem tengd var upphafi Kröfluelda þremur vikum fyrr. Svo sterkar minningar eru bundnar Kópaskersskjálftanum að þar er rekið jarðskjálftasetur þar sem þessum örlagaríku dögum í janúar 1976 eru gerð sérstök skil. Skjálftinn var rifjaður upp í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í fyrra, sem fjallaði um Kröfluelda og Kópaskersskjálftann. Þar lýsti Hólmfríður Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Skjálftasetursins, upplifun sinni á jarðskjálftanum og áhrifum hans á íbúana. „Þetta var mjög erfitt og margir urðu mjög skelfdir, sérstaklega börn,“ sagði Hólmfríður meðal annars.Jarðskjálftasetrið er til húsa þar sem áður var grunnskóli á Kópaskeri.Mynd/Stöð 2.Þess má geta að íbúar Öxarfjarðar koma saman til rabbfundar í Skjálftasetrinu á Kópaskeri í kvöld, - ekki til að minnast skjálftans, - heldur er fundurinn liður í verkefninu „Brothættar byggðir“ til að ræða um leiðir til verjast frekari fólksfækkun í héraðinu. Árið 1976 bjuggu 138 manns á Kópaskeri. Núna eru 114 manns skráðir þar til heimilis. Ef fólksfjölgun þar hefði fylgt mannfjöldaþróun á landinu á þessum 40 árum ættu yfir 200 manns að búa á Kópaskeri í dag því á sama tíma fjölgaði íbúum landsins alls um 50%, úr 219 þúsund í 329 þúsund. Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir 10-15 manna verksmiðja hefur rekstur á Kópaskeri Niðursuðuverksmiðja hefur tekið til starfa á Kópaskeri í byggingu sem áður hýsti rækjuverksmiðju. 12. október 2013 19:00 40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Sjá meira
Fjörutíu ár eru í dag liðin frá Kópaskersskjálftanum, sem reið yfir þann 13. janúar árið 1976. Miklar skemmdir urðu á húsum í þorpinu, vatns- og holræsalagnir rofnuðu, og voru íbúarnir fluttir brott í norðan stórhríð við illan leik. Skjálftinn mældist 6,4 stig og átti upptök undir hafsbotni skammt undan Kópaskeri. Hrina smærri skjálfta hafði gengið yfir sem tengd var upphafi Kröfluelda þremur vikum fyrr. Svo sterkar minningar eru bundnar Kópaskersskjálftanum að þar er rekið jarðskjálftasetur þar sem þessum örlagaríku dögum í janúar 1976 eru gerð sérstök skil. Skjálftinn var rifjaður upp í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í fyrra, sem fjallaði um Kröfluelda og Kópaskersskjálftann. Þar lýsti Hólmfríður Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Skjálftasetursins, upplifun sinni á jarðskjálftanum og áhrifum hans á íbúana. „Þetta var mjög erfitt og margir urðu mjög skelfdir, sérstaklega börn,“ sagði Hólmfríður meðal annars.Jarðskjálftasetrið er til húsa þar sem áður var grunnskóli á Kópaskeri.Mynd/Stöð 2.Þess má geta að íbúar Öxarfjarðar koma saman til rabbfundar í Skjálftasetrinu á Kópaskeri í kvöld, - ekki til að minnast skjálftans, - heldur er fundurinn liður í verkefninu „Brothættar byggðir“ til að ræða um leiðir til verjast frekari fólksfækkun í héraðinu. Árið 1976 bjuggu 138 manns á Kópaskeri. Núna eru 114 manns skráðir þar til heimilis. Ef fólksfjölgun þar hefði fylgt mannfjöldaþróun á landinu á þessum 40 árum ættu yfir 200 manns að búa á Kópaskeri í dag því á sama tíma fjölgaði íbúum landsins alls um 50%, úr 219 þúsund í 329 þúsund.
Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir 10-15 manna verksmiðja hefur rekstur á Kópaskeri Niðursuðuverksmiðja hefur tekið til starfa á Kópaskeri í byggingu sem áður hýsti rækjuverksmiðju. 12. október 2013 19:00 40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Sjá meira
10-15 manna verksmiðja hefur rekstur á Kópaskeri Niðursuðuverksmiðja hefur tekið til starfa á Kópaskeri í byggingu sem áður hýsti rækjuverksmiðju. 12. október 2013 19:00
40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52