Hrútarnir flytja aftur til Los Angeles Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2016 11:30 Stan Kroenke, til hægri, er eigandi Rams auk margra annarra íþróttafélaga. Hér er hann með þjálfaranum Jeff Fischer. Vísir/Getty 21 árs bið Los Angeles að fá NFL-lið aftur til borgarinnar er lokið en samþykkt var á fundi eigenda liða í deildinni að Rams flytji frá St. Louis til Los Angeles strax í ár. Nýr leikvangur verður byggður í Inglewood, sem er í um 16 km fjarlægð frá miðbæ Los Angeles, en hann verður ekki tilbúinn fyrr en 2019. Þangað til er líklegast að liðið spili á hinum sögufræga Coliseum. Rams þekkir reyndar vel til í Los Angeles og á Coliseum-leikvanginum enda spilaði liðið í borginni frá 1946 til 1994. Liðið varð tvíegis meistari í borginni en það var fyrir samruna NFL og AFL-deildanna og daga Super Bowl. St. Louis Rams varð hins vegar meistari árið 1999 með þá Kurt Warner og Marshall Faulk í aðalhlutverkum.Hlauparinn og nýlðinn Todd Gurley átti frábært tímabil með Rams.Vísir/GettyChargers má koma líka Þrjú lið sóttust eftir því að flytja til Los Angeles og var öðru þeirra, San Diego Chargers, gefinn kostur á því að flytja með Rams og deila vellinum í Inglewood. Chargers þarf að ákveða á næstu vikum hvort það ætli að flytja til Los Angeles strax á þessu ári en annars hefur liðið eitt ár til að taka endanlega ákvörðun. Ef að Chargers vill ekki flytja verður hinu liðinu sem vildi fara, Oakland Raiders, gefinn kostur á að fara til Inglewood. Öll þrjú lið hafa áður spilað í Los Angeles. Þetta eru þó sár vonbrigði fyrir stuðningsmenn Rams í St. Louis en þetta er í annað skipti sem að borgin missir NFL-lið. Það gerðist síðast árið 1988 er Cardinals flutti til Phoenix.Háskólaliðið USC Trojans spilar á LA Coliseum vellinum.Vísir/GettyEigandinn stórtækur í íþróttaheiminum Borgaryfirvöld í St. Louis reyndu allt sem þau gátu til að halda Rams í borginni og lögðu fram áætlun um að byggja nýjan leikvang á besta stað í borginni. Stan Kroenke, eigandi Rams, var hins vegar ákveðinn í að flytja en hann á landið þar sem nýr leikvangur verður byggður í Inglewood. Þess má geta að Kroenke er einnig einn aðaleigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal, sem og NBA-liðsins Denver Nuggets. Hann á einnig hokkíliðið Colorado Avalanche og MLS-liðið Colorado Rapids.Óvissa hjá Oakland Óvíst er hvað tekur við hjá Oakland Raiders en leigusamningur liðsins við Oakland Coliseum, leikvanginn sem liðið hefur nýtt í borginni, er útrunninn. Borgaryfirvöld í Oakland hafa ekki áhuga á að byggja nýjan leikvang og liggur því ekki fyrir nú hvort að eigendur Raiders sætti sig við að spila áfram í borginni. Raiders hefur deilt leikvanginum í Oakland með hafnaboltaliði borgarinnar og er eina liðið í NFL-deildinni sem gerir það. NFL Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira
21 árs bið Los Angeles að fá NFL-lið aftur til borgarinnar er lokið en samþykkt var á fundi eigenda liða í deildinni að Rams flytji frá St. Louis til Los Angeles strax í ár. Nýr leikvangur verður byggður í Inglewood, sem er í um 16 km fjarlægð frá miðbæ Los Angeles, en hann verður ekki tilbúinn fyrr en 2019. Þangað til er líklegast að liðið spili á hinum sögufræga Coliseum. Rams þekkir reyndar vel til í Los Angeles og á Coliseum-leikvanginum enda spilaði liðið í borginni frá 1946 til 1994. Liðið varð tvíegis meistari í borginni en það var fyrir samruna NFL og AFL-deildanna og daga Super Bowl. St. Louis Rams varð hins vegar meistari árið 1999 með þá Kurt Warner og Marshall Faulk í aðalhlutverkum.Hlauparinn og nýlðinn Todd Gurley átti frábært tímabil með Rams.Vísir/GettyChargers má koma líka Þrjú lið sóttust eftir því að flytja til Los Angeles og var öðru þeirra, San Diego Chargers, gefinn kostur á því að flytja með Rams og deila vellinum í Inglewood. Chargers þarf að ákveða á næstu vikum hvort það ætli að flytja til Los Angeles strax á þessu ári en annars hefur liðið eitt ár til að taka endanlega ákvörðun. Ef að Chargers vill ekki flytja verður hinu liðinu sem vildi fara, Oakland Raiders, gefinn kostur á að fara til Inglewood. Öll þrjú lið hafa áður spilað í Los Angeles. Þetta eru þó sár vonbrigði fyrir stuðningsmenn Rams í St. Louis en þetta er í annað skipti sem að borgin missir NFL-lið. Það gerðist síðast árið 1988 er Cardinals flutti til Phoenix.Háskólaliðið USC Trojans spilar á LA Coliseum vellinum.Vísir/GettyEigandinn stórtækur í íþróttaheiminum Borgaryfirvöld í St. Louis reyndu allt sem þau gátu til að halda Rams í borginni og lögðu fram áætlun um að byggja nýjan leikvang á besta stað í borginni. Stan Kroenke, eigandi Rams, var hins vegar ákveðinn í að flytja en hann á landið þar sem nýr leikvangur verður byggður í Inglewood. Þess má geta að Kroenke er einnig einn aðaleigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal, sem og NBA-liðsins Denver Nuggets. Hann á einnig hokkíliðið Colorado Avalanche og MLS-liðið Colorado Rapids.Óvissa hjá Oakland Óvíst er hvað tekur við hjá Oakland Raiders en leigusamningur liðsins við Oakland Coliseum, leikvanginn sem liðið hefur nýtt í borginni, er útrunninn. Borgaryfirvöld í Oakland hafa ekki áhuga á að byggja nýjan leikvang og liggur því ekki fyrir nú hvort að eigendur Raiders sætti sig við að spila áfram í borginni. Raiders hefur deilt leikvanginum í Oakland með hafnaboltaliði borgarinnar og er eina liðið í NFL-deildinni sem gerir það.
NFL Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira