Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Kristján Már Unnarsson skrifar 11. janúar 2016 17:45 Áhugaverðar rökræður fara nú fram innan vísinda- og fræðasamfélagsins, og meðal áhugamanna um landnámið, um hvort tilefni sé til að endurskrifa Íslandssöguna í ljósi nýrra vísbendinga um elstu byggð í landinu. Um þetta verður fjallað í Landnemunum, nýrri þáttaröð sem hefst á Stöð 2 kl. 20.40 í kvöld. „Þetta er svo heillandi viðfangsefni að fara ofan í þetta að maður verður bara að vara sig að sökkva ekki alveg,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, einn þeirra áhugamanna sem eru á kafi í landnámssögunni. Í kennslubókunum sem íslensk skólabörn lærðu nær alla síðustu öld var sagan á þá leið að Ingólfur Arnarson hafi verið fyrsti landnámsmaðurinn og hann hafi byggt bæ sinn í Reykjavík árið 874. En svo fundu fornleifafræðingar mannvirki í Aðalstræti, sem þar átti ekki að vera, ef sagan um Ingólf væri rétt; hlaðinn túngarð. Hann þykir ótvíræð sönnun þess að einhver var byrjaður með skepnuhald í Reykjavík fyrir árið 870, því garðurinn fannst undir svokölluðu landnámsöskulagi. „Þannig að annaðhvort hefur Ingólfur komið fyrr en sagt er í ritheimildum eða einhver hefur verið hér á undan honum,“ segir Gunnar Karlsson sagnfræðingur, einn viðmælanda þáttarins, en hann vinnur nú að ritun landnámssögu Íslands.Lengi hefur verið deilt um niðurstöður Margrétar Hermanns Auðardóttur fornleifafræðings, um mun eldra upphaf byggðar í Vestmannaeyjum. Deilurnar birtust á fjörugum fundum á vegum Miðaldastofu Háskóla Íslands í fyrra, meðal annars um nýlegar niðurstöður vestur íslenska fornleifafræðingsins Kristjáns Ahronson, um að hellir undir Eyjafjöllum hafi verið grafinn út af mönnum í kringum árið 800. Páll Theodórsson eðlisfræðingur, sem varið hefur aldursgreiningar Margrétar, segir mjög margt benda til að landnám sé 100-200 árum eldra en hingað til hafi verið talið. Þá gagnrýnir hann viðbrögð íslenskra fornleifafræðinga við niðurstöðum Kristjáns Ahronson. Fornleifauppgröftur sem staðið hefur yfir í Höfnum á Reykjanesi undanfarinn áratug, með hléum, er kannski einhver sá mest spennandi á Íslandi um þessar mundir. Þar er nefnilega búið að finna rústir skála sem einhver virðist hafa reist löngu á undan Ingólfi.Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur tímasetur mannvirkið einhverjum áratugum fyrr, jafnvel aftur til ársins 800. En kallar þetta á að einhverjir kaflar Íslandssögunnar verði endurskrifaðir? „Væntanlega. Skrifa þá aðeins betur, kannski,“ svarar Bjarni. Landnemarnir Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Áhugaverðar rökræður fara nú fram innan vísinda- og fræðasamfélagsins, og meðal áhugamanna um landnámið, um hvort tilefni sé til að endurskrifa Íslandssöguna í ljósi nýrra vísbendinga um elstu byggð í landinu. Um þetta verður fjallað í Landnemunum, nýrri þáttaröð sem hefst á Stöð 2 kl. 20.40 í kvöld. „Þetta er svo heillandi viðfangsefni að fara ofan í þetta að maður verður bara að vara sig að sökkva ekki alveg,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, einn þeirra áhugamanna sem eru á kafi í landnámssögunni. Í kennslubókunum sem íslensk skólabörn lærðu nær alla síðustu öld var sagan á þá leið að Ingólfur Arnarson hafi verið fyrsti landnámsmaðurinn og hann hafi byggt bæ sinn í Reykjavík árið 874. En svo fundu fornleifafræðingar mannvirki í Aðalstræti, sem þar átti ekki að vera, ef sagan um Ingólf væri rétt; hlaðinn túngarð. Hann þykir ótvíræð sönnun þess að einhver var byrjaður með skepnuhald í Reykjavík fyrir árið 870, því garðurinn fannst undir svokölluðu landnámsöskulagi. „Þannig að annaðhvort hefur Ingólfur komið fyrr en sagt er í ritheimildum eða einhver hefur verið hér á undan honum,“ segir Gunnar Karlsson sagnfræðingur, einn viðmælanda þáttarins, en hann vinnur nú að ritun landnámssögu Íslands.Lengi hefur verið deilt um niðurstöður Margrétar Hermanns Auðardóttur fornleifafræðings, um mun eldra upphaf byggðar í Vestmannaeyjum. Deilurnar birtust á fjörugum fundum á vegum Miðaldastofu Háskóla Íslands í fyrra, meðal annars um nýlegar niðurstöður vestur íslenska fornleifafræðingsins Kristjáns Ahronson, um að hellir undir Eyjafjöllum hafi verið grafinn út af mönnum í kringum árið 800. Páll Theodórsson eðlisfræðingur, sem varið hefur aldursgreiningar Margrétar, segir mjög margt benda til að landnám sé 100-200 árum eldra en hingað til hafi verið talið. Þá gagnrýnir hann viðbrögð íslenskra fornleifafræðinga við niðurstöðum Kristjáns Ahronson. Fornleifauppgröftur sem staðið hefur yfir í Höfnum á Reykjanesi undanfarinn áratug, með hléum, er kannski einhver sá mest spennandi á Íslandi um þessar mundir. Þar er nefnilega búið að finna rústir skála sem einhver virðist hafa reist löngu á undan Ingólfi.Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur tímasetur mannvirkið einhverjum áratugum fyrr, jafnvel aftur til ársins 800. En kallar þetta á að einhverjir kaflar Íslandssögunnar verði endurskrifaðir? „Væntanlega. Skrifa þá aðeins betur, kannski,“ svarar Bjarni.
Landnemarnir Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira