Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Kristján Már Unnarsson skrifar 11. janúar 2016 17:45 Áhugaverðar rökræður fara nú fram innan vísinda- og fræðasamfélagsins, og meðal áhugamanna um landnámið, um hvort tilefni sé til að endurskrifa Íslandssöguna í ljósi nýrra vísbendinga um elstu byggð í landinu. Um þetta verður fjallað í Landnemunum, nýrri þáttaröð sem hefst á Stöð 2 kl. 20.40 í kvöld. „Þetta er svo heillandi viðfangsefni að fara ofan í þetta að maður verður bara að vara sig að sökkva ekki alveg,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, einn þeirra áhugamanna sem eru á kafi í landnámssögunni. Í kennslubókunum sem íslensk skólabörn lærðu nær alla síðustu öld var sagan á þá leið að Ingólfur Arnarson hafi verið fyrsti landnámsmaðurinn og hann hafi byggt bæ sinn í Reykjavík árið 874. En svo fundu fornleifafræðingar mannvirki í Aðalstræti, sem þar átti ekki að vera, ef sagan um Ingólf væri rétt; hlaðinn túngarð. Hann þykir ótvíræð sönnun þess að einhver var byrjaður með skepnuhald í Reykjavík fyrir árið 870, því garðurinn fannst undir svokölluðu landnámsöskulagi. „Þannig að annaðhvort hefur Ingólfur komið fyrr en sagt er í ritheimildum eða einhver hefur verið hér á undan honum,“ segir Gunnar Karlsson sagnfræðingur, einn viðmælanda þáttarins, en hann vinnur nú að ritun landnámssögu Íslands.Lengi hefur verið deilt um niðurstöður Margrétar Hermanns Auðardóttur fornleifafræðings, um mun eldra upphaf byggðar í Vestmannaeyjum. Deilurnar birtust á fjörugum fundum á vegum Miðaldastofu Háskóla Íslands í fyrra, meðal annars um nýlegar niðurstöður vestur íslenska fornleifafræðingsins Kristjáns Ahronson, um að hellir undir Eyjafjöllum hafi verið grafinn út af mönnum í kringum árið 800. Páll Theodórsson eðlisfræðingur, sem varið hefur aldursgreiningar Margrétar, segir mjög margt benda til að landnám sé 100-200 árum eldra en hingað til hafi verið talið. Þá gagnrýnir hann viðbrögð íslenskra fornleifafræðinga við niðurstöðum Kristjáns Ahronson. Fornleifauppgröftur sem staðið hefur yfir í Höfnum á Reykjanesi undanfarinn áratug, með hléum, er kannski einhver sá mest spennandi á Íslandi um þessar mundir. Þar er nefnilega búið að finna rústir skála sem einhver virðist hafa reist löngu á undan Ingólfi.Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur tímasetur mannvirkið einhverjum áratugum fyrr, jafnvel aftur til ársins 800. En kallar þetta á að einhverjir kaflar Íslandssögunnar verði endurskrifaðir? „Væntanlega. Skrifa þá aðeins betur, kannski,“ svarar Bjarni. Landnemarnir Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Áhugaverðar rökræður fara nú fram innan vísinda- og fræðasamfélagsins, og meðal áhugamanna um landnámið, um hvort tilefni sé til að endurskrifa Íslandssöguna í ljósi nýrra vísbendinga um elstu byggð í landinu. Um þetta verður fjallað í Landnemunum, nýrri þáttaröð sem hefst á Stöð 2 kl. 20.40 í kvöld. „Þetta er svo heillandi viðfangsefni að fara ofan í þetta að maður verður bara að vara sig að sökkva ekki alveg,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, einn þeirra áhugamanna sem eru á kafi í landnámssögunni. Í kennslubókunum sem íslensk skólabörn lærðu nær alla síðustu öld var sagan á þá leið að Ingólfur Arnarson hafi verið fyrsti landnámsmaðurinn og hann hafi byggt bæ sinn í Reykjavík árið 874. En svo fundu fornleifafræðingar mannvirki í Aðalstræti, sem þar átti ekki að vera, ef sagan um Ingólf væri rétt; hlaðinn túngarð. Hann þykir ótvíræð sönnun þess að einhver var byrjaður með skepnuhald í Reykjavík fyrir árið 870, því garðurinn fannst undir svokölluðu landnámsöskulagi. „Þannig að annaðhvort hefur Ingólfur komið fyrr en sagt er í ritheimildum eða einhver hefur verið hér á undan honum,“ segir Gunnar Karlsson sagnfræðingur, einn viðmælanda þáttarins, en hann vinnur nú að ritun landnámssögu Íslands.Lengi hefur verið deilt um niðurstöður Margrétar Hermanns Auðardóttur fornleifafræðings, um mun eldra upphaf byggðar í Vestmannaeyjum. Deilurnar birtust á fjörugum fundum á vegum Miðaldastofu Háskóla Íslands í fyrra, meðal annars um nýlegar niðurstöður vestur íslenska fornleifafræðingsins Kristjáns Ahronson, um að hellir undir Eyjafjöllum hafi verið grafinn út af mönnum í kringum árið 800. Páll Theodórsson eðlisfræðingur, sem varið hefur aldursgreiningar Margrétar, segir mjög margt benda til að landnám sé 100-200 árum eldra en hingað til hafi verið talið. Þá gagnrýnir hann viðbrögð íslenskra fornleifafræðinga við niðurstöðum Kristjáns Ahronson. Fornleifauppgröftur sem staðið hefur yfir í Höfnum á Reykjanesi undanfarinn áratug, með hléum, er kannski einhver sá mest spennandi á Íslandi um þessar mundir. Þar er nefnilega búið að finna rústir skála sem einhver virðist hafa reist löngu á undan Ingólfi.Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur tímasetur mannvirkið einhverjum áratugum fyrr, jafnvel aftur til ársins 800. En kallar þetta á að einhverjir kaflar Íslandssögunnar verði endurskrifaðir? „Væntanlega. Skrifa þá aðeins betur, kannski,“ svarar Bjarni.
Landnemarnir Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira