Ólafur Thors vildi efla almannatryggingar, Bjarni halda þeim niðri Björgvin Guðmundsson skrifar 12. janúar 2016 07:00 Þegar ríkisstjórn Alþýðuflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins setti lög um almannatryggingar 1946, var Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra. Hann lýsti því þá yfir, að almannatryggingar á Íslandi ættu að vera í fremstu röð slíkra trygginga í Evrópu og allir á Íslandi ættu að njóta þeirra án tillits til stéttar eða efnahags. Fyrst eftir lagasetninguna voru almannatryggingar á Íslandi í fremstu röð en síðan drógust þær aftur úr og í dag standa almannatryggingar á Íslandi langt að baki slíkum tryggingum á Norðuröndum og í Bretlandi. Grunnlífeyrir á Ísland er aðeins þriðjungur slíks lífeyris í grannlöndum okkar. Ólafur Thors vildi efla almannatryggingar hér. Bjarni Benediktsson vill halda þeim niðri. Það eru alger öfugmæli, þegar Bjarni Benediktsson segir, að núverandi ríkisstjórn sé að auka lífeyri aldraðra og öryrkja meira en nokkru sinni áður á lýðveldistímanum. Ríkisstjórnin er ekki að efla almannatryggingar hér neitt. Hún heldur ekki einu sinni í horfinu. Laun hækkuðu hér um 14-20% á árinu 2015. Launin hækkuðu frá 1. maí 2015. Lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkar ekkert í átta mánuði og aðeins um 9,7% frá 1. janúar 2016. Lífeyrir hækkar miklu minna en laun og átta mánuðum seinna en laun. Það er því verið að brjóta lagaákvæði um að lífeyrir eigi að hækka í samræmi við launaþróun og það er verið að hlunnfara lífeyrisþega með því að draga þá á hækkun í átta mánuði. Almannatryggingar voru efldar meira 1946 en nú. Og lífeyrir hækkaði um tæp 20% í ráðherratíð Jóhönnu Sigurðardóttur um áramótin 2008/2009. Viðreisnarstjórnin stórefldi einnig almannatryggingar. Það stenst því engan veginn, að ríkisstjórnin sé nú að gera betur en áður. Það er þveröfugt. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur stóð sig einnig betur á krepputímanum gagnvart lífeyrisþegum, þar eð lífeyrir þeirra sem voru á strípuðum bótum var þá ekkert skertur. Hann hélst óbreyttur þó aðrar bætur lækkuðu. Þeir Sigmundur Davíð og Bjarni Ben. eru ekki að bæta kjör lífeyrisþega. Þeir eru að níðast á þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ríkisstjórn Alþýðuflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins setti lög um almannatryggingar 1946, var Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra. Hann lýsti því þá yfir, að almannatryggingar á Íslandi ættu að vera í fremstu röð slíkra trygginga í Evrópu og allir á Íslandi ættu að njóta þeirra án tillits til stéttar eða efnahags. Fyrst eftir lagasetninguna voru almannatryggingar á Íslandi í fremstu röð en síðan drógust þær aftur úr og í dag standa almannatryggingar á Íslandi langt að baki slíkum tryggingum á Norðuröndum og í Bretlandi. Grunnlífeyrir á Ísland er aðeins þriðjungur slíks lífeyris í grannlöndum okkar. Ólafur Thors vildi efla almannatryggingar hér. Bjarni Benediktsson vill halda þeim niðri. Það eru alger öfugmæli, þegar Bjarni Benediktsson segir, að núverandi ríkisstjórn sé að auka lífeyri aldraðra og öryrkja meira en nokkru sinni áður á lýðveldistímanum. Ríkisstjórnin er ekki að efla almannatryggingar hér neitt. Hún heldur ekki einu sinni í horfinu. Laun hækkuðu hér um 14-20% á árinu 2015. Launin hækkuðu frá 1. maí 2015. Lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkar ekkert í átta mánuði og aðeins um 9,7% frá 1. janúar 2016. Lífeyrir hækkar miklu minna en laun og átta mánuðum seinna en laun. Það er því verið að brjóta lagaákvæði um að lífeyrir eigi að hækka í samræmi við launaþróun og það er verið að hlunnfara lífeyrisþega með því að draga þá á hækkun í átta mánuði. Almannatryggingar voru efldar meira 1946 en nú. Og lífeyrir hækkaði um tæp 20% í ráðherratíð Jóhönnu Sigurðardóttur um áramótin 2008/2009. Viðreisnarstjórnin stórefldi einnig almannatryggingar. Það stenst því engan veginn, að ríkisstjórnin sé nú að gera betur en áður. Það er þveröfugt. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur stóð sig einnig betur á krepputímanum gagnvart lífeyrisþegum, þar eð lífeyrir þeirra sem voru á strípuðum bótum var þá ekkert skertur. Hann hélst óbreyttur þó aðrar bætur lækkuðu. Þeir Sigmundur Davíð og Bjarni Ben. eru ekki að bæta kjör lífeyrisþega. Þeir eru að níðast á þeim.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun