Sparkarinn í Minnesota tekur fulla ábyrgð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. janúar 2016 11:00 Sparkarar eru ekki vinsælustu leikmennirnir í amerískum fótbolta. Það taka fáir eftir þeim þegar vel gengur en öll augu beinast að þeim þegar þeir gerast sekir um mistök. Það henti Blair Walsh hjá Minnesota Vikings í gær. Þegar innan við hálf mínúta var eftir gat Walsh í kjörstöðu að tryggja liði sínu sigur á Seattle Seahawks og þar með sæti í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar um næstu helgi.Sjá einnig: Reimarnar út eins og í Ace Ventura og Seattle vann Walsh brást hins vegar bogalistin í fimbulkuldanum í Minnesota í gær þegar hann sparkaði framhjá af 27 jarda færi. Eins og greint var frá eftir leikinn í gær sneru reimarnar á boltanum út að Walsh þegar hann sparkaði en hann sagði sjálfur að það væri engin afsökun. „Ég get sagt ykkur þetta. Þetta var mér að kenna. Af þessu færi á ég að geta sparkað vatnsmelónu í gegnum markið,“ sagði Walsh við fréttamenn eftir leikinn. „Allir aðrir gerðu sitt hárrétt. Ég er sá eini sem brást. Þetta er mér að kenna.“ Mike Zimmer, þjálfari Vikings, sagðist ekki hafa rætt við Walsh þegar hann ræddi við fjölmiðla á blaðamannafundi sínum eftir leik. „Þetta er af stuttu færi [e. chip shot]. Hann verður að hitta,“ sagði Zimmer. „Við spiluðum nógu vel til að vinna. Það er mikið hjarta og mikil barátta í þessu liði. Ég hef líklega aldrei verið jafn stoltur af liði og þessu.“ Þess ber að geta að Walsh skoraði öll stig Minnesota í leiknum en hann hefur leikið með liðinu síðan hann kom inn í deildina árið 2012. Síðan þá hefur hann verið í hópi áreiðanlegustu sparkara deildarinnar en hann hafði aðeins einu sinni áður klikkað á 20-29 jarda vallarmarkstilraun á ferlinum - en hitt úr 30. NFL Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Sjá meira
Sparkarar eru ekki vinsælustu leikmennirnir í amerískum fótbolta. Það taka fáir eftir þeim þegar vel gengur en öll augu beinast að þeim þegar þeir gerast sekir um mistök. Það henti Blair Walsh hjá Minnesota Vikings í gær. Þegar innan við hálf mínúta var eftir gat Walsh í kjörstöðu að tryggja liði sínu sigur á Seattle Seahawks og þar með sæti í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar um næstu helgi.Sjá einnig: Reimarnar út eins og í Ace Ventura og Seattle vann Walsh brást hins vegar bogalistin í fimbulkuldanum í Minnesota í gær þegar hann sparkaði framhjá af 27 jarda færi. Eins og greint var frá eftir leikinn í gær sneru reimarnar á boltanum út að Walsh þegar hann sparkaði en hann sagði sjálfur að það væri engin afsökun. „Ég get sagt ykkur þetta. Þetta var mér að kenna. Af þessu færi á ég að geta sparkað vatnsmelónu í gegnum markið,“ sagði Walsh við fréttamenn eftir leikinn. „Allir aðrir gerðu sitt hárrétt. Ég er sá eini sem brást. Þetta er mér að kenna.“ Mike Zimmer, þjálfari Vikings, sagðist ekki hafa rætt við Walsh þegar hann ræddi við fjölmiðla á blaðamannafundi sínum eftir leik. „Þetta er af stuttu færi [e. chip shot]. Hann verður að hitta,“ sagði Zimmer. „Við spiluðum nógu vel til að vinna. Það er mikið hjarta og mikil barátta í þessu liði. Ég hef líklega aldrei verið jafn stoltur af liði og þessu.“ Þess ber að geta að Walsh skoraði öll stig Minnesota í leiknum en hann hefur leikið með liðinu síðan hann kom inn í deildina árið 2012. Síðan þá hefur hann verið í hópi áreiðanlegustu sparkara deildarinnar en hann hafði aðeins einu sinni áður klikkað á 20-29 jarda vallarmarkstilraun á ferlinum - en hitt úr 30.
NFL Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Sjá meira