Pontumajónes Ívar Halldórsson skrifar 10. janúar 2016 21:37 Ef ég væri orðin lítil fluga Ég inn í þingsal þreytti flugið mitt...Desember. Ég vaknaði við Justin Bieber vekjarann í símanum. Fann ekki símann. Snús út úr myndinni. Með Bíberinn í bakgrunninum gekk ég úfinn fram hjá speglinum. Ég þekkti ekki manninn í glerinu sem gretti sig með vanþóknun í áttina að mér. Ég gretti mig á móti og hélt áfram inn í eldhús. Ég hefði verið til í kókó pöffs með kekkjalausri mjólk, en það var ekki í boði. Nót tú self: Verð að fjölga búðarferðum í a.m.k. þrjár ferðir í mánuði. Fann 3/4 kremkex á botninum á Frón kexpakka, á bak við ristavélina. Lét mig hafa það. Ég þurfti að pissa en ákvað að halda í mér svo ég þyrfti ekki að horfast í augu við óhreina þvottaskýjakljúfinn strax. Síminn hringdi. Engin heilafruma í kollinum var enn nægilega vöknuð til að átta sig á hvar hann var niðurkominn - en Darth Vader hringingin var kærkominn staðgengill Bieber, sem þurfti auðmjúkur að víkja fyrir mætti myrku hliðarinnar. Ég fann eldhúsið. Ég rambaði þar á rækjusamlokuna sem ég kláraði ekki í gærmorgun, þar sem hún flatmagaði í gluggasillunni, rétt hjá hálf-dauðri fiskiflugu. Fékk mér bita...þ.e. af samlokunni. Kúgaðist. Herbergisheitar rækjur í spenvolgu og súra majónesinu voru ekki kærkomin upplifun fyrir bragðlaukana, sem ulluðu umsvifalaust herlegheitunum út úr sér - beint í leirtausfullan vaskinn. Oj! Fann um leið svefn-marineraða morgunsvitalyktina af sjálfum mér og hugsaði tilverunni þegandi þörfina á meðan ég skolaði munninn með kranavatni. Flugan hreyfði veikburða vængina... Bieber meinti örugglega vel en hann hefði alveg mátt sleppa því að draga mig út úr draumalandinu í dag. Ég staulaðist inn í stofu. Söng sársaukalagið er önnur sokkalaus ilin kvartaði sárt undan glerharðri kókó pöffs kúlu á gólfinu sem hafði greinilega yfirgefið klíkuna sína tímanlega, sem ég borðaði um daginn. Flugan var enn ekki alveg dauð... Ég hlammaði mér í leisí bojinn, teygði mig í fjarstýringuna og kveikti á tuttugu og átta tommu sjónvarpinu mínu. Kannski var ástandið betra í imbanum. Georg Bjarnfreðarson myndi t.d. koma mér í betra skap. Skjárinn rankaði við sér. Alþingisvaktin..."...það er ekki einu sinni lýðræðislegt (Gripið fram í) að halda því fram. (Forseti hringir bjöllu) Ég vil biðja hæstvirtann utanríkisráðherra að róa sig á meðan ég útskýri mál mitt hérna. (Gripið fram í) Ég bið hæstvirtann utanríkisráðherra (Gripið fram í) um að hafa sig hægan (Forseti hringir bjöllu) og leyfa öðrum hér að lýsa skoðun sinni (Forseti hringir bjöllu) vegna þess að þetta er ekkert annað en rakinn dónaskapur. (Háreysti í þingsal)*..."Ég fékk súrt majónesbragðið aftur í munninn og varð um leið hugsað til flugunnar sem vafalaust suðaði næstum sitt síðasta vegna áhrifa þess."...Það er bara skömm að því að...(Gripið fram í) - Menn ættu að hlusta sem ættu að hlusta í þessum sal. (Gripið fram í) Já, það er ekki hægt að láta (Forseti hringir bjöllu) bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum. (Gripið fram í: Ha?) (Kliður í þingsal) Forseti: Ha?) (Kliður í þingsal)*Ég stóð upp, gekk inn í eldhús og tróð rækjusamlokunni niður niðurfallið í vaskinum. Ég reif bút af tóma kexpakkanum og fikraði flugunni varlega á hann. Ég lyfti bréfinu varlega, opnaði gluggann og gaf flugunni frelsi, sem hún fagnaði með sigrandi suði. Því næst slökkti ég á sjónvarpinu - og frelsaði sjálfan mig....að píra á þessa mælsku ofurhugaÍ pontunni með majónesið sitt(*Tilvitnanir teknar af vef alþingis 14. og 16. desember) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Ef ég væri orðin lítil fluga Ég inn í þingsal þreytti flugið mitt...Desember. Ég vaknaði við Justin Bieber vekjarann í símanum. Fann ekki símann. Snús út úr myndinni. Með Bíberinn í bakgrunninum gekk ég úfinn fram hjá speglinum. Ég þekkti ekki manninn í glerinu sem gretti sig með vanþóknun í áttina að mér. Ég gretti mig á móti og hélt áfram inn í eldhús. Ég hefði verið til í kókó pöffs með kekkjalausri mjólk, en það var ekki í boði. Nót tú self: Verð að fjölga búðarferðum í a.m.k. þrjár ferðir í mánuði. Fann 3/4 kremkex á botninum á Frón kexpakka, á bak við ristavélina. Lét mig hafa það. Ég þurfti að pissa en ákvað að halda í mér svo ég þyrfti ekki að horfast í augu við óhreina þvottaskýjakljúfinn strax. Síminn hringdi. Engin heilafruma í kollinum var enn nægilega vöknuð til að átta sig á hvar hann var niðurkominn - en Darth Vader hringingin var kærkominn staðgengill Bieber, sem þurfti auðmjúkur að víkja fyrir mætti myrku hliðarinnar. Ég fann eldhúsið. Ég rambaði þar á rækjusamlokuna sem ég kláraði ekki í gærmorgun, þar sem hún flatmagaði í gluggasillunni, rétt hjá hálf-dauðri fiskiflugu. Fékk mér bita...þ.e. af samlokunni. Kúgaðist. Herbergisheitar rækjur í spenvolgu og súra majónesinu voru ekki kærkomin upplifun fyrir bragðlaukana, sem ulluðu umsvifalaust herlegheitunum út úr sér - beint í leirtausfullan vaskinn. Oj! Fann um leið svefn-marineraða morgunsvitalyktina af sjálfum mér og hugsaði tilverunni þegandi þörfina á meðan ég skolaði munninn með kranavatni. Flugan hreyfði veikburða vængina... Bieber meinti örugglega vel en hann hefði alveg mátt sleppa því að draga mig út úr draumalandinu í dag. Ég staulaðist inn í stofu. Söng sársaukalagið er önnur sokkalaus ilin kvartaði sárt undan glerharðri kókó pöffs kúlu á gólfinu sem hafði greinilega yfirgefið klíkuna sína tímanlega, sem ég borðaði um daginn. Flugan var enn ekki alveg dauð... Ég hlammaði mér í leisí bojinn, teygði mig í fjarstýringuna og kveikti á tuttugu og átta tommu sjónvarpinu mínu. Kannski var ástandið betra í imbanum. Georg Bjarnfreðarson myndi t.d. koma mér í betra skap. Skjárinn rankaði við sér. Alþingisvaktin..."...það er ekki einu sinni lýðræðislegt (Gripið fram í) að halda því fram. (Forseti hringir bjöllu) Ég vil biðja hæstvirtann utanríkisráðherra að róa sig á meðan ég útskýri mál mitt hérna. (Gripið fram í) Ég bið hæstvirtann utanríkisráðherra (Gripið fram í) um að hafa sig hægan (Forseti hringir bjöllu) og leyfa öðrum hér að lýsa skoðun sinni (Forseti hringir bjöllu) vegna þess að þetta er ekkert annað en rakinn dónaskapur. (Háreysti í þingsal)*..."Ég fékk súrt majónesbragðið aftur í munninn og varð um leið hugsað til flugunnar sem vafalaust suðaði næstum sitt síðasta vegna áhrifa þess."...Það er bara skömm að því að...(Gripið fram í) - Menn ættu að hlusta sem ættu að hlusta í þessum sal. (Gripið fram í) Já, það er ekki hægt að láta (Forseti hringir bjöllu) bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum. (Gripið fram í: Ha?) (Kliður í þingsal) Forseti: Ha?) (Kliður í þingsal)*Ég stóð upp, gekk inn í eldhús og tróð rækjusamlokunni niður niðurfallið í vaskinum. Ég reif bút af tóma kexpakkanum og fikraði flugunni varlega á hann. Ég lyfti bréfinu varlega, opnaði gluggann og gaf flugunni frelsi, sem hún fagnaði með sigrandi suði. Því næst slökkti ég á sjónvarpinu - og frelsaði sjálfan mig....að píra á þessa mælsku ofurhugaÍ pontunni með majónesið sitt(*Tilvitnanir teknar af vef alþingis 14. og 16. desember)
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar