Ótímabært að kanna breyttar reglur í Silfru Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 29. janúar 2016 06:00 Tekjur af gjaldtöku við Silfru fara í að bæta aðbúnað og öryggi. Fréttablaðið/Vilhelm Engin ákvörðun verður tekin um hvort fyrirmæli um köfun í þjóðgarðinum á Þingvöllum verði tekin til endurskoðunar eftir að kínverskur ferðamaður lést eftir alvarlegt köfunarslys í Silfru á þriðjudaginn. Slíkt gæti gerst eftir rannsókn lögreglu. „Samgöngustofa tjáir sig ekki um einstök slys fyrr en rannsókn lögreglu lýkur,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Lögreglan annast rannsókn þessarar tegundar slysa en útgáfa fyrirmæla um köfun fellur undir Samgöngustofu. Öll slys kalla á mögulegar breytingar eftir rannsókn lögreglu að sögn Þórhildar. „Almennt geta allar rannsóknir á samgönguslysum leitt til þess að verklagi sé breytt í öryggisátt,“ segir hún. Eftir köfunarslys í Silfru árið 2013 gaf Siglingastofnun út ný fyrirmæli um köfun í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Fyrirtæki sem bjóða upp á köfun í þjóðgarðinum skila inn öryggis- og viðbragðsáætlun til Samgöngustofu til samþykkis og þau eru hvött til að kynna sér fyrirmæli vegna köfunar. Einstaklingar sem stunda áhugamanna- og sportköfun eru þó ávallt á eigin ábyrgð.Ólafur Örn Haraldssonvísir/vilhelmÓlafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir hug allra sem að þessu koma hjá konunni sem lést og aðstandendum. Sjálfsagt verði nú farið yfir reglur, fyrirmæli og öryggismál. „Ég hef óskað eftir fundi með björgunar- og viðbragðsaðilum. Þjóðgarðurinn hlýtur að velta fyrir sér, þó svo við séum ekki ábyrg fyrir köfuninni, hvort hann eigi að leggja til land, þjónustu og aðstöðu undir starfsemi sem reynist þetta hættuleg. Það er spurning sem þjóðgarðurinn þarf að taka afstöðu til,“ segir Ólafur og bendir á að ásóknin nálgist þolmörk. Árið 2011 var áætlað að um átta þúsund manns hefðu kafað í Silfru en í fyrra er talið að hátt í þrjátíu þúsund manns hafi kafað. Miðað við þúsund króna gjaldtöku þjóðgarðsins af köfun má áætla að tekjur hafi verið meiri en tuttugu milljónir króna. Áætlaðar tekjur fyrirtækja sem buðu upp á köfun í Silfru voru 100 til 120 milljónir árið 2011. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis Kínverska konan sem nú liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans eftir alvarlegt köfunarslys í Silfru á Þingvöllum í gær var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis og var með leiðsögumann með sér. 27. janúar 2016 12:08 Sökk þrjátíu metra til botns við köfun í Silfru Kínversk kona á þrítugsaldri sökk til botns í köfunarslysi í Silfru. Konan lá enn þá á gjörgæsludeild, í gær afar þungt haldin. Sérsveit ríkislögreglustjóra og reyndir kafarar aðstoðuðu við rannsókn málsins. 28. janúar 2016 07:00 Köfunarslysið í Silfru: Kínverska konan er látin Konan var 26 ára og búsett í Bandaríkjunum. 28. janúar 2016 13:14 Skoða má hertar reglur um köfun Skoða má hvort herða beri reglur um köfun í Silfru. Þetta segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, en erlend kona á þrítugsaldri slasaðist alvarlega í Silfru í gær. 27. janúar 2016 07:00 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Engin ákvörðun verður tekin um hvort fyrirmæli um köfun í þjóðgarðinum á Þingvöllum verði tekin til endurskoðunar eftir að kínverskur ferðamaður lést eftir alvarlegt köfunarslys í Silfru á þriðjudaginn. Slíkt gæti gerst eftir rannsókn lögreglu. „Samgöngustofa tjáir sig ekki um einstök slys fyrr en rannsókn lögreglu lýkur,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Lögreglan annast rannsókn þessarar tegundar slysa en útgáfa fyrirmæla um köfun fellur undir Samgöngustofu. Öll slys kalla á mögulegar breytingar eftir rannsókn lögreglu að sögn Þórhildar. „Almennt geta allar rannsóknir á samgönguslysum leitt til þess að verklagi sé breytt í öryggisátt,“ segir hún. Eftir köfunarslys í Silfru árið 2013 gaf Siglingastofnun út ný fyrirmæli um köfun í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Fyrirtæki sem bjóða upp á köfun í þjóðgarðinum skila inn öryggis- og viðbragðsáætlun til Samgöngustofu til samþykkis og þau eru hvött til að kynna sér fyrirmæli vegna köfunar. Einstaklingar sem stunda áhugamanna- og sportköfun eru þó ávallt á eigin ábyrgð.Ólafur Örn Haraldssonvísir/vilhelmÓlafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir hug allra sem að þessu koma hjá konunni sem lést og aðstandendum. Sjálfsagt verði nú farið yfir reglur, fyrirmæli og öryggismál. „Ég hef óskað eftir fundi með björgunar- og viðbragðsaðilum. Þjóðgarðurinn hlýtur að velta fyrir sér, þó svo við séum ekki ábyrg fyrir köfuninni, hvort hann eigi að leggja til land, þjónustu og aðstöðu undir starfsemi sem reynist þetta hættuleg. Það er spurning sem þjóðgarðurinn þarf að taka afstöðu til,“ segir Ólafur og bendir á að ásóknin nálgist þolmörk. Árið 2011 var áætlað að um átta þúsund manns hefðu kafað í Silfru en í fyrra er talið að hátt í þrjátíu þúsund manns hafi kafað. Miðað við þúsund króna gjaldtöku þjóðgarðsins af köfun má áætla að tekjur hafi verið meiri en tuttugu milljónir króna. Áætlaðar tekjur fyrirtækja sem buðu upp á köfun í Silfru voru 100 til 120 milljónir árið 2011.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis Kínverska konan sem nú liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans eftir alvarlegt köfunarslys í Silfru á Þingvöllum í gær var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis og var með leiðsögumann með sér. 27. janúar 2016 12:08 Sökk þrjátíu metra til botns við köfun í Silfru Kínversk kona á þrítugsaldri sökk til botns í köfunarslysi í Silfru. Konan lá enn þá á gjörgæsludeild, í gær afar þungt haldin. Sérsveit ríkislögreglustjóra og reyndir kafarar aðstoðuðu við rannsókn málsins. 28. janúar 2016 07:00 Köfunarslysið í Silfru: Kínverska konan er látin Konan var 26 ára og búsett í Bandaríkjunum. 28. janúar 2016 13:14 Skoða má hertar reglur um köfun Skoða má hvort herða beri reglur um köfun í Silfru. Þetta segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, en erlend kona á þrítugsaldri slasaðist alvarlega í Silfru í gær. 27. janúar 2016 07:00 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis Kínverska konan sem nú liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans eftir alvarlegt köfunarslys í Silfru á Þingvöllum í gær var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis og var með leiðsögumann með sér. 27. janúar 2016 12:08
Sökk þrjátíu metra til botns við köfun í Silfru Kínversk kona á þrítugsaldri sökk til botns í köfunarslysi í Silfru. Konan lá enn þá á gjörgæsludeild, í gær afar þungt haldin. Sérsveit ríkislögreglustjóra og reyndir kafarar aðstoðuðu við rannsókn málsins. 28. janúar 2016 07:00
Köfunarslysið í Silfru: Kínverska konan er látin Konan var 26 ára og búsett í Bandaríkjunum. 28. janúar 2016 13:14
Skoða má hertar reglur um köfun Skoða má hvort herða beri reglur um köfun í Silfru. Þetta segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, en erlend kona á þrítugsaldri slasaðist alvarlega í Silfru í gær. 27. janúar 2016 07:00