Sagt upp því að hún vildi ekki skipta um stjórnmálaflokk Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 28. janúar 2016 07:00 Dega-fjölskyldan hyggst höfða einkamál á hendur ríkinu í því skyni að fá úrskurði kærunefndar útlendingamála snúið og freista þess að halda áfram að búa í örygginu á Íslandi. vísir/anton Dega-fjölskyldan flúði Albaníu á síðasta ári sökum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana og vegna lélegrar geðheilbrigðisþjónustu fyrir elsta soninn sem glímir við geðklofa. Þann 14. október á síðasta ári synjaði Útlendingastofnun fjölskyldunni um hæli, dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða og dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Þann 7. janúar staðfesti kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun Útlendingastofnunar og gerði fjölskyldunni að yfirgefa landið. Sótt hefur verið um frestun réttaráhrifa þeirrar ákvörðunar og er beðið eftir niðurstöðu þar að lútandi. Fyrst nú um þessar mundir kemur fjölskyldan fram í fjölmiðlum og segir sína sögu. Áður hafði hún óttast að segja sögu sína. Þau Nazmie og Skender Dega bjuggu fyrir flóttann ásamt þremur börnum sínum, þeim Visar, Joniada og Viken, í Tropoje í Albaníu. Hjónin eru bæði kennaramenntuð og Skender er þar að auki með meistarapróf í stjórnsýslu og alþjóðarétti. Stjórnmálaþátttaka Skenders hefur haft afdrifarík áhrif á velferð og öryggi fjölskyldunnar. Hann var félagi í albanska demókrataflokknum. Eftir að flokkurinn lenti í minnihluta árið 2013 fann fjölskyldan fyrir mismunun. „Ég var rekinn og fann fljótt að ég gat ekki fengið aðra vinnu. Það var útilokað. Það var búið að útskúfa mér,“ segir Skender sem kveður Nazmie einnig hafa verið rekna. „Þá hafa okkur borist hótanir um líflát og ofbeldi frá valdamiklum manni í meirihlutanum sem er við völd í Tropoje. Við erum ekki örugg og getum ekki reitt okkur á aðstoð frá yfirvöldum. Spillingin er of mikil og ítök þess flokks sem nú er við völd ná til lögreglunnar.“ Nazmie tekur til máls: „Einn daginn þá er ég beðin um að skrifa undir plagg þar sem ég skrái mig í annan stjórnmálaflokk. Ég neitaði og var strax sagt upp störfum.“ Skender segir þau hafa fengið nóg. „Ég og konan mín erum útskúfuð, okkur hefur verið hótað og við óttumst mjög um líf okkar og velferð. Streitan sem aðstæður okkar hafa valdið hefur tekið sinn toll. Ég fékk heilablóðfall og sonur minn veiktist mjög skyndilega.“ Að sögn Skenders er geðheilbrigðisþjónustuna í Albaníu mjög vanþróuð og dýr. „Heilbrigðiskerfið er mjög veikburða og það er líka spillt. Lyf eru seld af einkaaðilum og alls ekki til nauðsynleg lyf við öllum sjúkdómum. Við þurftum að fara með drenginn úr landi til að fá greiningu og rétt lyf. Nú þegar hann er kominn til Íslands svarar hann í fyrsta skipti meðferð,“ segir Skender. Nú er kærunefnd útlendingamála hefur vísað fjölskyldunni úr landi taka dómstólarnir við. Fjölskyldan hyggst höfða einkamál gegn ríkinu í því skyni að fá úrskurðinum snúið við og freista þess þannig að fá að halda áfram að búa í örygginu á Íslandi. „Við getum ekki farið til baka. Þá er þetta bara búið,“ segir Skender. Flóttamenn Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira
Dega-fjölskyldan flúði Albaníu á síðasta ári sökum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana og vegna lélegrar geðheilbrigðisþjónustu fyrir elsta soninn sem glímir við geðklofa. Þann 14. október á síðasta ári synjaði Útlendingastofnun fjölskyldunni um hæli, dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða og dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Þann 7. janúar staðfesti kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun Útlendingastofnunar og gerði fjölskyldunni að yfirgefa landið. Sótt hefur verið um frestun réttaráhrifa þeirrar ákvörðunar og er beðið eftir niðurstöðu þar að lútandi. Fyrst nú um þessar mundir kemur fjölskyldan fram í fjölmiðlum og segir sína sögu. Áður hafði hún óttast að segja sögu sína. Þau Nazmie og Skender Dega bjuggu fyrir flóttann ásamt þremur börnum sínum, þeim Visar, Joniada og Viken, í Tropoje í Albaníu. Hjónin eru bæði kennaramenntuð og Skender er þar að auki með meistarapróf í stjórnsýslu og alþjóðarétti. Stjórnmálaþátttaka Skenders hefur haft afdrifarík áhrif á velferð og öryggi fjölskyldunnar. Hann var félagi í albanska demókrataflokknum. Eftir að flokkurinn lenti í minnihluta árið 2013 fann fjölskyldan fyrir mismunun. „Ég var rekinn og fann fljótt að ég gat ekki fengið aðra vinnu. Það var útilokað. Það var búið að útskúfa mér,“ segir Skender sem kveður Nazmie einnig hafa verið rekna. „Þá hafa okkur borist hótanir um líflát og ofbeldi frá valdamiklum manni í meirihlutanum sem er við völd í Tropoje. Við erum ekki örugg og getum ekki reitt okkur á aðstoð frá yfirvöldum. Spillingin er of mikil og ítök þess flokks sem nú er við völd ná til lögreglunnar.“ Nazmie tekur til máls: „Einn daginn þá er ég beðin um að skrifa undir plagg þar sem ég skrái mig í annan stjórnmálaflokk. Ég neitaði og var strax sagt upp störfum.“ Skender segir þau hafa fengið nóg. „Ég og konan mín erum útskúfuð, okkur hefur verið hótað og við óttumst mjög um líf okkar og velferð. Streitan sem aðstæður okkar hafa valdið hefur tekið sinn toll. Ég fékk heilablóðfall og sonur minn veiktist mjög skyndilega.“ Að sögn Skenders er geðheilbrigðisþjónustuna í Albaníu mjög vanþróuð og dýr. „Heilbrigðiskerfið er mjög veikburða og það er líka spillt. Lyf eru seld af einkaaðilum og alls ekki til nauðsynleg lyf við öllum sjúkdómum. Við þurftum að fara með drenginn úr landi til að fá greiningu og rétt lyf. Nú þegar hann er kominn til Íslands svarar hann í fyrsta skipti meðferð,“ segir Skender. Nú er kærunefnd útlendingamála hefur vísað fjölskyldunni úr landi taka dómstólarnir við. Fjölskyldan hyggst höfða einkamál gegn ríkinu í því skyni að fá úrskurðinum snúið við og freista þess þannig að fá að halda áfram að búa í örygginu á Íslandi. „Við getum ekki farið til baka. Þá er þetta bara búið,“ segir Skender.
Flóttamenn Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira