Ásakanir Bændasamtakanna smjörklípa til að fela búvörusamning Heimir Már Pétursson skrifar 27. janúar 2016 19:00 Formaður Samtaka verslunar og þjónustu segir fullyrðingar Bændasamtakanna um að verslunin í landinu skili ekki lægra vöruverði til neytenda vera smjörklílpu. Bændasamtökin vilji dreifa umræðunni á sama tíma og verið sé að gera nýja búvörusamnnga sem muni tryggja bændum ríflega tvö hundruð milljaðra í stuðning á næsta áratug. Forystumenn Bændasamtakanna sögðu á fréttamannafundi í morgun að að verslunin í landinu hefði ekki skilað sterkara gengi, breytingum og vörugjöldum, tollum og virðisaukaskatti til neytenda. Bændasamtökin beina spjótum sínum sérstaklega að matvöruversluninni þar sem ríki fákeppni. „Við erum bara með þessu að taka þátt í þeirri umræðu sem svolítið hefur verið rekin af verslun um ýmsum hagsmunaaðilum um að það þurfi að breyta landbúnaðarkerfinu til að ná fram lækkun á verði á matvælum. Við erum bara að benda á ýmsa þætti sem hafa verið teknir saman af Samkeppniseftirliti, verðlagseftirliti ASÍ og fleirum og benda á að menn þurfi líka að horfa í eigin rann þegar þeir eru að ræða þessi mál,“ sagði Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna í hádegisfréttum Bylgjunnar. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir allar þessar fullyrðingar Bændasamtakanna hafa verið hraktar. „Ég held að þessi framsetning bændasamtakanna á þessum tímapunkti sé ekki tilviljun. Ég held hún sé dæmigerð smjörklípa. Það standa jú yfir viðræður við stjórnvöld um gerð nýs búvörusamnngs. Sem eftir því sem okkur sýnist mun kosta skattgreiðendur í þessu landi með beinum og óbeinum framlögum á tí ára tímabili, á bilinu 220 til 240 milljarða,“ segir Andrés. Annars vegar með um árlegum 13 milljarða beingreiðslum til bænda og hins vegar með níu til tíu milljarða tollavernd. Hvorki fulltrúum neytenda né öðrum hagsmunaaðilum hafi verið hleypt að samningaviðræðum stjórnvalda og Bændasamtakanna um nýjan búvörusamning og þær farið mjög leynt. „Nú er þetta komið í umræðuna hvað er inni í þessum samningi. Ég held að þeir seú einfaldlega að drepa málinu á dreif með því að varpa þessu fram akkúrat á þessum tímapunkti,“ segir Andrés. Bændasamtökin segja að stuðla verði að aukinni samkeppni í verslun til að tryggja hagsmuni neytenda og bænda. „Við viljum samkeppni á öllum sviðum atvinnulífsins og tölum fyrir því. En samkeppni verður líka að ná til framleiðslu á landbúnaðarvörum,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Búvörusamningar Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Formaður Samtaka verslunar og þjónustu segir fullyrðingar Bændasamtakanna um að verslunin í landinu skili ekki lægra vöruverði til neytenda vera smjörklílpu. Bændasamtökin vilji dreifa umræðunni á sama tíma og verið sé að gera nýja búvörusamnnga sem muni tryggja bændum ríflega tvö hundruð milljaðra í stuðning á næsta áratug. Forystumenn Bændasamtakanna sögðu á fréttamannafundi í morgun að að verslunin í landinu hefði ekki skilað sterkara gengi, breytingum og vörugjöldum, tollum og virðisaukaskatti til neytenda. Bændasamtökin beina spjótum sínum sérstaklega að matvöruversluninni þar sem ríki fákeppni. „Við erum bara með þessu að taka þátt í þeirri umræðu sem svolítið hefur verið rekin af verslun um ýmsum hagsmunaaðilum um að það þurfi að breyta landbúnaðarkerfinu til að ná fram lækkun á verði á matvælum. Við erum bara að benda á ýmsa þætti sem hafa verið teknir saman af Samkeppniseftirliti, verðlagseftirliti ASÍ og fleirum og benda á að menn þurfi líka að horfa í eigin rann þegar þeir eru að ræða þessi mál,“ sagði Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna í hádegisfréttum Bylgjunnar. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir allar þessar fullyrðingar Bændasamtakanna hafa verið hraktar. „Ég held að þessi framsetning bændasamtakanna á þessum tímapunkti sé ekki tilviljun. Ég held hún sé dæmigerð smjörklípa. Það standa jú yfir viðræður við stjórnvöld um gerð nýs búvörusamnngs. Sem eftir því sem okkur sýnist mun kosta skattgreiðendur í þessu landi með beinum og óbeinum framlögum á tí ára tímabili, á bilinu 220 til 240 milljarða,“ segir Andrés. Annars vegar með um árlegum 13 milljarða beingreiðslum til bænda og hins vegar með níu til tíu milljarða tollavernd. Hvorki fulltrúum neytenda né öðrum hagsmunaaðilum hafi verið hleypt að samningaviðræðum stjórnvalda og Bændasamtakanna um nýjan búvörusamning og þær farið mjög leynt. „Nú er þetta komið í umræðuna hvað er inni í þessum samningi. Ég held að þeir seú einfaldlega að drepa málinu á dreif með því að varpa þessu fram akkúrat á þessum tímapunkti,“ segir Andrés. Bændasamtökin segja að stuðla verði að aukinni samkeppni í verslun til að tryggja hagsmuni neytenda og bænda. „Við viljum samkeppni á öllum sviðum atvinnulífsins og tölum fyrir því. En samkeppni verður líka að ná til framleiðslu á landbúnaðarvörum,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Búvörusamningar Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira