Segir aðkomu Rússa vendipunkt í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2016 11:00 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Vísir/EPA Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir upphaf loftárása þeirra hafa verið vendipunkt í Sýrlandi. Þær hafi hjálpað her Bashar al-Assad að sækja fram gegn hryðjuverkahópum og stækka yfirráðasvæði sitt. „Einnig er orðið ljóst hverjir berjast gegn hryðjuverkamönnunum af heiðarleika og hverjir hjálpa þeim og nota í eigin þágu,“ sagði Lavrov á árlegum blaðamannafundi þar sem hann fer yfir helstu fregnir síðasta árs. Hafa ber í huga að Rússar hafa hingað til gert lítinn greinarmun á hryðjuverkahópum eins og Íslamska ríkinu og deild al-Qaeda í Sýrlandi annars vegar og uppreisnarhópum eins og Free Syrian Army hins vegar. Flestar loftárásir þeirra hafa beinst gegn uppreisnarhópum í norðvesturhluta landsins.Stjórnarherinn sækir fram Frá því um áramótin hefur stjórnarherinn sótt fram í Latakia-héraði og halda uppreisnarmenn einungis einu þorpi þar. Herinn er þó sagður undirbúa sókn gegn þorpinu sem heitir Kinsiba. Í síðustu viku gerðu Rússar þó fjölda loftárása nærri borginni Deir ez-Zur sem er eitt af fáum vígum stjórnarhersins í austurhluta landsins. Vígamenn Íslamska ríkisins hafa setið um borgina um langt skeið. Samkvæmt eftirlitsaðilum gerði ISIS þó árás á borgina í skjóli sandstorms í síðustu viku. Þá komust flugvélar Rússa ekki á loft.ISIS hertóku tvö þorp við borgina og nokkrar stöðvar hersins í árásinni og eru sagðir skipuleggja aðra árás á borgina. Hægt er að skoða uppfært kort af ástandinu í Sýrlandi og nýjustu vendingum hér.Deir ez-Zur í Sýrlandi Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS-liðar með um 3.500 þræla í Írak Stærstur hluti þrælanna eru konur og börn úr hópi Jasída og öðrum minnihlutahópum. 19. janúar 2016 11:20 Vill taka Mosul og Raqqa af ISIS Ash Carter, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, vill auka hraðann í baráttunni við ISIS og frekari landhernað í Írak og Sýrlandi vera líklegan. 22. janúar 2016 14:00 Liðsmenn ISIS eyðilögðu elsta munkaklaustrið í Írak Gervihnattamyndir benda til þess að klaustrið hafi verið sprengt síðla árs 2014, fljótlega eftir að vígamenn ISIS náðu tökum á Mosul. 20. janúar 2016 13:18 Laun til vígamanna ISIS lækka um helming Fjárhagslegir erfiðleikar ISIS hafa nú neytt leiðtoga samtakanna til að bregðast við. 20. janúar 2016 11:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir upphaf loftárása þeirra hafa verið vendipunkt í Sýrlandi. Þær hafi hjálpað her Bashar al-Assad að sækja fram gegn hryðjuverkahópum og stækka yfirráðasvæði sitt. „Einnig er orðið ljóst hverjir berjast gegn hryðjuverkamönnunum af heiðarleika og hverjir hjálpa þeim og nota í eigin þágu,“ sagði Lavrov á árlegum blaðamannafundi þar sem hann fer yfir helstu fregnir síðasta árs. Hafa ber í huga að Rússar hafa hingað til gert lítinn greinarmun á hryðjuverkahópum eins og Íslamska ríkinu og deild al-Qaeda í Sýrlandi annars vegar og uppreisnarhópum eins og Free Syrian Army hins vegar. Flestar loftárásir þeirra hafa beinst gegn uppreisnarhópum í norðvesturhluta landsins.Stjórnarherinn sækir fram Frá því um áramótin hefur stjórnarherinn sótt fram í Latakia-héraði og halda uppreisnarmenn einungis einu þorpi þar. Herinn er þó sagður undirbúa sókn gegn þorpinu sem heitir Kinsiba. Í síðustu viku gerðu Rússar þó fjölda loftárása nærri borginni Deir ez-Zur sem er eitt af fáum vígum stjórnarhersins í austurhluta landsins. Vígamenn Íslamska ríkisins hafa setið um borgina um langt skeið. Samkvæmt eftirlitsaðilum gerði ISIS þó árás á borgina í skjóli sandstorms í síðustu viku. Þá komust flugvélar Rússa ekki á loft.ISIS hertóku tvö þorp við borgina og nokkrar stöðvar hersins í árásinni og eru sagðir skipuleggja aðra árás á borgina. Hægt er að skoða uppfært kort af ástandinu í Sýrlandi og nýjustu vendingum hér.Deir ez-Zur í Sýrlandi
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS-liðar með um 3.500 þræla í Írak Stærstur hluti þrælanna eru konur og börn úr hópi Jasída og öðrum minnihlutahópum. 19. janúar 2016 11:20 Vill taka Mosul og Raqqa af ISIS Ash Carter, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, vill auka hraðann í baráttunni við ISIS og frekari landhernað í Írak og Sýrlandi vera líklegan. 22. janúar 2016 14:00 Liðsmenn ISIS eyðilögðu elsta munkaklaustrið í Írak Gervihnattamyndir benda til þess að klaustrið hafi verið sprengt síðla árs 2014, fljótlega eftir að vígamenn ISIS náðu tökum á Mosul. 20. janúar 2016 13:18 Laun til vígamanna ISIS lækka um helming Fjárhagslegir erfiðleikar ISIS hafa nú neytt leiðtoga samtakanna til að bregðast við. 20. janúar 2016 11:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
ISIS-liðar með um 3.500 þræla í Írak Stærstur hluti þrælanna eru konur og börn úr hópi Jasída og öðrum minnihlutahópum. 19. janúar 2016 11:20
Vill taka Mosul og Raqqa af ISIS Ash Carter, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, vill auka hraðann í baráttunni við ISIS og frekari landhernað í Írak og Sýrlandi vera líklegan. 22. janúar 2016 14:00
Liðsmenn ISIS eyðilögðu elsta munkaklaustrið í Írak Gervihnattamyndir benda til þess að klaustrið hafi verið sprengt síðla árs 2014, fljótlega eftir að vígamenn ISIS náðu tökum á Mosul. 20. janúar 2016 13:18
Laun til vígamanna ISIS lækka um helming Fjárhagslegir erfiðleikar ISIS hafa nú neytt leiðtoga samtakanna til að bregðast við. 20. janúar 2016 11:00