Vísir frumsýnir myndbandið við Eurovision-lagið Hugur minn er Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. janúar 2016 11:15 Þórunn Erna Clausen hefur gefið út myndband við Eurovison-lag sitt Hugur minn er sem er í flutningi Ernu Hrannar Ólafsdóttur og Hjartar Traustasonar. Samsett - Vísir/Bernhard Nú styttist óðum í að framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision verði valið. Búið er að velja þau tólf lög sem munu etja kappi í forkeppninni. Eitt af þeim er lagið Hugur minn er eftir Þórunni Ernu Clausen í flutningi Ernu Hrannar Ólafsdóttur og Hjartar Traustasonar. Búið er að gefa út myndbönd við lagið, bæði á ensku og íslensku en myndböndin bæði má sjá hér fyrir neðan. Höfundur lags og texta, Þórunn Erna, segir að laglína lagsins hafi komið til hennar þegar hún var að keyra. „Ég fæ oft til mín laglínur sem láta mig ekki í friði,“ segir Þórunn Erna. „Í þessu tilviki var ég að keyra og greip símann við stýrið, sem er auðvitað alveg bannað, og tók upp viðlagslínuna.“ Nokkrum dögum síðar settist hún við píanóið og úr varð lagið Hugur minn er. Þórunn Erna mundi síðar eftir texta sem hún hafi áður samið sem smellpassaði við lagið. Lagið er í flutningi Ernu Hrannar Ólafsdóttur og Hjartar Traustasonar en Þórunn Erna segir að hún hafi leitað að reynslumiklum söngvurum til að taka lagið að sér enda hafi reynsla hennar af Eurovision kennt henni að mikilvægt er að söngvararnir sem taki þátt ráði við álagið og þekki það hvernig er að syngja í sjónvarpi. „Erna Hrönn er svo ótrúlega tónviss og með þennan fallega og skemmtilega pínu ráma tón,“ segir Þórunn Erna. „Hjörtur er auðvitað nýkrýndur sigurvegari the Voice Ísland og er með frábæra rokkrödd og tilfinningu sem hentar fullkomlega fyrir þetta lag.“Myndbandið við lagið Hugur minn erÞórunn Erna er einnig tilbúinn með enskan texta fyrir lagið en hún segir að það verði flutt á ensku verði það sent út í aðalkeppnina. „Textar eru fyrir mér og mörgum alveg helmingur af mikilvægi laga og hvort maður tengi við þau eða ekki, þannig að enska útgáfan er tilbúin líka,“ segir Þórunn Erna en heyra má enska útgáfu lagsins hér fyrir neðan. Eurovision Tengdar fréttir Sandra Kim syngur á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins Yngsti sigurvegari Eurovision. 16. janúar 2016 18:33 Hlustaðu á lögin í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2016 Tólf lög keppa um að verða framlag Íslands í Eurovision. 15. janúar 2016 14:19 Loreen flytur Euphoria í Laugardalshöll Sænska Eurovision-stjarnan Loreen kemur til landsins og flytur sigurlag sitt úr Eurovision á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í febrúar. 18. janúar 2016 07:00 Tekjur af miðasölu á úrslit Söngvakeppninnar á níundu milljón króna Uppselt er á lokakvöldið í Laugardalshöll þar sem Loreen og Sandra Kim koma fram. 22. janúar 2016 16:59 Álitsgjafar Vísis telja þessi lög bera af í Söngvakeppninni í ár „Vá, þetta viðlag fer alveg á heilann“ 21. janúar 2016 09:00 Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Nú styttist óðum í að framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision verði valið. Búið er að velja þau tólf lög sem munu etja kappi í forkeppninni. Eitt af þeim er lagið Hugur minn er eftir Þórunni Ernu Clausen í flutningi Ernu Hrannar Ólafsdóttur og Hjartar Traustasonar. Búið er að gefa út myndbönd við lagið, bæði á ensku og íslensku en myndböndin bæði má sjá hér fyrir neðan. Höfundur lags og texta, Þórunn Erna, segir að laglína lagsins hafi komið til hennar þegar hún var að keyra. „Ég fæ oft til mín laglínur sem láta mig ekki í friði,“ segir Þórunn Erna. „Í þessu tilviki var ég að keyra og greip símann við stýrið, sem er auðvitað alveg bannað, og tók upp viðlagslínuna.“ Nokkrum dögum síðar settist hún við píanóið og úr varð lagið Hugur minn er. Þórunn Erna mundi síðar eftir texta sem hún hafi áður samið sem smellpassaði við lagið. Lagið er í flutningi Ernu Hrannar Ólafsdóttur og Hjartar Traustasonar en Þórunn Erna segir að hún hafi leitað að reynslumiklum söngvurum til að taka lagið að sér enda hafi reynsla hennar af Eurovision kennt henni að mikilvægt er að söngvararnir sem taki þátt ráði við álagið og þekki það hvernig er að syngja í sjónvarpi. „Erna Hrönn er svo ótrúlega tónviss og með þennan fallega og skemmtilega pínu ráma tón,“ segir Þórunn Erna. „Hjörtur er auðvitað nýkrýndur sigurvegari the Voice Ísland og er með frábæra rokkrödd og tilfinningu sem hentar fullkomlega fyrir þetta lag.“Myndbandið við lagið Hugur minn erÞórunn Erna er einnig tilbúinn með enskan texta fyrir lagið en hún segir að það verði flutt á ensku verði það sent út í aðalkeppnina. „Textar eru fyrir mér og mörgum alveg helmingur af mikilvægi laga og hvort maður tengi við þau eða ekki, þannig að enska útgáfan er tilbúin líka,“ segir Þórunn Erna en heyra má enska útgáfu lagsins hér fyrir neðan.
Eurovision Tengdar fréttir Sandra Kim syngur á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins Yngsti sigurvegari Eurovision. 16. janúar 2016 18:33 Hlustaðu á lögin í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2016 Tólf lög keppa um að verða framlag Íslands í Eurovision. 15. janúar 2016 14:19 Loreen flytur Euphoria í Laugardalshöll Sænska Eurovision-stjarnan Loreen kemur til landsins og flytur sigurlag sitt úr Eurovision á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í febrúar. 18. janúar 2016 07:00 Tekjur af miðasölu á úrslit Söngvakeppninnar á níundu milljón króna Uppselt er á lokakvöldið í Laugardalshöll þar sem Loreen og Sandra Kim koma fram. 22. janúar 2016 16:59 Álitsgjafar Vísis telja þessi lög bera af í Söngvakeppninni í ár „Vá, þetta viðlag fer alveg á heilann“ 21. janúar 2016 09:00 Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Sandra Kim syngur á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins Yngsti sigurvegari Eurovision. 16. janúar 2016 18:33
Hlustaðu á lögin í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2016 Tólf lög keppa um að verða framlag Íslands í Eurovision. 15. janúar 2016 14:19
Loreen flytur Euphoria í Laugardalshöll Sænska Eurovision-stjarnan Loreen kemur til landsins og flytur sigurlag sitt úr Eurovision á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í febrúar. 18. janúar 2016 07:00
Tekjur af miðasölu á úrslit Söngvakeppninnar á níundu milljón króna Uppselt er á lokakvöldið í Laugardalshöll þar sem Loreen og Sandra Kim koma fram. 22. janúar 2016 16:59
Álitsgjafar Vísis telja þessi lög bera af í Söngvakeppninni í ár „Vá, þetta viðlag fer alveg á heilann“ 21. janúar 2016 09:00