Gert ráð fyrir milli 1.100 og 1.300 íbúðum í nýrri Vogabyggð Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2016 21:30 Gildandi aðalskipulag gerir ráð fyrir 450 íbúðum og því er ljóst er að þessi fjölgun íbúða í hverfinu kallar á byggingu grunn- og leikskóla. Mynd/Reykjavíkurborg Skrifað var undir samninga um endurbyggingu Vogabyggðar í Reykjavík fyrr í dag. Hverfið afmarkast af Sæbraut, Kleppsmýrarvegi og Súðarvogi.Á vef Reykjavíkurborgar segir að samningarnir nái til hluta Vogabyggðar, svæðis 2, en stærstu lóðarhafar þar eru Gámakó og Vogabyggð dótturfyrirtæki Hamla, sem eru í eigu Landsbankans. Samtals ráða þessi fyrirtæki yfir 70 prósent lóða á svæði 2. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir samningana afar mikilvægt skref í átt að uppbyggingu hverfisins. „Það er mjög metnaðarfullt skipulag sem liggur fyrir og Vogabyggðin sjálf er náttúrlega á besta stað í borginni. Fjórðungur íbúðanna sem þarna rísa verða undir leigu- og búseturéttaríbúðir og höfum við nú samið við lóðarhafa um þátttöku í uppbyggingu innviða. Verkefnið í heild er svo eitt af lykilsvæðum í Aðalskipulagi Reykjavíkur þannig að ég er mjög spenntur fyrir þessu,“ segir Dagur.Mynd/ReykjavíkurborgÍ tilkynningunni segir að miðað við þær skipulagsáætlanir sem nú sé unnið að sé gert ráð fyrir að í hverfinu verði 1.100 til 1.300 íbúðir og atvinnuhúsnæði um 56.000 fermetrar. „Gildandi aðalskipulag gerir ráð fyrir 450 íbúðum og því er ljóst er að þessi fjölgun íbúða í hverfinu kallar á byggingu grunn- og leikskóla, en miðað er við að ráðist verði í þær framkvæmdir í samræmi við uppbyggingu íbúðabyggðar. Í samningum er kvöð um að leiguíbúðir, stúdenta- og búseturéttaríbúðir verði 20–25% íbúða. Í Vogabyggð eru áformaðar framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur við gerð gatna, torga, stíga, strandstíga, landfyllinga, grjótvarna og nýrra stofnlagna, útsýnis- og göngupalla í samræmi við hugmynd að nýju deiliskipulagi. Auk þess er gert ráð fyrir göngubrú og stíflu við Háubakkatjörn, brú yfir Naustavog, færslu á Kleppsmýrarvegi og færslu skólpdælustöðvar. Áætlaður kostnaður Reykjavíkurborgar við uppbyggingu skóla og allra innviða í hverfinu er um 8 milljarðar króna.“Ánægjulegt að skapa nýja framtíðGunnar Bragason, framkvæmdastjóri Gámakó og Gámaþjónustunnar, segir það vera fagnaðarefni að sjá glæsilega íbúðabyggð rísa á gömlu og lúnu iðnaðarsvæði. „Við höfum lengi beðið eftir þessu.“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, tekur í sama streng og segir þetta vera gríðarlega mikilvægan áfanga og ánægjulegt fyrir Landsbankann að taka þátt í einum umfangsmestu endurbyggingaráformum í Reykjavík í langan tíma. „Við höfum unnið með borginni í þessu verkefni frá ársbyrjun 2013 og það er ánægjulegt að taka þátt í að skapa nýja framtíð hér á svæðinu.“Mynd/ReykjavíkurborgMynd/ReykjavíkurborgMynd/Reykjavíkurborg Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Skrifað var undir samninga um endurbyggingu Vogabyggðar í Reykjavík fyrr í dag. Hverfið afmarkast af Sæbraut, Kleppsmýrarvegi og Súðarvogi.Á vef Reykjavíkurborgar segir að samningarnir nái til hluta Vogabyggðar, svæðis 2, en stærstu lóðarhafar þar eru Gámakó og Vogabyggð dótturfyrirtæki Hamla, sem eru í eigu Landsbankans. Samtals ráða þessi fyrirtæki yfir 70 prósent lóða á svæði 2. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir samningana afar mikilvægt skref í átt að uppbyggingu hverfisins. „Það er mjög metnaðarfullt skipulag sem liggur fyrir og Vogabyggðin sjálf er náttúrlega á besta stað í borginni. Fjórðungur íbúðanna sem þarna rísa verða undir leigu- og búseturéttaríbúðir og höfum við nú samið við lóðarhafa um þátttöku í uppbyggingu innviða. Verkefnið í heild er svo eitt af lykilsvæðum í Aðalskipulagi Reykjavíkur þannig að ég er mjög spenntur fyrir þessu,“ segir Dagur.Mynd/ReykjavíkurborgÍ tilkynningunni segir að miðað við þær skipulagsáætlanir sem nú sé unnið að sé gert ráð fyrir að í hverfinu verði 1.100 til 1.300 íbúðir og atvinnuhúsnæði um 56.000 fermetrar. „Gildandi aðalskipulag gerir ráð fyrir 450 íbúðum og því er ljóst er að þessi fjölgun íbúða í hverfinu kallar á byggingu grunn- og leikskóla, en miðað er við að ráðist verði í þær framkvæmdir í samræmi við uppbyggingu íbúðabyggðar. Í samningum er kvöð um að leiguíbúðir, stúdenta- og búseturéttaríbúðir verði 20–25% íbúða. Í Vogabyggð eru áformaðar framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur við gerð gatna, torga, stíga, strandstíga, landfyllinga, grjótvarna og nýrra stofnlagna, útsýnis- og göngupalla í samræmi við hugmynd að nýju deiliskipulagi. Auk þess er gert ráð fyrir göngubrú og stíflu við Háubakkatjörn, brú yfir Naustavog, færslu á Kleppsmýrarvegi og færslu skólpdælustöðvar. Áætlaður kostnaður Reykjavíkurborgar við uppbyggingu skóla og allra innviða í hverfinu er um 8 milljarðar króna.“Ánægjulegt að skapa nýja framtíðGunnar Bragason, framkvæmdastjóri Gámakó og Gámaþjónustunnar, segir það vera fagnaðarefni að sjá glæsilega íbúðabyggð rísa á gömlu og lúnu iðnaðarsvæði. „Við höfum lengi beðið eftir þessu.“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, tekur í sama streng og segir þetta vera gríðarlega mikilvægan áfanga og ánægjulegt fyrir Landsbankann að taka þátt í einum umfangsmestu endurbyggingaráformum í Reykjavík í langan tíma. „Við höfum unnið með borginni í þessu verkefni frá ársbyrjun 2013 og það er ánægjulegt að taka þátt í að skapa nýja framtíð hér á svæðinu.“Mynd/ReykjavíkurborgMynd/ReykjavíkurborgMynd/Reykjavíkurborg
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira