Tekjur af miðasölu á úrslit Söngvakeppninnar á níundu milljón króna Birgir Olgeirsson skrifar 22. janúar 2016 16:59 Uppselt er á lokakvöldið í Laugardalshöll þar sem Loreen og Sandra Kim koma fram. Vísir/Getty Áætla má að Ríkisútvarpið sé búið að selja miða á úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrir um níu milljónir króna. Tilkynning barst frá Ríkisútvarpinu í dag þar sem greint var frá því að uppselt væri á úrslitakvöldið sem fer fram í Laugardalshöll 20. febrúar næstkomandi. Að sögn Heru Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra keppninnar, komast hátt í 2.500 manns í sæti í Laugardalshöllinni en nokkur hluti þeirra sæta fer til boðsgesta og því hafi rúmlega 2000 miðar verið seldir. Hún var ekki tilbúin að gefa upp hvað Ríkisútvarpið áætlar í tekjur af þessari miðasölu. Miðarnir voru seldir á miðasöluvefnum Tix.is en þar kemur fram að miðaverð var frá 3.900 krónum til 4.900 króna. Sé tekið mið af því verði má áætla að meðal miðaverð hafi verið um 4.400 krónur. Sé gefið að 2000 miðar hafi selst má reikna með að tekjur séu um 8,8 milljónir króna. Hera segir að tekjur af miðasölunni eiga að dekka þann kostnað sem hlýst af því að halda keppnina í Laugardalshöll, en mikið stendur til í tilefni af því að í ár eru þrjátíu ár frá því Söngvakeppni Sjónvarpsins hóf göngu sína. Munu til að mynda sigurvegarar söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, þær Loreen og Sandra Kim, stíga á svið á úrslitakvöldinu. „Þetta verður náttúrlega að standa undir sér að einverju leyti en sem betur fer er það hægt og mögulegt að stækka viðburðinn og leyfa fleirum að vera með.“ Hún segir sölu á forkeppnirnar í Háskólabíó einnig ganga vel sem og sölu á lokaæfinguna í Laugardalshöll 20. febrúar næstkomandi sem er hugsuð sem tækifæri fyrir yngstu kynslóðina til að bera keppnina augum. Eurovision Tengdar fréttir Álitsgjafar Vísis telja þessi lög bera af í Söngvakeppninni í ár „Vá, þetta viðlag fer alveg á heilann“ 21. janúar 2016 09:00 Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sjá meira
Áætla má að Ríkisútvarpið sé búið að selja miða á úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrir um níu milljónir króna. Tilkynning barst frá Ríkisútvarpinu í dag þar sem greint var frá því að uppselt væri á úrslitakvöldið sem fer fram í Laugardalshöll 20. febrúar næstkomandi. Að sögn Heru Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra keppninnar, komast hátt í 2.500 manns í sæti í Laugardalshöllinni en nokkur hluti þeirra sæta fer til boðsgesta og því hafi rúmlega 2000 miðar verið seldir. Hún var ekki tilbúin að gefa upp hvað Ríkisútvarpið áætlar í tekjur af þessari miðasölu. Miðarnir voru seldir á miðasöluvefnum Tix.is en þar kemur fram að miðaverð var frá 3.900 krónum til 4.900 króna. Sé tekið mið af því verði má áætla að meðal miðaverð hafi verið um 4.400 krónur. Sé gefið að 2000 miðar hafi selst má reikna með að tekjur séu um 8,8 milljónir króna. Hera segir að tekjur af miðasölunni eiga að dekka þann kostnað sem hlýst af því að halda keppnina í Laugardalshöll, en mikið stendur til í tilefni af því að í ár eru þrjátíu ár frá því Söngvakeppni Sjónvarpsins hóf göngu sína. Munu til að mynda sigurvegarar söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, þær Loreen og Sandra Kim, stíga á svið á úrslitakvöldinu. „Þetta verður náttúrlega að standa undir sér að einverju leyti en sem betur fer er það hægt og mögulegt að stækka viðburðinn og leyfa fleirum að vera með.“ Hún segir sölu á forkeppnirnar í Háskólabíó einnig ganga vel sem og sölu á lokaæfinguna í Laugardalshöll 20. febrúar næstkomandi sem er hugsuð sem tækifæri fyrir yngstu kynslóðina til að bera keppnina augum.
Eurovision Tengdar fréttir Álitsgjafar Vísis telja þessi lög bera af í Söngvakeppninni í ár „Vá, þetta viðlag fer alveg á heilann“ 21. janúar 2016 09:00 Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sjá meira
Álitsgjafar Vísis telja þessi lög bera af í Söngvakeppninni í ár „Vá, þetta viðlag fer alveg á heilann“ 21. janúar 2016 09:00