Óðum styttist í fyrstu forkosningar í Bandaríkjunum Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. janúar 2016 06:00 Innan fárra vikna hefjast forkosningar flokkanna í Bandaríkjunum. Í kjölfarið má búast við að þeim sem sækjast eftir að verða forsetaefni flokkanna taki að fækka. Á tímabili voru repúblikanarnir orðnir sautján, en nú þegar hafa fjórir helst úr lestinni. Að venju ríða Iowa og New Hampshire á vaðið með forkosningar sínar og kjörfundi, dagana 1. og 9. febrúar. Þessi tvö ríki hafa jafnan verið lykilríki í kosningabaráttunni, því úrslitin þar þykja gefa nokkuð góðar vísbendingar um framhaldið. Þeir sem ekki komast á blað í Iowa eða New Hampshire þykja afar ólíklegir til að eiga minnstu möguleika eftir það. Næsti stóri dagurinn er svo 1. mars, þegar forkosningar og kjörfundir eru haldnir í fjórtán ríkjum samtímis. Niðurstöðurnar þann daginn ráða væntanlega úrslitum fyrir ansi marga, en síðan halda forkosningarnar áfram í hverju ríkinu á fætur öðru allt fram í júní. Það er svo á landsþingum Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins, sem haldin eru í júlí, sem endanlega er gengið frá því hverjir verða forsetaframbjóðendur hvors flokks. Meðal repúblikana er Donald Trump enn langefstur á blaði, með nærri 35 prósenta fylgi að meðaltali í nýjustu skoðanakönnunum, samkvæmt samantekt á vefnum realclearpolitics.com Ted Cruz kemur næstur honum, með tæplega 20 prósent, en þar á eftir koma Marco Rubio með tæp 12 prósent og Ben Carson með 9 prósent. Hinir átta mælast allir með minna en fimm prósent fylgi, þar á meðal ríkisstjórarnir Jeb Bush og Chris Christie. Meðal demókrata hefur Bernie Sanders verið að draga nokkuð á Hillary Clinton undanfarið. Hann er kominn með nærri 40 prósenta fylgi en Clinton er með rétt um 50 prósent. Forskot hennar jókst reyndar örlítið eftir kappræður þeirra á sunnudagskvöldið var. Staða Clinton er hins vegar mun verri þegar skoðanakannanir frá Iowa og New Hampshire eru skoðaðar, lykilríkjunum tveimur sem velja sér frambjóðendur innan fárra vikna. Í Iowa mælist Clinton að vísu með forskot, 46,8 prósenta fylgi á móti 42,8 prósenta fylgi Sanders. En í New Hampshire mælist Sanders með 49 prósenta fylgi, en Clinton aðeins með 41,5 prósent. Veruleg spenna er því að færast í leikinn hjá demókrötum, nú þegar alvaran er að hefjast. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Innan fárra vikna hefjast forkosningar flokkanna í Bandaríkjunum. Í kjölfarið má búast við að þeim sem sækjast eftir að verða forsetaefni flokkanna taki að fækka. Á tímabili voru repúblikanarnir orðnir sautján, en nú þegar hafa fjórir helst úr lestinni. Að venju ríða Iowa og New Hampshire á vaðið með forkosningar sínar og kjörfundi, dagana 1. og 9. febrúar. Þessi tvö ríki hafa jafnan verið lykilríki í kosningabaráttunni, því úrslitin þar þykja gefa nokkuð góðar vísbendingar um framhaldið. Þeir sem ekki komast á blað í Iowa eða New Hampshire þykja afar ólíklegir til að eiga minnstu möguleika eftir það. Næsti stóri dagurinn er svo 1. mars, þegar forkosningar og kjörfundir eru haldnir í fjórtán ríkjum samtímis. Niðurstöðurnar þann daginn ráða væntanlega úrslitum fyrir ansi marga, en síðan halda forkosningarnar áfram í hverju ríkinu á fætur öðru allt fram í júní. Það er svo á landsþingum Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins, sem haldin eru í júlí, sem endanlega er gengið frá því hverjir verða forsetaframbjóðendur hvors flokks. Meðal repúblikana er Donald Trump enn langefstur á blaði, með nærri 35 prósenta fylgi að meðaltali í nýjustu skoðanakönnunum, samkvæmt samantekt á vefnum realclearpolitics.com Ted Cruz kemur næstur honum, með tæplega 20 prósent, en þar á eftir koma Marco Rubio með tæp 12 prósent og Ben Carson með 9 prósent. Hinir átta mælast allir með minna en fimm prósent fylgi, þar á meðal ríkisstjórarnir Jeb Bush og Chris Christie. Meðal demókrata hefur Bernie Sanders verið að draga nokkuð á Hillary Clinton undanfarið. Hann er kominn með nærri 40 prósenta fylgi en Clinton er með rétt um 50 prósent. Forskot hennar jókst reyndar örlítið eftir kappræður þeirra á sunnudagskvöldið var. Staða Clinton er hins vegar mun verri þegar skoðanakannanir frá Iowa og New Hampshire eru skoðaðar, lykilríkjunum tveimur sem velja sér frambjóðendur innan fárra vikna. Í Iowa mælist Clinton að vísu með forskot, 46,8 prósenta fylgi á móti 42,8 prósenta fylgi Sanders. En í New Hampshire mælist Sanders með 49 prósenta fylgi, en Clinton aðeins með 41,5 prósent. Veruleg spenna er því að færast í leikinn hjá demókrötum, nú þegar alvaran er að hefjast.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent