Þættirnir segja frá líkfundi í íslenskum bæ í þann mund sem óveður skellur og lamar allar samgöngur. Það gerir það að verkum að íbúarnir eru veðurtepptir í bænum á meðan rannsóknin stendur yfir. Þeir eru sýndir á RÚV á sunnudagskvöldum og er þátturinn í kvöld númer sex af tíu.
Nokkur stök tíst og umræðuna alla má sjá hér að neðan.
Pálmi leikur víst öll áhættuatriði og lík sjálfur #ófærð
— Árni Helgason (@arnih) January 31, 2016
Mjög trúverðugt að slydda valdi því að ekki sé fært frá RVK í viku... #ófærð
— Helgi Héðins (@Helgihed) January 31, 2016
Áðan var Dagur þjóðhetja, núna er hann hataður vegna þess að dagskránni hefur seinkað #ófærð
— Bergþór Jónsson (@beggidotcom) January 31, 2016
Ég vona að Trausti fái sitt pláss í þætti kvöldsins. Hann var hundsaður síðast. #ófærð
— Trausti Sigurður (@Traustisig) January 31, 2016
Af hverju heita íslenskir leikarar ekki bara sínum eigin nöfnum alltaf í þáttum og myndum? Ekki séns að ég muni að Pálmi eigi að heita Hrafn
— Silja Rán Guðmundsd (@siljarg) January 31, 2016