Eva steig og stokk og flutti lagið Gæti verið verra úr söngleiknum Grease og negldi hverja einustu nótu eins og hún væri smiður.
Marta María var ekki lengi að þrýsta á sjálfan gullhnappinn, sem sendir þátttakendur beint í undanúrslit, þegar Eva hafði lokið flutningi sínum.
„Það er fædd stjarna hérna. Hún þarf að komast alla leið. Það var bara ekki annað hægt en að ýta á þennan gullhnapp,“ sagði dolfallin Marta.
Flutning Evu má sjá hér að neðan