Það var Bubbi sem lagði Þórunni Antoníu í einelti Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. febrúar 2016 11:55 Bubbi hefur stigið fram. Það var hann sem gerði Þórunni lífið leitt. vísir/andri Marinó Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens gengst við því að vera sá sem Þórunn Antonía söngkona segir að hafi lagt sig í einelti á meðan fyrstu þáttaröð af Ísland Got Talent stóð yfir. Hann biður hana afsökunar í löngum pistli á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist þegar hafa áður beðið hana afsökunar í tvígang. Bubbi, sem var meðdómari hennar í þáttunum vinsælu, segir að um hafi verið að ræða tvö tilvik sem einkenndust af asnaskap og fíflagangi. Í annað skipti hafi verið um að ræða „asnalega athugasemd“ sem átti að vera brandari um hvort Þórunn eða Auðunn Blöndal, sem var kynnir þáttanna, yrði betra foreldri. Bubbi sagðist telja Auðunn vera það en á þessum tíma var Þórunn ólétt.Sjá einnig viðtalið við Þórunni Antoníu: Mér fannst ég einskis virðiSjálfur segist Bubbi ekki hafa vitað af því þegar þessi brandari var sagður. Hann hafi á sama tíma sagt að „skemmtiiðnaðurinn væri ekki hrifin að hafa ófrískar konur á skjánum“ en ítrekar að þetta hafi verið sagt við aðstæður þar sem fólk var að „hlæja og fíflast.“ Bubbi segir Þorgerði Katrínu hafa þá upplýst sig um að Þórunn hafi verið ólétt og að sú síðarnefnda hafi tekið þessi ummæli hans nærri sér.Bubbi segist hafa barist gegn því að Þórunni Antoníu yrði skipt út fyrir Selmu Björnsdóttur.Síðara atvikið hafi lýst sér í því, eins og Þórunn greinir frá í viðtali sínu við Fréttablaðið í morgun, að Bubbi hafi kastað að henni súkkulaðimolum þegar þau voru að fíflast á leið í upptöku. Hann segist hafa skrifað henni bréf í kjölfarið eftir að hann hafði fengið veður af því að Þórunn hafi tekið atvikið nærri sér. Þá bætir hann við að hann hafi barist fyrir því að hún fengi að vera áfram með í þáttunum, en eins og kunnugt er var Þórunni skipt út fyrir söngkonuna Selmu Björnsdóttur sem tók sæti hennar í dómarakvartettnum. „Mér þykir það afskaplega leiðinlegt að hún hafi upplifað samskipti okkar á þennan máta,“ segir Bubbi og vonast til að samstarfsfólk þeirra geti vitnað til um það. Hann segir málið allt undirstrika hvað fólk getur upplifað hluti með mismunandi hætti og að hann hefði aldrei sagt „þennan misheppnaða brandara“ hefði hann vitað að Þórunn væri þunguð. „Þá er ég búin að biðja Þórunni afsökunar á þessu í tvígang og hér með í þriðja sinn,“ segir Bubbi, fullur iðrunar. Ísland Got Talent Tengdar fréttir Mér fannst ég einskis virði Þórunn Antonía Magnúsdóttir leggur sig fram við að fletta ofan af glansmyndunum, sem kaffæra samfélagið, á síðunni Góða systir. Henni finnst siðferðisleg skylda sín að tala um sligandi þunglyndið, óvæntan atvinnumissinn á meðgöng 6. febrúar 2016 07:00 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Fleiri fréttir 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens gengst við því að vera sá sem Þórunn Antonía söngkona segir að hafi lagt sig í einelti á meðan fyrstu þáttaröð af Ísland Got Talent stóð yfir. Hann biður hana afsökunar í löngum pistli á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist þegar hafa áður beðið hana afsökunar í tvígang. Bubbi, sem var meðdómari hennar í þáttunum vinsælu, segir að um hafi verið að ræða tvö tilvik sem einkenndust af asnaskap og fíflagangi. Í annað skipti hafi verið um að ræða „asnalega athugasemd“ sem átti að vera brandari um hvort Þórunn eða Auðunn Blöndal, sem var kynnir þáttanna, yrði betra foreldri. Bubbi sagðist telja Auðunn vera það en á þessum tíma var Þórunn ólétt.Sjá einnig viðtalið við Þórunni Antoníu: Mér fannst ég einskis virðiSjálfur segist Bubbi ekki hafa vitað af því þegar þessi brandari var sagður. Hann hafi á sama tíma sagt að „skemmtiiðnaðurinn væri ekki hrifin að hafa ófrískar konur á skjánum“ en ítrekar að þetta hafi verið sagt við aðstæður þar sem fólk var að „hlæja og fíflast.“ Bubbi segir Þorgerði Katrínu hafa þá upplýst sig um að Þórunn hafi verið ólétt og að sú síðarnefnda hafi tekið þessi ummæli hans nærri sér.Bubbi segist hafa barist gegn því að Þórunni Antoníu yrði skipt út fyrir Selmu Björnsdóttur.Síðara atvikið hafi lýst sér í því, eins og Þórunn greinir frá í viðtali sínu við Fréttablaðið í morgun, að Bubbi hafi kastað að henni súkkulaðimolum þegar þau voru að fíflast á leið í upptöku. Hann segist hafa skrifað henni bréf í kjölfarið eftir að hann hafði fengið veður af því að Þórunn hafi tekið atvikið nærri sér. Þá bætir hann við að hann hafi barist fyrir því að hún fengi að vera áfram með í þáttunum, en eins og kunnugt er var Þórunni skipt út fyrir söngkonuna Selmu Björnsdóttur sem tók sæti hennar í dómarakvartettnum. „Mér þykir það afskaplega leiðinlegt að hún hafi upplifað samskipti okkar á þennan máta,“ segir Bubbi og vonast til að samstarfsfólk þeirra geti vitnað til um það. Hann segir málið allt undirstrika hvað fólk getur upplifað hluti með mismunandi hætti og að hann hefði aldrei sagt „þennan misheppnaða brandara“ hefði hann vitað að Þórunn væri þunguð. „Þá er ég búin að biðja Þórunni afsökunar á þessu í tvígang og hér með í þriðja sinn,“ segir Bubbi, fullur iðrunar.
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Mér fannst ég einskis virði Þórunn Antonía Magnúsdóttir leggur sig fram við að fletta ofan af glansmyndunum, sem kaffæra samfélagið, á síðunni Góða systir. Henni finnst siðferðisleg skylda sín að tala um sligandi þunglyndið, óvæntan atvinnumissinn á meðgöng 6. febrúar 2016 07:00 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Fleiri fréttir 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Sjá meira
Mér fannst ég einskis virði Þórunn Antonía Magnúsdóttir leggur sig fram við að fletta ofan af glansmyndunum, sem kaffæra samfélagið, á síðunni Góða systir. Henni finnst siðferðisleg skylda sín að tala um sligandi þunglyndið, óvæntan atvinnumissinn á meðgöng 6. febrúar 2016 07:00