Vill að Landsbankinn biðji um Borgunarpeningana Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. febrúar 2016 15:55 Elín segir Borgunarmáið „alveg ótrúlegt klúður og með ólíkindum að bankinn skuli hafa staðið að málum eins og raun ber vitni“. Vísir/Daníel Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokks, spurði að því á þingi í morgun hvers vegna Landsbankinn fari ekki fram á að þeir sem keyptu Borgun af bankanum skili þeim hagnaði sem verður til vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa í Evrópu. „Væri það ekki hið eina rétta og sanna niðurstaða í þessu máli að hluthafahópurinn mundi einfaldlega endurgreiða bankanum þá peninga sem með réttu hefðu átt að koma í hans hlut og bæta þannig almenningi þennan skaða?“ spurði hún eftir að hafa rifjað upp sögu frá því að hún var ung stúlka með sparisjóðsbók í Landsbankanum Austurstræti sem fékk of mikið þegar hún tók út af bókinni eitt sinn. „Þegar ég kom heim með peningaumslagið var hringt úr bankanum og mér tjáð að þeir hefðu gert mistök, ég hefði fengið of mikið af peningum í minn hlut og ég var beðin um að koma strax og skila þeim. Það fannst mér alveg sjálfsagt mál og fór undir eins í bankann og skilaði peningunum.“ Elín sagði að henni hefði dottið þessi saga úr æsku sinni í hug þegar Borgunarmálið kom upp „sem er alveg ótrúlegt klúður og með ólíkindum að bankinn skuli hafa staðið að málum eins og raun ber vitni“, eins og hún orðaði það í ræðu sinni. Sagði hún að söluferlið ætti að vera galopið og gegnsætt þegar eignir ríkisins eða ríkisbanka væru annars vegar og gagnrýndi að ekki hafi verið gerður fyrirvari í samningi við nýja eigendur Borgunar um hugsanlega yfirtöku Visa á Visa Europe, líkt og gert var varðandi hlut Landsbankans í Valitor þegar hann var seldur Arion banka. „Hvers vegna fer bankinn ekki fram á að peningnum verði skilað vegna þeirra mistaka, eins og forðum?“ spurði hún. Að lokum sagði Elín að henni þætti rétt að Bankasýslan léti fara fram óháða rannsókn á Borgunarsölunni sem fyrst. Borgunarmálið Stjórnmálavísir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokks, spurði að því á þingi í morgun hvers vegna Landsbankinn fari ekki fram á að þeir sem keyptu Borgun af bankanum skili þeim hagnaði sem verður til vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa í Evrópu. „Væri það ekki hið eina rétta og sanna niðurstaða í þessu máli að hluthafahópurinn mundi einfaldlega endurgreiða bankanum þá peninga sem með réttu hefðu átt að koma í hans hlut og bæta þannig almenningi þennan skaða?“ spurði hún eftir að hafa rifjað upp sögu frá því að hún var ung stúlka með sparisjóðsbók í Landsbankanum Austurstræti sem fékk of mikið þegar hún tók út af bókinni eitt sinn. „Þegar ég kom heim með peningaumslagið var hringt úr bankanum og mér tjáð að þeir hefðu gert mistök, ég hefði fengið of mikið af peningum í minn hlut og ég var beðin um að koma strax og skila þeim. Það fannst mér alveg sjálfsagt mál og fór undir eins í bankann og skilaði peningunum.“ Elín sagði að henni hefði dottið þessi saga úr æsku sinni í hug þegar Borgunarmálið kom upp „sem er alveg ótrúlegt klúður og með ólíkindum að bankinn skuli hafa staðið að málum eins og raun ber vitni“, eins og hún orðaði það í ræðu sinni. Sagði hún að söluferlið ætti að vera galopið og gegnsætt þegar eignir ríkisins eða ríkisbanka væru annars vegar og gagnrýndi að ekki hafi verið gerður fyrirvari í samningi við nýja eigendur Borgunar um hugsanlega yfirtöku Visa á Visa Europe, líkt og gert var varðandi hlut Landsbankans í Valitor þegar hann var seldur Arion banka. „Hvers vegna fer bankinn ekki fram á að peningnum verði skilað vegna þeirra mistaka, eins og forðum?“ spurði hún. Að lokum sagði Elín að henni þætti rétt að Bankasýslan léti fara fram óháða rannsókn á Borgunarsölunni sem fyrst.
Borgunarmálið Stjórnmálavísir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira