Byrjum á að mynda þríhyrning í salnum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. febrúar 2016 11:00 Hanna Dóra í góðum félagsskap þeirra Kjartans, Ármanns og Sigurðar Ingva sem mynda Chalumeaux-tríóið. Mynd/Úr einkasafni Á hádegistónleikum Chalumeaux-tríósins og Hönnu Dóru Sturludóttur messósóprans í Hátíðasal Háskóla Íslands í dag verður frumflutt verk eftir Jónas Tómasson tónskáld. „Ég tel mig geta sagt að efnisskráin sé áhugaverð og skemmtileg,“ segir Ármann Helgason, einn þeirra sem mynda Chalumeaux-tríóið. Hinir eru Kjartan Óskarsson og Sigurður Ingvi Snorrason. „Við þremenningarnir byrjum á að mynda þríhyrning í salnum meðan við flytjum Mörsug, verkið hans Hjálmars H. Ragnarssonar, og sameinumst svo á sviðinu þar sem Hanna Dóra bætist í hópinn,“ lýsir Ármann. Hann segir andstæður ríkja í hinu nýja tónverki Jónasar við Maríuversið Alma Redemptoris Mater, og þar verði styttri klarínetturnar notaðar. „Við erum með allar gerðir af klarínettum, heilmiklar pípulagnir,“ segir Ármann glaðlega og lofar litríkum tónum. Auk fyrrgreindra verka Ísfirðinganna Hjálmars og Jónasar flytur hópurinn verkið Trio trionfante eftir Pál P. Pálsson sem var sérstaklega samið fyrir Chalumeaux-tríóið árið 2002, einnig fjögur kóralforspil eftir Johann Sebastian Bach og Vögguvísur kattarins eftir Igor Stravinsky, verk sem byggist á þjóðlögum úr safni rússnesks þjóðlagasafnara. Það er oftast sungið á rússnesku en verður nú á þýsku. Tónleikarnir hefjast klukkan 12.30 í dag í Hátíðasal háskólans. Enginn aðgangseyrir er að þeim og allir eru velkomnir. Menning Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Á hádegistónleikum Chalumeaux-tríósins og Hönnu Dóru Sturludóttur messósóprans í Hátíðasal Háskóla Íslands í dag verður frumflutt verk eftir Jónas Tómasson tónskáld. „Ég tel mig geta sagt að efnisskráin sé áhugaverð og skemmtileg,“ segir Ármann Helgason, einn þeirra sem mynda Chalumeaux-tríóið. Hinir eru Kjartan Óskarsson og Sigurður Ingvi Snorrason. „Við þremenningarnir byrjum á að mynda þríhyrning í salnum meðan við flytjum Mörsug, verkið hans Hjálmars H. Ragnarssonar, og sameinumst svo á sviðinu þar sem Hanna Dóra bætist í hópinn,“ lýsir Ármann. Hann segir andstæður ríkja í hinu nýja tónverki Jónasar við Maríuversið Alma Redemptoris Mater, og þar verði styttri klarínetturnar notaðar. „Við erum með allar gerðir af klarínettum, heilmiklar pípulagnir,“ segir Ármann glaðlega og lofar litríkum tónum. Auk fyrrgreindra verka Ísfirðinganna Hjálmars og Jónasar flytur hópurinn verkið Trio trionfante eftir Pál P. Pálsson sem var sérstaklega samið fyrir Chalumeaux-tríóið árið 2002, einnig fjögur kóralforspil eftir Johann Sebastian Bach og Vögguvísur kattarins eftir Igor Stravinsky, verk sem byggist á þjóðlögum úr safni rússnesks þjóðlagasafnara. Það er oftast sungið á rússnesku en verður nú á þýsku. Tónleikarnir hefjast klukkan 12.30 í dag í Hátíðasal háskólans. Enginn aðgangseyrir er að þeim og allir eru velkomnir.
Menning Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning