Ekkert dómaralag í úrslitum Söngvakeppninnar Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2016 11:58 Frá seinna undankvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins í Háskólabíó í gærkvöldi. Vísir/Pressphotos.biz Ekkert dómaralag verður í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins næstkomandi laugardag. Seinna undankvöldið fór fram í Háskólabíó í gærkvöldi en þar völdu áhorfendur lögin Augnablik, Á ný og Spring yfir heiminn í úrslitin. Á fyrra undankvöldinu voru lögin Raddir, Hugur minn er og Óstöðvandi valin í úrslitin. Sex lög keppa því til úrslita en í reglum Söngvakeppninnar kemur fram að sérstök dómnefnd, sem skipuð er af Ríkisútvarpinu, hafi möguleika á að hleypa sjöunda laginu áfram í úrslitin, telji hún það eiga sérstakt erindi þangað. Það varð hins vegar ekki raunin að sögn Heru Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar. „Ef það hefði verið valið, þá hefði það verið tilkynnt í gær. Það var í raun og veru ekki talin ástæða til að velja það. Það mun standa svona að það verða sex lög sem keppa í úrslitunum,“ segir Hera.Leggja lokahönd á val dómnefndar Hún segir RÚV vera að leggja lokahönd á val dómnefndarinnar sem mun hafa fimmtíu prósenta vægi á móti símakosningu almennings á úrslitakvöldinu. Tvö efstu lögin, sem hljóta flest atkvæði frá dómnefnd og almenningi, mætast svo í einvígi þar sem hrein símakosning almennings ræður því hvort þeirra verður framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, sem fer fram í Stokkhólmi í Svíþjóð í maí næstkomandi.Í reglum Söngvakeppninnar kemur fram að RÚV skipar fimm manna dómnefnd sem starfar aðeins á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Í henni mun sitja fagfólk sem sérhæfingu á sviði tónlistar, svo sem laga- eða textahöfundar, söngvarar, upptökustjórar, plötusnúðar eða aðrir sem hafa atvinnu af tónlist eða tónlistarsköpun. Skal gæta jafnvægi í kynjahlutföllum, aldri og bakgrunni þeirra sem sitja í dómnefnd.Fresturinn rann út í gærkvöldi Þá kemur fram að fulltrúar í dómnefnd megi ekki hafa náin tengsl við höfunda eða flytjendur og ekki hafna unnið að gerð þeirra laga sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni. Þá kemur fram í reglum Söngvakeppninnar að nöfn dómnefndarmanna skuli verða gerð opinber í síðasta lagi viku fyrir úrslitakvöldið en fresturinn rann út í gærkvöldi.Niðurstöður dómnefndar og símakosningar gerðar opinberar Hera segir nöfn dómnefndarmanna eiga að liggja fyrir annað hvort á mánudag eða þriðjudag en verið sé að gera örlitla breytingu á fyrirkomulagi dómnefndarinnar. Í fyrra var voru nöfn dómnefndarinnar opinberuð í fyrsta skiptið í Söngvakeppninni og þá voru einnig niðurstöður hennar og símakosningarinnar gerðar opinberar. Hera segir sama fyrirkomulag verða í ár. Í fyrra valdi dómnefndin Milljón augnablik í flutningi Hauks Heiðars Haukssonar í úrslit Söngvakeppninnar. 2014 valdi dómnefndin lagið Lífið kviknar á ný í flutningi Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur í úrslitin. Bæði lög voru eftir Karl Olgeirsson. Eurovision Tengdar fréttir Högni og Glowie stálu senunni með All Out of Luck og Selma Björns elskaði það Söngkonan fór að hágráta ein heima í sófa þegar hún heyrði flutninginn. 13. febrúar 2016 22:58 Söngvakeppnin brýtur eigin reglur Nöfn dómnefndarmanna áttu að vera opinber viku fyrir úrslitin - Leynidómnefndin sem valdi lag í úrslitin fæst ekki opinberuð. 9. febrúar 2015 11:00 Raddirnar, Óstöðvandi og Hugur minn er áfram í Söngvakeppninni Þrjú lög komust áfram í Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. 6. febrúar 2016 21:45 Fréttaskýring: Saga einvíga í Söngvakeppni Sjónvarpsins Einvígin voru sett á eftir umdeild úrslit árið 2012. 14. febrúar 2015 12:00 Þessi lög komust áfram í úrslit Söngvakeppninnar Augnablik, Á ný og Spring yfir heiminn. 13. febrúar 2016 21:44 Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Ekkert dómaralag verður í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins næstkomandi laugardag. Seinna undankvöldið fór fram í Háskólabíó í gærkvöldi en þar völdu áhorfendur lögin Augnablik, Á ný og Spring yfir heiminn í úrslitin. Á fyrra undankvöldinu voru lögin Raddir, Hugur minn er og Óstöðvandi valin í úrslitin. Sex lög keppa því til úrslita en í reglum Söngvakeppninnar kemur fram að sérstök dómnefnd, sem skipuð er af Ríkisútvarpinu, hafi möguleika á að hleypa sjöunda laginu áfram í úrslitin, telji hún það eiga sérstakt erindi þangað. Það varð hins vegar ekki raunin að sögn Heru Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar. „Ef það hefði verið valið, þá hefði það verið tilkynnt í gær. Það var í raun og veru ekki talin ástæða til að velja það. Það mun standa svona að það verða sex lög sem keppa í úrslitunum,“ segir Hera.Leggja lokahönd á val dómnefndar Hún segir RÚV vera að leggja lokahönd á val dómnefndarinnar sem mun hafa fimmtíu prósenta vægi á móti símakosningu almennings á úrslitakvöldinu. Tvö efstu lögin, sem hljóta flest atkvæði frá dómnefnd og almenningi, mætast svo í einvígi þar sem hrein símakosning almennings ræður því hvort þeirra verður framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, sem fer fram í Stokkhólmi í Svíþjóð í maí næstkomandi.Í reglum Söngvakeppninnar kemur fram að RÚV skipar fimm manna dómnefnd sem starfar aðeins á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Í henni mun sitja fagfólk sem sérhæfingu á sviði tónlistar, svo sem laga- eða textahöfundar, söngvarar, upptökustjórar, plötusnúðar eða aðrir sem hafa atvinnu af tónlist eða tónlistarsköpun. Skal gæta jafnvægi í kynjahlutföllum, aldri og bakgrunni þeirra sem sitja í dómnefnd.Fresturinn rann út í gærkvöldi Þá kemur fram að fulltrúar í dómnefnd megi ekki hafa náin tengsl við höfunda eða flytjendur og ekki hafna unnið að gerð þeirra laga sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni. Þá kemur fram í reglum Söngvakeppninnar að nöfn dómnefndarmanna skuli verða gerð opinber í síðasta lagi viku fyrir úrslitakvöldið en fresturinn rann út í gærkvöldi.Niðurstöður dómnefndar og símakosningar gerðar opinberar Hera segir nöfn dómnefndarmanna eiga að liggja fyrir annað hvort á mánudag eða þriðjudag en verið sé að gera örlitla breytingu á fyrirkomulagi dómnefndarinnar. Í fyrra var voru nöfn dómnefndarinnar opinberuð í fyrsta skiptið í Söngvakeppninni og þá voru einnig niðurstöður hennar og símakosningarinnar gerðar opinberar. Hera segir sama fyrirkomulag verða í ár. Í fyrra valdi dómnefndin Milljón augnablik í flutningi Hauks Heiðars Haukssonar í úrslit Söngvakeppninnar. 2014 valdi dómnefndin lagið Lífið kviknar á ný í flutningi Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur í úrslitin. Bæði lög voru eftir Karl Olgeirsson.
Eurovision Tengdar fréttir Högni og Glowie stálu senunni með All Out of Luck og Selma Björns elskaði það Söngkonan fór að hágráta ein heima í sófa þegar hún heyrði flutninginn. 13. febrúar 2016 22:58 Söngvakeppnin brýtur eigin reglur Nöfn dómnefndarmanna áttu að vera opinber viku fyrir úrslitin - Leynidómnefndin sem valdi lag í úrslitin fæst ekki opinberuð. 9. febrúar 2015 11:00 Raddirnar, Óstöðvandi og Hugur minn er áfram í Söngvakeppninni Þrjú lög komust áfram í Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. 6. febrúar 2016 21:45 Fréttaskýring: Saga einvíga í Söngvakeppni Sjónvarpsins Einvígin voru sett á eftir umdeild úrslit árið 2012. 14. febrúar 2015 12:00 Þessi lög komust áfram í úrslit Söngvakeppninnar Augnablik, Á ný og Spring yfir heiminn. 13. febrúar 2016 21:44 Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Högni og Glowie stálu senunni með All Out of Luck og Selma Björns elskaði það Söngkonan fór að hágráta ein heima í sófa þegar hún heyrði flutninginn. 13. febrúar 2016 22:58
Söngvakeppnin brýtur eigin reglur Nöfn dómnefndarmanna áttu að vera opinber viku fyrir úrslitin - Leynidómnefndin sem valdi lag í úrslitin fæst ekki opinberuð. 9. febrúar 2015 11:00
Raddirnar, Óstöðvandi og Hugur minn er áfram í Söngvakeppninni Þrjú lög komust áfram í Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. 6. febrúar 2016 21:45
Fréttaskýring: Saga einvíga í Söngvakeppni Sjónvarpsins Einvígin voru sett á eftir umdeild úrslit árið 2012. 14. febrúar 2015 12:00
Þessi lög komust áfram í úrslit Söngvakeppninnar Augnablik, Á ný og Spring yfir heiminn. 13. febrúar 2016 21:44