Zika-veiran: „Höfum fleiri spurningar en svör“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2016 15:27 Brasilískar mæður með börn sín sem fæðst hafa með dverghöfuð. vísir/getty „Zika-veiran er ný fyrir okkur og við höfum fleiri spurningar en svör akkúrat núna. Þá er hópur vísindamanna við rannsóknir í Brasilíu sem eru að reyna að skilja allt sem þeir geta í tengslum við þennan sjúkdóm. Við vissum að zika-veiran væri til en enginn hafði fengist við hana þar sem hennar hefur hingað til aðeins gætt í Afríku.“ Þetta segir Margareth Capurro, prófessor við háskólann í Sao Paolo í Brasilíu, í samtali við sjónvarpsstöðina Al Jazeera en ítarlega er fjallað um veiruna í þættinum Talk to Al Jazeera á vef stöðvarinnar í dag. Zika-veiran hefur breiðst út um heiminn síðustu vikur en í Brasilíu er verið að kanna hvort að tengsl séu á milli veirunnar og fæðingargalla sem kallast dverghöfuð. Mun fleiri börn með dverghöfuð hafa fæðst undanfarið í Brasilíu en venja er en veiran berst með moskítóflugum. Þungaðar konur hafa því verið varaðar við því að ferðast til Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst út um álfuna. Dverghöfuð, sem er ólæknandi, veldur því að heili barna þroskast ekki sem skyldi og hefur því áhrif á þroska þeirra og heilsu. Mörg barnanna sem fæðst hafa með dverghöfuð í Brasilíu koma úr fátækum fjölskyldum sem eiga erfitt með að kaupa nauðsynleg lyf. Ríkisstjórnin hefur lofað að aðstoða fjölskyldurnar fjárhagslega en betur má ef duga skal. „Lyfin eru dýr og ríkisstjórnin er ekki að gera neitt. Dóttir mín þarf að taka mörg lyf svo ég hef hætt að borga reikningana til að hafa efni á þeim,“ segir Nadja Bezeera, móðir stúlku með dverghöfuð. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna zika-veirunnar. Hún dreifir sér hratt og víða og óttast er að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af henni. Biðin eftir bóluefni kann að verða nokkur enda tekur það tíma að fá slík efni samþykkt frá þar tilbærum yfirvöldum. Zíka Tengdar fréttir Á fjórða þúsund þungaðar konur með Zika Ekkert lát virðist á útbreiðslu Zika-veirunnar. 6. febrúar 2016 23:16 Þrjú dauðsföll rakin til Zika-veirunnar Fyrstu dauðsföllin tengd veirunni. 5. febrúar 2016 21:32 Landlæknir: Karlmenn noti smokka eftir ferðalag til Mið- og Suður-Ameríku Landlæknir hefur gefið út leiðbeiningar um varnir gegn Zika-veiru. 10. febrúar 2016 15:15 Hvað er Zika? Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna Zika-veirunnar. En hvað er Zika og hvaða afleiðingar getur hún haft? 4. febrúar 2016 10:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Fleiri fréttir Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Sjá meira
„Zika-veiran er ný fyrir okkur og við höfum fleiri spurningar en svör akkúrat núna. Þá er hópur vísindamanna við rannsóknir í Brasilíu sem eru að reyna að skilja allt sem þeir geta í tengslum við þennan sjúkdóm. Við vissum að zika-veiran væri til en enginn hafði fengist við hana þar sem hennar hefur hingað til aðeins gætt í Afríku.“ Þetta segir Margareth Capurro, prófessor við háskólann í Sao Paolo í Brasilíu, í samtali við sjónvarpsstöðina Al Jazeera en ítarlega er fjallað um veiruna í þættinum Talk to Al Jazeera á vef stöðvarinnar í dag. Zika-veiran hefur breiðst út um heiminn síðustu vikur en í Brasilíu er verið að kanna hvort að tengsl séu á milli veirunnar og fæðingargalla sem kallast dverghöfuð. Mun fleiri börn með dverghöfuð hafa fæðst undanfarið í Brasilíu en venja er en veiran berst með moskítóflugum. Þungaðar konur hafa því verið varaðar við því að ferðast til Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst út um álfuna. Dverghöfuð, sem er ólæknandi, veldur því að heili barna þroskast ekki sem skyldi og hefur því áhrif á þroska þeirra og heilsu. Mörg barnanna sem fæðst hafa með dverghöfuð í Brasilíu koma úr fátækum fjölskyldum sem eiga erfitt með að kaupa nauðsynleg lyf. Ríkisstjórnin hefur lofað að aðstoða fjölskyldurnar fjárhagslega en betur má ef duga skal. „Lyfin eru dýr og ríkisstjórnin er ekki að gera neitt. Dóttir mín þarf að taka mörg lyf svo ég hef hætt að borga reikningana til að hafa efni á þeim,“ segir Nadja Bezeera, móðir stúlku með dverghöfuð. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna zika-veirunnar. Hún dreifir sér hratt og víða og óttast er að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af henni. Biðin eftir bóluefni kann að verða nokkur enda tekur það tíma að fá slík efni samþykkt frá þar tilbærum yfirvöldum.
Zíka Tengdar fréttir Á fjórða þúsund þungaðar konur með Zika Ekkert lát virðist á útbreiðslu Zika-veirunnar. 6. febrúar 2016 23:16 Þrjú dauðsföll rakin til Zika-veirunnar Fyrstu dauðsföllin tengd veirunni. 5. febrúar 2016 21:32 Landlæknir: Karlmenn noti smokka eftir ferðalag til Mið- og Suður-Ameríku Landlæknir hefur gefið út leiðbeiningar um varnir gegn Zika-veiru. 10. febrúar 2016 15:15 Hvað er Zika? Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna Zika-veirunnar. En hvað er Zika og hvaða afleiðingar getur hún haft? 4. febrúar 2016 10:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Fleiri fréttir Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Sjá meira
Á fjórða þúsund þungaðar konur með Zika Ekkert lát virðist á útbreiðslu Zika-veirunnar. 6. febrúar 2016 23:16
Landlæknir: Karlmenn noti smokka eftir ferðalag til Mið- og Suður-Ameríku Landlæknir hefur gefið út leiðbeiningar um varnir gegn Zika-veiru. 10. febrúar 2016 15:15
Hvað er Zika? Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna Zika-veirunnar. En hvað er Zika og hvaða afleiðingar getur hún haft? 4. febrúar 2016 10:00
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent