Alltaf gaman að taka lagið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. febrúar 2016 10:00 Ásrún er lengst til hægri, hinar eru Sibylle Köll söngstjóri og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari sem munu kynna nemendaóperuna í dag. Vísir/Ernir „Það verður opið hús hjá okkur milli tvö og fimm og margt á dagskránni, allt frítt,“ segir Ásrún Davíðsdóttir, aðstoðarskólastjóri Söngskólans í Reykjavík og lýsir nánar því sem framundan er. „Við verðum með sex stutta einsöngstónleika, þar verða ljóð, aríur, söngleikjamúsík og dagskrá helguð Mozart, svo nokkuð sé nefnt. Einnig verða sýnishorn úr nemendaóperunni Töfraheimur prakkarans eftir Ravel, sem var sýnd tvívegis í Hörpu um síðustu helgi við góðar undirtektir og unglingadeildin treður upp með atriði úr Kalla og sælgætisgerðinni eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Svo ætlar Garðar Cortes sjálfur að stjórna fjöldasöng sem allir geta tekið þátt í. Þar verða lög tengd árstímanum í hávegum höfð og fólki verður kennt að syngja Tyrkjamessu sem nemendur úr unglingadeild skólans verða forsöngvarar í. Það er alltaf gaman að taka lagið.“ Á milli tónleikanna geta gestir dreypt á súkkulaði, kaffi og gosdrykkjum og borðað nýsteiktar kleinur, að sögn Ásrúnar sem segir alla velkomna meðan húsrúm leyfi, bæði til þátttöku og áheyrnar. Menning Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Það verður opið hús hjá okkur milli tvö og fimm og margt á dagskránni, allt frítt,“ segir Ásrún Davíðsdóttir, aðstoðarskólastjóri Söngskólans í Reykjavík og lýsir nánar því sem framundan er. „Við verðum með sex stutta einsöngstónleika, þar verða ljóð, aríur, söngleikjamúsík og dagskrá helguð Mozart, svo nokkuð sé nefnt. Einnig verða sýnishorn úr nemendaóperunni Töfraheimur prakkarans eftir Ravel, sem var sýnd tvívegis í Hörpu um síðustu helgi við góðar undirtektir og unglingadeildin treður upp með atriði úr Kalla og sælgætisgerðinni eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Svo ætlar Garðar Cortes sjálfur að stjórna fjöldasöng sem allir geta tekið þátt í. Þar verða lög tengd árstímanum í hávegum höfð og fólki verður kennt að syngja Tyrkjamessu sem nemendur úr unglingadeild skólans verða forsöngvarar í. Það er alltaf gaman að taka lagið.“ Á milli tónleikanna geta gestir dreypt á súkkulaði, kaffi og gosdrykkjum og borðað nýsteiktar kleinur, að sögn Ásrúnar sem segir alla velkomna meðan húsrúm leyfi, bæði til þátttöku og áheyrnar.
Menning Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira