Ákvörðun um formannskjör og landsfund tekin síðdegis Heimir Már Pétursson skrifar 10. febrúar 2016 14:38 Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kemur saman síðdegis þar sem framkvæmdastjóri flokksins reiknar með að tekin verði ákvörðun um hvort flýta eigi landsfundi flokksins og formannskjöri. Mikill skriður hefur komist á umræður innan Samfylkingarinnar um þessi mál frá því Ólína Þorvarðardóttir þingmaður flokksins lýsti því yfir á Facebook síðu Samfylkingarinnar og síðan í fréttum Stöðvar tvö á þriðjudag í síðustu viku, að hún vildi ekki hugsa þá hugsun til enda hver framtíð flokksins yrði ef landsfundi og formannskjöri yrði ekki flýtt. Ljóst er að Árni Páll Árnason formaður á mjög á brattan að sækja að minnsta kosti innan þingflokksins og sjálfur hefur hann sagt að umboð hans sé veikt eftir að hann vann formannskjör á síðasta landsfundi með aðeins eins atkvæðis meirihluta eftir óvænt mótframboð Sigríðar Ingibjargar Ingadóttir þingmanns.Vonast eftir niðurstöðu í dag Kristján Guy Burgess framkvæmdastjóri flokksins og Sema Erla Serdar formaður framkvæmdastjórnar fengu það verkefni eftir fundarhöld í síðustu viku að koma með sviðsmyndir um hvernig flokkurinn geti brugðist við vaxandi kröfu innan flokksins um að flýta landsfundi og formannskjöri. Niðurstaða þeirra var kynnt á stjórnarfundi í flokknum í gær. „Hún ræddi þessi mál og stöðuna sem er uppi. Svo gerir hún bara grein fyrir því í framkvæmdastjórn í dag sem tekur ákvörðun,“ segir Kristján Guy. Þótt ekkert sé hægt að segja fyrirfram þá þá vonist menn að fundurinn í dag geti komist að niðurstöðu. Lög flokksins eru þannig að flókið getur verið að flýta landsfundi með öllum hans skyldurm og hlutverkum, en fundurinn hefur verið áætlaður í janúar eða febrúar. Hins vegar er Samfylkingin ein flokka með það í lögum að formaður skuli alla jafna kosinn í almennri atkvæðagreiðslu innan flokksins og þá í aðdraganda landsfundar.Núvarandi staða óviðunandi Það er almenn skoðun innan flokksins að ekki sé hægt að una við núverandi stöðu, hvorki formannsins vegna né flokksins, öllu lengur. Flokkurinn þurfi að geta einbeitt sér að framtíðinni nú þegar rúmt ár sé til kosninga. „Það er markmiðið, að leita leiða þar sem að flokkurinn getur komið saman og flokksmenn stefnt samaneinaðir fram á við,“ segir Kristján Guy Burgess. Alþingi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kemur saman síðdegis þar sem framkvæmdastjóri flokksins reiknar með að tekin verði ákvörðun um hvort flýta eigi landsfundi flokksins og formannskjöri. Mikill skriður hefur komist á umræður innan Samfylkingarinnar um þessi mál frá því Ólína Þorvarðardóttir þingmaður flokksins lýsti því yfir á Facebook síðu Samfylkingarinnar og síðan í fréttum Stöðvar tvö á þriðjudag í síðustu viku, að hún vildi ekki hugsa þá hugsun til enda hver framtíð flokksins yrði ef landsfundi og formannskjöri yrði ekki flýtt. Ljóst er að Árni Páll Árnason formaður á mjög á brattan að sækja að minnsta kosti innan þingflokksins og sjálfur hefur hann sagt að umboð hans sé veikt eftir að hann vann formannskjör á síðasta landsfundi með aðeins eins atkvæðis meirihluta eftir óvænt mótframboð Sigríðar Ingibjargar Ingadóttir þingmanns.Vonast eftir niðurstöðu í dag Kristján Guy Burgess framkvæmdastjóri flokksins og Sema Erla Serdar formaður framkvæmdastjórnar fengu það verkefni eftir fundarhöld í síðustu viku að koma með sviðsmyndir um hvernig flokkurinn geti brugðist við vaxandi kröfu innan flokksins um að flýta landsfundi og formannskjöri. Niðurstaða þeirra var kynnt á stjórnarfundi í flokknum í gær. „Hún ræddi þessi mál og stöðuna sem er uppi. Svo gerir hún bara grein fyrir því í framkvæmdastjórn í dag sem tekur ákvörðun,“ segir Kristján Guy. Þótt ekkert sé hægt að segja fyrirfram þá þá vonist menn að fundurinn í dag geti komist að niðurstöðu. Lög flokksins eru þannig að flókið getur verið að flýta landsfundi með öllum hans skyldurm og hlutverkum, en fundurinn hefur verið áætlaður í janúar eða febrúar. Hins vegar er Samfylkingin ein flokka með það í lögum að formaður skuli alla jafna kosinn í almennri atkvæðagreiðslu innan flokksins og þá í aðdraganda landsfundar.Núvarandi staða óviðunandi Það er almenn skoðun innan flokksins að ekki sé hægt að una við núverandi stöðu, hvorki formannsins vegna né flokksins, öllu lengur. Flokkurinn þurfi að geta einbeitt sér að framtíðinni nú þegar rúmt ár sé til kosninga. „Það er markmiðið, að leita leiða þar sem að flokkurinn getur komið saman og flokksmenn stefnt samaneinaðir fram á við,“ segir Kristján Guy Burgess.
Alþingi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira