Það var þó ekki alveg sannleikanum samkvæmt, Kimmel keypti ekki þessa útskýringu enda kom í ljós að Matt Damon var að fela sig inn undir hjá vini sínum Affleck eins og sjá á myndbandinu hér fyrir neðan.
Kimmel var ekki par hrifinn af uppátækinu og lét henda Matt Damon í burtu en Kimmel og Damon hafa eldað saman grátt silfur um tíma. Ekki gott kvöld fyrir Damon sem síðar um kvöldið tapaði fyrir Leonardo DiCaprio en þeir tveir bitust um verðlaun fyrir besta leikara í aðalhlutverki á Óskarsverðlaununum í nótt.