Sóli Hólm um atriðið fræga: „Mér fannst bara stemning í þessu atriði, eins og sést kannski á mér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. febrúar 2016 12:00 Sólmundur Hólm var á FM957 í morgun. vísir „Atriðið gekk ekkert fram af mér, alls ekki,“ sagði Sólmundur Hólm, í samtali við þá bræður í Brennslunni á FM957 í morgun þegar hann var spurður út í atriði Reykjavíkurdætra í Vikunni með Gísla Marteini á föstudagskvöldið. Leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir gekk hreinlega útúr myndveri RÚV í miðju atriði og var henni greinilega ofboðið eins og hún hefur tjáð sig um um helgina. „Mér fannst bara stemning í þessu atriði, eins og sést kannski á mér ef horft er á upptöku frá atriðinu. En við erum alltaf að tala um upplifanir í dag, og hún hefur greinilega bara upplifað þetta öðruvísi en ég, maður verður bara að virða það.“ Sóla langaði alls ekkert að ganga út úr þessu atriði. Sóli tísti rétt eftir þátt að hann hafi fyrst haldið að Ágústa Eva ætlaði að standa upp til að dansa með atriðinu og hann hafi velt því fyrir sér að gera það sama.Ég hélt fyrst að Ágústa Eva væri að standa upp til að dansa með @RVKdaetur og velti fyrir mér að gera það sama. No joke. #vikan— Sóli Hólm (@SoliHolm) February 27, 2016 „Þegar ég sá hana ganga út, þá hugsaði ég strax að þetta yrði eitthvað fjölmiðlafíaskó. Ég hélt án gríns að hún væri að standa upp til að dansa og ég beið eftir því að hún myndi byrja að dansa, því þá ætlaði ég að vera með í því. Sem betur fer stóð ég ekki upp strax, því þá hefði ég staðið þarna einn og þurft að setja niður aftur. Það hefði verið hræðilegt.“ Sóli segir að stemningin eftir þátt hafi ekkert verið neitt óþægileg. „Ég fór bara beint í bolinn sem stelpurnar gáfu mér og lét smella mynd af mér með þeim.“ Hér að neðan má heyra viðtalið við Sóla. Tengdar fréttir Ágústu Evu ofbauð framkoma Reykjavíkurdætra Leikkonan yfirgaf Vikuna með Gísla Marteini á undan öðrum gestum þáttarins. 26. febrúar 2016 23:35 Ágústa Eva: „Aldrei skammast mín jafn mikið og nú“ Sjáðu atriðið sem allir eru að tala um. 27. febrúar 2016 09:57 Ágreiningur um útgöngu Ágústu Evu Meðan margir telja Ágústu Evu hafa rétt lágmenningu maklega fingurinn telja margir Silvíu Nótt ekki trúverðuga í slíkri gagnrýni. 27. febrúar 2016 13:45 Fannst atriði Reykjavíkurdætra í takt við nýja tíma Hildur Eir Bolladóttir sóknarprestur á Akureyri hneykslaðist ekki á atriðinu frekar en Jesú. Kynlíf tilheyri ekki minnihlutahópi og allir hugsi um kynlíf á hverjum degi. 29. febrúar 2016 07:00 Reykjavíkurdætur í sama flokki og Megas, Bubbi og Björk Gísli Marteinn Baldursson, stjórnandi Vikunnar, segir atriði Reykjavíkurdætra í þætti sínum skipa sér í sveit með öðrum ögrandi listamönnum og að saga okkar væri fátækari hefðu sambærileg atriði ekki fengið að sjást. 28. febrúar 2016 14:28 Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
„Atriðið gekk ekkert fram af mér, alls ekki,“ sagði Sólmundur Hólm, í samtali við þá bræður í Brennslunni á FM957 í morgun þegar hann var spurður út í atriði Reykjavíkurdætra í Vikunni með Gísla Marteini á föstudagskvöldið. Leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir gekk hreinlega útúr myndveri RÚV í miðju atriði og var henni greinilega ofboðið eins og hún hefur tjáð sig um um helgina. „Mér fannst bara stemning í þessu atriði, eins og sést kannski á mér ef horft er á upptöku frá atriðinu. En við erum alltaf að tala um upplifanir í dag, og hún hefur greinilega bara upplifað þetta öðruvísi en ég, maður verður bara að virða það.“ Sóla langaði alls ekkert að ganga út úr þessu atriði. Sóli tísti rétt eftir þátt að hann hafi fyrst haldið að Ágústa Eva ætlaði að standa upp til að dansa með atriðinu og hann hafi velt því fyrir sér að gera það sama.Ég hélt fyrst að Ágústa Eva væri að standa upp til að dansa með @RVKdaetur og velti fyrir mér að gera það sama. No joke. #vikan— Sóli Hólm (@SoliHolm) February 27, 2016 „Þegar ég sá hana ganga út, þá hugsaði ég strax að þetta yrði eitthvað fjölmiðlafíaskó. Ég hélt án gríns að hún væri að standa upp til að dansa og ég beið eftir því að hún myndi byrja að dansa, því þá ætlaði ég að vera með í því. Sem betur fer stóð ég ekki upp strax, því þá hefði ég staðið þarna einn og þurft að setja niður aftur. Það hefði verið hræðilegt.“ Sóli segir að stemningin eftir þátt hafi ekkert verið neitt óþægileg. „Ég fór bara beint í bolinn sem stelpurnar gáfu mér og lét smella mynd af mér með þeim.“ Hér að neðan má heyra viðtalið við Sóla.
Tengdar fréttir Ágústu Evu ofbauð framkoma Reykjavíkurdætra Leikkonan yfirgaf Vikuna með Gísla Marteini á undan öðrum gestum þáttarins. 26. febrúar 2016 23:35 Ágústa Eva: „Aldrei skammast mín jafn mikið og nú“ Sjáðu atriðið sem allir eru að tala um. 27. febrúar 2016 09:57 Ágreiningur um útgöngu Ágústu Evu Meðan margir telja Ágústu Evu hafa rétt lágmenningu maklega fingurinn telja margir Silvíu Nótt ekki trúverðuga í slíkri gagnrýni. 27. febrúar 2016 13:45 Fannst atriði Reykjavíkurdætra í takt við nýja tíma Hildur Eir Bolladóttir sóknarprestur á Akureyri hneykslaðist ekki á atriðinu frekar en Jesú. Kynlíf tilheyri ekki minnihlutahópi og allir hugsi um kynlíf á hverjum degi. 29. febrúar 2016 07:00 Reykjavíkurdætur í sama flokki og Megas, Bubbi og Björk Gísli Marteinn Baldursson, stjórnandi Vikunnar, segir atriði Reykjavíkurdætra í þætti sínum skipa sér í sveit með öðrum ögrandi listamönnum og að saga okkar væri fátækari hefðu sambærileg atriði ekki fengið að sjást. 28. febrúar 2016 14:28 Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Ágústu Evu ofbauð framkoma Reykjavíkurdætra Leikkonan yfirgaf Vikuna með Gísla Marteini á undan öðrum gestum þáttarins. 26. febrúar 2016 23:35
Ágústa Eva: „Aldrei skammast mín jafn mikið og nú“ Sjáðu atriðið sem allir eru að tala um. 27. febrúar 2016 09:57
Ágreiningur um útgöngu Ágústu Evu Meðan margir telja Ágústu Evu hafa rétt lágmenningu maklega fingurinn telja margir Silvíu Nótt ekki trúverðuga í slíkri gagnrýni. 27. febrúar 2016 13:45
Fannst atriði Reykjavíkurdætra í takt við nýja tíma Hildur Eir Bolladóttir sóknarprestur á Akureyri hneykslaðist ekki á atriðinu frekar en Jesú. Kynlíf tilheyri ekki minnihlutahópi og allir hugsi um kynlíf á hverjum degi. 29. febrúar 2016 07:00
Reykjavíkurdætur í sama flokki og Megas, Bubbi og Björk Gísli Marteinn Baldursson, stjórnandi Vikunnar, segir atriði Reykjavíkurdætra í þætti sínum skipa sér í sveit með öðrum ögrandi listamönnum og að saga okkar væri fátækari hefðu sambærileg atriði ekki fengið að sjást. 28. febrúar 2016 14:28