Ragnheiður Ríkharðs: Líta Bændasamtökin ekki á alifugla- og svínaræktendur sem bændur? Ásgeir Erlendsson skrifar 28. febrúar 2016 19:00 Nýr búvörusamningur var undirritaður á dögunum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, hefur lýst yfir andstöðu sinni við samninginn. „Ég hef lýst yfir andstöðu yfir þá eins og þeir eru og koma fram í dag. Ég er hugsi yfir því sem þar stendur. Ég er líka hugsi yfir því sem ekki er þarna. “ Ragnheiður bendir á að lítið sem ekkert sé minnst á alífugla eða svínabændur í samningnum. „Eru það skilaboð frá Bændasamtökunum að þetta séu ekki bændur?“ Ragnheiður gagnrýnir einnig að ráðherranefnd sem hún hafi sjálf átt sæti í um búvörusamninga hafi aldrei komið saman. Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra, segir að sú nefnd hafi verið sett á laggirnar vegna afmarkaða þátta er varðaði Mjólkursamsöluna. „Því máli er ekkert lokið og það hlýtur að vera til umfjöllunar hjá þessari nefnd sem átti að fjalla um þennan afmarkaða þátt. “ Gagnrýni Ragnheiðar Ríkharðsdóttur hefur einnig beinst að því að henni finnst sérkennilegt að í samningnum sé lítið sem ekkert fjallað um náttúruvernd og umhverfismál. „Í búvörusamningnum sjálfum er líka fjallað um umhverfismál. Þar á meðal stórfelld aukning í gæðastýringu í sauðfjárrækt sem snýst bara um umhverfismál.“Er rétt að binda hendur ríkisins til tíu ára, að hluta að minnsta kosti, og tveggja næstu ríkisstjórna með þessum samningi?,,Þetta er samningur til langs tíma. Um fyrirsjáanleika. Menn geti séð svolítið fyrir sér hvernig eigi að fara inn í fjárfestingar og tekist á við þær áskoranir sem uppi eru. Það eru tvær endurskoðanir sem koma til með að verða á sitthvoru kjörtímabilinu. Auðvitað eru menn að gefa sér að það sé eðlilegur stuðningur við það að styðja landbúnað eins og í öllum öðrum vestrænum löndum. En með hvaða hætti hafa ríkisstjórnirnir nákvæmlega tækifæri til að koma að viðeigandi skoðunum.“ Ragnheiði Ríkharðsdóttur finnst samningurinn vera of langur. „Ég hef sagt að þetta sé of langur tími. Ég stend nú við það. “ Segir Ragnheiður. Óánægjan úr röðum sjálfstæðismanna kemur Sigurði Inga ekki á óvart. „Nei ég get ekki sagt það.“ Segir Sigurður Ingi að lokum. Búvörusamningar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Nýr búvörusamningur var undirritaður á dögunum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, hefur lýst yfir andstöðu sinni við samninginn. „Ég hef lýst yfir andstöðu yfir þá eins og þeir eru og koma fram í dag. Ég er hugsi yfir því sem þar stendur. Ég er líka hugsi yfir því sem ekki er þarna. “ Ragnheiður bendir á að lítið sem ekkert sé minnst á alífugla eða svínabændur í samningnum. „Eru það skilaboð frá Bændasamtökunum að þetta séu ekki bændur?“ Ragnheiður gagnrýnir einnig að ráðherranefnd sem hún hafi sjálf átt sæti í um búvörusamninga hafi aldrei komið saman. Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra, segir að sú nefnd hafi verið sett á laggirnar vegna afmarkaða þátta er varðaði Mjólkursamsöluna. „Því máli er ekkert lokið og það hlýtur að vera til umfjöllunar hjá þessari nefnd sem átti að fjalla um þennan afmarkaða þátt. “ Gagnrýni Ragnheiðar Ríkharðsdóttur hefur einnig beinst að því að henni finnst sérkennilegt að í samningnum sé lítið sem ekkert fjallað um náttúruvernd og umhverfismál. „Í búvörusamningnum sjálfum er líka fjallað um umhverfismál. Þar á meðal stórfelld aukning í gæðastýringu í sauðfjárrækt sem snýst bara um umhverfismál.“Er rétt að binda hendur ríkisins til tíu ára, að hluta að minnsta kosti, og tveggja næstu ríkisstjórna með þessum samningi?,,Þetta er samningur til langs tíma. Um fyrirsjáanleika. Menn geti séð svolítið fyrir sér hvernig eigi að fara inn í fjárfestingar og tekist á við þær áskoranir sem uppi eru. Það eru tvær endurskoðanir sem koma til með að verða á sitthvoru kjörtímabilinu. Auðvitað eru menn að gefa sér að það sé eðlilegur stuðningur við það að styðja landbúnað eins og í öllum öðrum vestrænum löndum. En með hvaða hætti hafa ríkisstjórnirnir nákvæmlega tækifæri til að koma að viðeigandi skoðunum.“ Ragnheiði Ríkharðsdóttur finnst samningurinn vera of langur. „Ég hef sagt að þetta sé of langur tími. Ég stend nú við það. “ Segir Ragnheiður. Óánægjan úr röðum sjálfstæðismanna kemur Sigurði Inga ekki á óvart. „Nei ég get ekki sagt það.“ Segir Sigurður Ingi að lokum.
Búvörusamningar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira