Rakel Dögg: Var komin með ógeð á silfrinu Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöll skrifar 27. febrúar 2016 15:40 Þann 12. febrúar 2016 lék Rakel Dögg Bragadóttir sinn fyrsta handboltaleik í tvö ár eftir að hafa neyðst til að leggja skóna á hilluna aðeins 27 ára vegna höfuðmeiðsla. Nú tveimur vikum síðar er Rakel bikarmeistari með sínu uppeldisfélagi, Stjörnunni, en hún lét til sín taka í vörninni í úrslitaleiknum gegn Gróttu í dag. En var þetta allt planað hjá henni, þ.e. tímasetningin á endurkomunni? "Nei nei," sagði Rakel og hló. "En auðvitað var þetta viss gulrót. Ég átti barn í haust og þurfti tíma til að jafna mig eftir það. En bikarinn var í febrúar svo þetta var fín tímasetning," bætti Rakel við. Hún kveðst núna ánægð með að hafa tekið þá ákvörðun að snúa aftur á völlinn. "Ég er agalega sátt með að hafa tekið þessa ákvörðun. Það eru forréttindi að taka þátt, sérstaklega þegar ég hugsa til baka. Ég gat varla farið í göngutúr, hvað þá að vera inni í svona látum. "Í dag er ég með stelpunum og fæ að taka þátt í þessu sem er yndislegt," sagði Rakel sem bætti því við að hún eigi enn töluvert í land enda langt síðan hún spilaði handbolta síðast. Rakel er á því að sigurinn á Gróttu hafi verið sanngjarn en Stjörnuliðið spilaði gríðarlega sterka vörn og skynsaman sóknarleik í leiknum í dag. "Mér fannst við vera með tök á leiknum allan tímann og eiga þetta skilið. Mér fannst stemmningin okkar megin, við vorum með sjálfstraust og skynsamar," sagði Rakel sem vann sinn þriðja bikarmeistaratitil í dag. Úrslitaleikir hafa ekki verið bestu vinir Stjörnunnar á undanförnum árum en síðan 2013 hefur liðið tapað þremur úrslitaeinvígjum um Íslandsmeistaratitilinn auk bikarúrslitaleiks. Rakel segir sigurinn í dag sérstaklega mikilvægan í því ljósi. "Loksins fæ ég gullið, ég er komin með ógeð á silfrinu. Ég veit ekki einu sinni hvar þeir peningar eru en þessi fær að hanga uppi í dágóðan tíma," sagði Rakel. "Það er stórt skref að ná að klára úrslitaleik. Það er erfitt fyrir sálartetrið að vera alltaf að tapa. Við stóðumst áhlaupin þeirra og brotnuðum ekki sem ég er ógeðslega ánægð með," sagði Rakel að endingu. Olís-deild kvenna Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Þann 12. febrúar 2016 lék Rakel Dögg Bragadóttir sinn fyrsta handboltaleik í tvö ár eftir að hafa neyðst til að leggja skóna á hilluna aðeins 27 ára vegna höfuðmeiðsla. Nú tveimur vikum síðar er Rakel bikarmeistari með sínu uppeldisfélagi, Stjörnunni, en hún lét til sín taka í vörninni í úrslitaleiknum gegn Gróttu í dag. En var þetta allt planað hjá henni, þ.e. tímasetningin á endurkomunni? "Nei nei," sagði Rakel og hló. "En auðvitað var þetta viss gulrót. Ég átti barn í haust og þurfti tíma til að jafna mig eftir það. En bikarinn var í febrúar svo þetta var fín tímasetning," bætti Rakel við. Hún kveðst núna ánægð með að hafa tekið þá ákvörðun að snúa aftur á völlinn. "Ég er agalega sátt með að hafa tekið þessa ákvörðun. Það eru forréttindi að taka þátt, sérstaklega þegar ég hugsa til baka. Ég gat varla farið í göngutúr, hvað þá að vera inni í svona látum. "Í dag er ég með stelpunum og fæ að taka þátt í þessu sem er yndislegt," sagði Rakel sem bætti því við að hún eigi enn töluvert í land enda langt síðan hún spilaði handbolta síðast. Rakel er á því að sigurinn á Gróttu hafi verið sanngjarn en Stjörnuliðið spilaði gríðarlega sterka vörn og skynsaman sóknarleik í leiknum í dag. "Mér fannst við vera með tök á leiknum allan tímann og eiga þetta skilið. Mér fannst stemmningin okkar megin, við vorum með sjálfstraust og skynsamar," sagði Rakel sem vann sinn þriðja bikarmeistaratitil í dag. Úrslitaleikir hafa ekki verið bestu vinir Stjörnunnar á undanförnum árum en síðan 2013 hefur liðið tapað þremur úrslitaeinvígjum um Íslandsmeistaratitilinn auk bikarúrslitaleiks. Rakel segir sigurinn í dag sérstaklega mikilvægan í því ljósi. "Loksins fæ ég gullið, ég er komin með ógeð á silfrinu. Ég veit ekki einu sinni hvar þeir peningar eru en þessi fær að hanga uppi í dágóðan tíma," sagði Rakel. "Það er stórt skref að ná að klára úrslitaleik. Það er erfitt fyrir sálartetrið að vera alltaf að tapa. Við stóðumst áhlaupin þeirra og brotnuðum ekki sem ég er ógeðslega ánægð með," sagði Rakel að endingu.
Olís-deild kvenna Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira