Rakel Dögg: Var komin með ógeð á silfrinu Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöll skrifar 27. febrúar 2016 15:40 Þann 12. febrúar 2016 lék Rakel Dögg Bragadóttir sinn fyrsta handboltaleik í tvö ár eftir að hafa neyðst til að leggja skóna á hilluna aðeins 27 ára vegna höfuðmeiðsla. Nú tveimur vikum síðar er Rakel bikarmeistari með sínu uppeldisfélagi, Stjörnunni, en hún lét til sín taka í vörninni í úrslitaleiknum gegn Gróttu í dag. En var þetta allt planað hjá henni, þ.e. tímasetningin á endurkomunni? "Nei nei," sagði Rakel og hló. "En auðvitað var þetta viss gulrót. Ég átti barn í haust og þurfti tíma til að jafna mig eftir það. En bikarinn var í febrúar svo þetta var fín tímasetning," bætti Rakel við. Hún kveðst núna ánægð með að hafa tekið þá ákvörðun að snúa aftur á völlinn. "Ég er agalega sátt með að hafa tekið þessa ákvörðun. Það eru forréttindi að taka þátt, sérstaklega þegar ég hugsa til baka. Ég gat varla farið í göngutúr, hvað þá að vera inni í svona látum. "Í dag er ég með stelpunum og fæ að taka þátt í þessu sem er yndislegt," sagði Rakel sem bætti því við að hún eigi enn töluvert í land enda langt síðan hún spilaði handbolta síðast. Rakel er á því að sigurinn á Gróttu hafi verið sanngjarn en Stjörnuliðið spilaði gríðarlega sterka vörn og skynsaman sóknarleik í leiknum í dag. "Mér fannst við vera með tök á leiknum allan tímann og eiga þetta skilið. Mér fannst stemmningin okkar megin, við vorum með sjálfstraust og skynsamar," sagði Rakel sem vann sinn þriðja bikarmeistaratitil í dag. Úrslitaleikir hafa ekki verið bestu vinir Stjörnunnar á undanförnum árum en síðan 2013 hefur liðið tapað þremur úrslitaeinvígjum um Íslandsmeistaratitilinn auk bikarúrslitaleiks. Rakel segir sigurinn í dag sérstaklega mikilvægan í því ljósi. "Loksins fæ ég gullið, ég er komin með ógeð á silfrinu. Ég veit ekki einu sinni hvar þeir peningar eru en þessi fær að hanga uppi í dágóðan tíma," sagði Rakel. "Það er stórt skref að ná að klára úrslitaleik. Það er erfitt fyrir sálartetrið að vera alltaf að tapa. Við stóðumst áhlaupin þeirra og brotnuðum ekki sem ég er ógeðslega ánægð með," sagði Rakel að endingu. Olís-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Sjá meira
Þann 12. febrúar 2016 lék Rakel Dögg Bragadóttir sinn fyrsta handboltaleik í tvö ár eftir að hafa neyðst til að leggja skóna á hilluna aðeins 27 ára vegna höfuðmeiðsla. Nú tveimur vikum síðar er Rakel bikarmeistari með sínu uppeldisfélagi, Stjörnunni, en hún lét til sín taka í vörninni í úrslitaleiknum gegn Gróttu í dag. En var þetta allt planað hjá henni, þ.e. tímasetningin á endurkomunni? "Nei nei," sagði Rakel og hló. "En auðvitað var þetta viss gulrót. Ég átti barn í haust og þurfti tíma til að jafna mig eftir það. En bikarinn var í febrúar svo þetta var fín tímasetning," bætti Rakel við. Hún kveðst núna ánægð með að hafa tekið þá ákvörðun að snúa aftur á völlinn. "Ég er agalega sátt með að hafa tekið þessa ákvörðun. Það eru forréttindi að taka þátt, sérstaklega þegar ég hugsa til baka. Ég gat varla farið í göngutúr, hvað þá að vera inni í svona látum. "Í dag er ég með stelpunum og fæ að taka þátt í þessu sem er yndislegt," sagði Rakel sem bætti því við að hún eigi enn töluvert í land enda langt síðan hún spilaði handbolta síðast. Rakel er á því að sigurinn á Gróttu hafi verið sanngjarn en Stjörnuliðið spilaði gríðarlega sterka vörn og skynsaman sóknarleik í leiknum í dag. "Mér fannst við vera með tök á leiknum allan tímann og eiga þetta skilið. Mér fannst stemmningin okkar megin, við vorum með sjálfstraust og skynsamar," sagði Rakel sem vann sinn þriðja bikarmeistaratitil í dag. Úrslitaleikir hafa ekki verið bestu vinir Stjörnunnar á undanförnum árum en síðan 2013 hefur liðið tapað þremur úrslitaeinvígjum um Íslandsmeistaratitilinn auk bikarúrslitaleiks. Rakel segir sigurinn í dag sérstaklega mikilvægan í því ljósi. "Loksins fæ ég gullið, ég er komin með ógeð á silfrinu. Ég veit ekki einu sinni hvar þeir peningar eru en þessi fær að hanga uppi í dágóðan tíma," sagði Rakel. "Það er stórt skref að ná að klára úrslitaleik. Það er erfitt fyrir sálartetrið að vera alltaf að tapa. Við stóðumst áhlaupin þeirra og brotnuðum ekki sem ég er ógeðslega ánægð með," sagði Rakel að endingu.
Olís-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Sjá meira