Fæ hugljómun á hverjum degi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. febrúar 2016 09:30 „Nú er ég komin á fullt í listina og er svo heppin að hafa stóra vinnustofu í Grindavík niður við sjó,“ segir Helga. Mynd/Guðfinna Magnúsdóttir Þó ég hafi unnið við annað en myndlist lengst af hef ég alltaf verið að teikna og mála,“ segir Helga Kristjánsdóttir listmálari sem nýlega var valin bæjarlistamaður Grindavíkur 2016 af frístunda- og menningarnefnd staðarins. Hún er að vinna í Art-galleríi á Laugavegi 44 þegar ég trufla hana. „Við erum fjórtán konur sem höfum rekið þetta gallerí frá því í ágúst á síðasta ári í húsnæðinu sem Skarthúsið var í og skiptumst á um að afgreiða þar,“ útskýrir hún. Helga hefur alltaf átt heima í Grindavík fyrir utan tímabil sem hún bjó í Barselóna. „Ég byrjaði á að læra til sjúkraliða og vann við umönnun í nokkur ár, fór þá í hárgreiðslu í Iðnskólanum og vann við hana í 17 ár. Þá var ég búin að fá nóg.“ Hún kveðst hafa stigið sín fyrstu alvöru spor í myndlistinni árið 1995 þegar hún hóf nám í Myndlistaskóla Reykjavíkur. „Áhuginn var svo mikill að ég hef aldrei getað hætt,“ segir hún glaðlega og kveðst árið 2002 hafa flutt til Barselóna til að fara í skóla. „Ég lærði málaralist í Escola Massana og kynntist Spánverjum í myndlist sem ég held alltaf sambandi við, var í einkakennslu í eitt ár og tók þátt í vinnustofum með Cynthiu Packard í Boston 2008 og Serhiy Savchenko í Úkraínu 2010.“ Ekki lét Helga þar staðar numið því 2015 fór hún til Slóveníu að læra grafík og í framhaldi af því var henni boðið að taka þar þátt í myndlistarviku og samsýningu með listamönnum frá tíu þjóðum í júní í fyrra. „Nú er ég komin á fullt í listina og er svo heppin að hafa stóra vinnustofu í Grindavík niður við sjó. Er dugleg að ganga meðfram hafinu og fæ hugljómun á hverjum degi. Veðrið og birtan eru svo síbreytileg.“ Menning Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þó ég hafi unnið við annað en myndlist lengst af hef ég alltaf verið að teikna og mála,“ segir Helga Kristjánsdóttir listmálari sem nýlega var valin bæjarlistamaður Grindavíkur 2016 af frístunda- og menningarnefnd staðarins. Hún er að vinna í Art-galleríi á Laugavegi 44 þegar ég trufla hana. „Við erum fjórtán konur sem höfum rekið þetta gallerí frá því í ágúst á síðasta ári í húsnæðinu sem Skarthúsið var í og skiptumst á um að afgreiða þar,“ útskýrir hún. Helga hefur alltaf átt heima í Grindavík fyrir utan tímabil sem hún bjó í Barselóna. „Ég byrjaði á að læra til sjúkraliða og vann við umönnun í nokkur ár, fór þá í hárgreiðslu í Iðnskólanum og vann við hana í 17 ár. Þá var ég búin að fá nóg.“ Hún kveðst hafa stigið sín fyrstu alvöru spor í myndlistinni árið 1995 þegar hún hóf nám í Myndlistaskóla Reykjavíkur. „Áhuginn var svo mikill að ég hef aldrei getað hætt,“ segir hún glaðlega og kveðst árið 2002 hafa flutt til Barselóna til að fara í skóla. „Ég lærði málaralist í Escola Massana og kynntist Spánverjum í myndlist sem ég held alltaf sambandi við, var í einkakennslu í eitt ár og tók þátt í vinnustofum með Cynthiu Packard í Boston 2008 og Serhiy Savchenko í Úkraínu 2010.“ Ekki lét Helga þar staðar numið því 2015 fór hún til Slóveníu að læra grafík og í framhaldi af því var henni boðið að taka þar þátt í myndlistarviku og samsýningu með listamönnum frá tíu þjóðum í júní í fyrra. „Nú er ég komin á fullt í listina og er svo heppin að hafa stóra vinnustofu í Grindavík niður við sjó. Er dugleg að ganga meðfram hafinu og fæ hugljómun á hverjum degi. Veðrið og birtan eru svo síbreytileg.“
Menning Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira