ÍR-ingar þurfa að halda sér í deildinni án bandarísks leikmanns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2016 13:12 Jonathan Mitchell er kominn í sumarfrí. Vísir/Anton Hrakfallatímabil Jonathan Mitchell er á enda en bandaríski miðherji ÍR-inga mun ekki taka þátt í fjórum síðustu leikjum ÍR-liðsins í Domino´s deild karla í körfubolta vegna veikinda. Elvar Guðmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR, staðfesti þessar slæmu fréttir í samtali við Karfan.is í dag. Mitchell fékk slæma lungnabólgu á dögunum og var hann þegar búinn að missa úr einn leik sem var á móti Njarðvík í síðustu viku. ÍR-ingar voru nálægt sigri í þeim leik en munu sakna mikið stigahæsta og frákastahæsta leikmanns liðsins. Mitchell var þegar búinn að missa af fjórum deildarleikjum á tímabilinu en fyrr í vetur gat hann ekki spilað með ÍR í fjórum leikjum eftir að hafa fengið blóðtappa í annan fótinn. Jonathan Mitchell er fjórði stigahæsti leikmaður deildarinnar með 26,4 stig í leik og þá er hann áttundi í fráköstum með 11,1 frákast í leik. Það eru líka aðeins tveir leikmenn sem eru með hærra framlag að meðaltali. ÍR hefur aðeins unnið 1 af 4 leikjum sínum án Jonathan Mitchell í vetur og sá sigur kom á móti Stjörnunni 29. október. Hinir fjórir sigrar liðsins hafa komið með Mitchell innanborðs. ÍR mætir Hetti á Egilsstöðum í kvöld en Höttur er sex stigum á eftir ÍR þegar fjórar umferðir og átta stig eru eftir í pottinum. Höttur verður að vinna leikinn í kvöld til að eiga möguleika á því að ná ÍR og halda sér í deildinni. Tap þýðir fall úr deildinni. Hattarliðið hélt sér á lífi með því að vinna FSU í síðustu umferð en liðið hefur spilað mjög vel að undanförnu og var hársbreidd frá því að vinna bæði Tindastól (81-84), Keflavík (66-69) og Snæfell (89-90) en liðið tapaði þessum þremur leikjum með samtals sjö stigum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir ÍR-ingar mæta á Egilsstaði án bandaríska leikmannsins síns Jonathan Mitchell verður ekki með ÍR-liðinu í leiknum mikilvæga á móti Hetti í Domino´s deild karla í körfubolta sem fram fer á Egilsstöðum á fimmtudagskvöldið. 23. febrúar 2016 16:30 Af hverju braut ÍR ekki? Kjartan Atli Kjartansson, Hermann Hauksson og Friðriksson gerðu upp átjándu umferðina í Dominos-deild karla í þættinum Körfuboltakvöldi í gær. 20. febrúar 2016 13:30 Mitchell fékk lungnabólgu | Ekki með í kvöld Bandaríkjamaðurinn Jonathan Mitchell spilar ekki með ÍR gegn Njarðvík í kvöld. 18. febrúar 2016 19:14 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Njarðvík 76-83 | Njarðvík kreisti fram sigur gegn kanalausum ÍR-ingum Njarðvíkingar gerðu nóg í síðari hálfleik til að klára baráttuglaða ÍR-inga í Breiðholtinu í kvöld. 18. febrúar 2016 20:45 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira
Hrakfallatímabil Jonathan Mitchell er á enda en bandaríski miðherji ÍR-inga mun ekki taka þátt í fjórum síðustu leikjum ÍR-liðsins í Domino´s deild karla í körfubolta vegna veikinda. Elvar Guðmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR, staðfesti þessar slæmu fréttir í samtali við Karfan.is í dag. Mitchell fékk slæma lungnabólgu á dögunum og var hann þegar búinn að missa úr einn leik sem var á móti Njarðvík í síðustu viku. ÍR-ingar voru nálægt sigri í þeim leik en munu sakna mikið stigahæsta og frákastahæsta leikmanns liðsins. Mitchell var þegar búinn að missa af fjórum deildarleikjum á tímabilinu en fyrr í vetur gat hann ekki spilað með ÍR í fjórum leikjum eftir að hafa fengið blóðtappa í annan fótinn. Jonathan Mitchell er fjórði stigahæsti leikmaður deildarinnar með 26,4 stig í leik og þá er hann áttundi í fráköstum með 11,1 frákast í leik. Það eru líka aðeins tveir leikmenn sem eru með hærra framlag að meðaltali. ÍR hefur aðeins unnið 1 af 4 leikjum sínum án Jonathan Mitchell í vetur og sá sigur kom á móti Stjörnunni 29. október. Hinir fjórir sigrar liðsins hafa komið með Mitchell innanborðs. ÍR mætir Hetti á Egilsstöðum í kvöld en Höttur er sex stigum á eftir ÍR þegar fjórar umferðir og átta stig eru eftir í pottinum. Höttur verður að vinna leikinn í kvöld til að eiga möguleika á því að ná ÍR og halda sér í deildinni. Tap þýðir fall úr deildinni. Hattarliðið hélt sér á lífi með því að vinna FSU í síðustu umferð en liðið hefur spilað mjög vel að undanförnu og var hársbreidd frá því að vinna bæði Tindastól (81-84), Keflavík (66-69) og Snæfell (89-90) en liðið tapaði þessum þremur leikjum með samtals sjö stigum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir ÍR-ingar mæta á Egilsstaði án bandaríska leikmannsins síns Jonathan Mitchell verður ekki með ÍR-liðinu í leiknum mikilvæga á móti Hetti í Domino´s deild karla í körfubolta sem fram fer á Egilsstöðum á fimmtudagskvöldið. 23. febrúar 2016 16:30 Af hverju braut ÍR ekki? Kjartan Atli Kjartansson, Hermann Hauksson og Friðriksson gerðu upp átjándu umferðina í Dominos-deild karla í þættinum Körfuboltakvöldi í gær. 20. febrúar 2016 13:30 Mitchell fékk lungnabólgu | Ekki með í kvöld Bandaríkjamaðurinn Jonathan Mitchell spilar ekki með ÍR gegn Njarðvík í kvöld. 18. febrúar 2016 19:14 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Njarðvík 76-83 | Njarðvík kreisti fram sigur gegn kanalausum ÍR-ingum Njarðvíkingar gerðu nóg í síðari hálfleik til að klára baráttuglaða ÍR-inga í Breiðholtinu í kvöld. 18. febrúar 2016 20:45 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira
ÍR-ingar mæta á Egilsstaði án bandaríska leikmannsins síns Jonathan Mitchell verður ekki með ÍR-liðinu í leiknum mikilvæga á móti Hetti í Domino´s deild karla í körfubolta sem fram fer á Egilsstöðum á fimmtudagskvöldið. 23. febrúar 2016 16:30
Af hverju braut ÍR ekki? Kjartan Atli Kjartansson, Hermann Hauksson og Friðriksson gerðu upp átjándu umferðina í Dominos-deild karla í þættinum Körfuboltakvöldi í gær. 20. febrúar 2016 13:30
Mitchell fékk lungnabólgu | Ekki með í kvöld Bandaríkjamaðurinn Jonathan Mitchell spilar ekki með ÍR gegn Njarðvík í kvöld. 18. febrúar 2016 19:14
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Njarðvík 76-83 | Njarðvík kreisti fram sigur gegn kanalausum ÍR-ingum Njarðvíkingar gerðu nóg í síðari hálfleik til að klára baráttuglaða ÍR-inga í Breiðholtinu í kvöld. 18. febrúar 2016 20:45