Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. febrúar 2016 12:31 Frá vinnustöðvuninni í Straumsvík í gærmorgun. Vísir/Vilhelm Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan, segir til greina koma að draga úr framleiðslu hjá fyrirtækinu náist ekki sátt í kjaradeilunni við starfsmenn. Fyrst verði látið reyna á fyrir félagsdómi hvort yfirmenn megi ekki skipa út áli frá verksmiðjunni, en slíkar tilraunir yfirmanna voru stöðvaðar af verkfallsvörðum í gær. Gríðarlegir hagsmunir í húfi „Þetta er bara til skoðunar og hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um hvernig að því verður staðið. En það er eitthvað sem verið er að skoða áfram. Það eru miklir hagsmunir í húfi og það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir hann. Ákvörðun verði væntanlega tekin á næstu dögum. Þá segir hann að verið sé að íhuga hvort draga þurfi úr framleiðslu á áli. „Ef það verður niðurstaðan að við sjáum ekki fram á að geta selt neitt um ófyrirséðan tíma þá náttúrulega gefur það auga leið að það er fátt annað í stöðunni en að fara að huga að því að draga úr framleiðslu.“Umræðan ósanngjörn Ólafur segir fyrirtækið verða af miklum tekjum vegna vinnustöðvunarinnar. „Velta okkar er svona í kringum fimmtíu milljarða á ári. Þannig að það eru tekjurnar á ársgrundvelli sem við fáum ekki ef við getum ekki flutt út álið. Þá fáum við engar tekjur og þá náttúrulega myndi blasa við flestum fyrirtækjum sem sjá ekki fram á að geta selt sína framleiðslu að þá sé spurning til hvers verið sé að framleiða.“ Hann segir umræðu í garð álversins hafa verið óvægna, það hafi meðal annars verið sakað um óbilgirni og offorsi. „Sumir hafa uppi stór orð um afstöðu fyrirtækisins í þessari kjaradeilu. Við buðum í desember sömu launahækkanir og allir aðrir hafa verið að bjóða, ofan á laun sem eru hærri en gengur og gerist, og það er í sjálfu sér óumdeilt að ÍSAL borgar mjög samkeppnishæf laun. Það eina sem við förum fram á í staðinn er sami réttur og allir aðrir hafa. Þannig að það teljum við ekki tilefni til þess að saka okkur um sérstakt offors eða óbilgirni,“ segir Ólafur Teitur. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Náðu að lesta fimm hundruð tonnum af áli Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík. 24. febrúar 2016 12:38 Segir yfirmenn í fullum rétti til að ganga í störfin Um tuttugu yfirmenn í álverinu í Straumsvík gerðu tilraun til að skipa út áli þar í morgun í trássi við útflutningsbann en voru stöðvaðir af verkfallsvörðum. 24. febrúar 2016 12:58 Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04 Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum. 25. febrúar 2016 07:58 Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Engu hefur enn miðað í kjaraviðræðum starfsmanna Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. 25. febrúar 2016 07:00 Verkfall hófst á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins. 24. febrúar 2016 07:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan, segir til greina koma að draga úr framleiðslu hjá fyrirtækinu náist ekki sátt í kjaradeilunni við starfsmenn. Fyrst verði látið reyna á fyrir félagsdómi hvort yfirmenn megi ekki skipa út áli frá verksmiðjunni, en slíkar tilraunir yfirmanna voru stöðvaðar af verkfallsvörðum í gær. Gríðarlegir hagsmunir í húfi „Þetta er bara til skoðunar og hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um hvernig að því verður staðið. En það er eitthvað sem verið er að skoða áfram. Það eru miklir hagsmunir í húfi og það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir hann. Ákvörðun verði væntanlega tekin á næstu dögum. Þá segir hann að verið sé að íhuga hvort draga þurfi úr framleiðslu á áli. „Ef það verður niðurstaðan að við sjáum ekki fram á að geta selt neitt um ófyrirséðan tíma þá náttúrulega gefur það auga leið að það er fátt annað í stöðunni en að fara að huga að því að draga úr framleiðslu.“Umræðan ósanngjörn Ólafur segir fyrirtækið verða af miklum tekjum vegna vinnustöðvunarinnar. „Velta okkar er svona í kringum fimmtíu milljarða á ári. Þannig að það eru tekjurnar á ársgrundvelli sem við fáum ekki ef við getum ekki flutt út álið. Þá fáum við engar tekjur og þá náttúrulega myndi blasa við flestum fyrirtækjum sem sjá ekki fram á að geta selt sína framleiðslu að þá sé spurning til hvers verið sé að framleiða.“ Hann segir umræðu í garð álversins hafa verið óvægna, það hafi meðal annars verið sakað um óbilgirni og offorsi. „Sumir hafa uppi stór orð um afstöðu fyrirtækisins í þessari kjaradeilu. Við buðum í desember sömu launahækkanir og allir aðrir hafa verið að bjóða, ofan á laun sem eru hærri en gengur og gerist, og það er í sjálfu sér óumdeilt að ÍSAL borgar mjög samkeppnishæf laun. Það eina sem við förum fram á í staðinn er sami réttur og allir aðrir hafa. Þannig að það teljum við ekki tilefni til þess að saka okkur um sérstakt offors eða óbilgirni,“ segir Ólafur Teitur.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Náðu að lesta fimm hundruð tonnum af áli Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík. 24. febrúar 2016 12:38 Segir yfirmenn í fullum rétti til að ganga í störfin Um tuttugu yfirmenn í álverinu í Straumsvík gerðu tilraun til að skipa út áli þar í morgun í trássi við útflutningsbann en voru stöðvaðir af verkfallsvörðum. 24. febrúar 2016 12:58 Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04 Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum. 25. febrúar 2016 07:58 Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Engu hefur enn miðað í kjaraviðræðum starfsmanna Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. 25. febrúar 2016 07:00 Verkfall hófst á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins. 24. febrúar 2016 07:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Náðu að lesta fimm hundruð tonnum af áli Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík. 24. febrúar 2016 12:38
Segir yfirmenn í fullum rétti til að ganga í störfin Um tuttugu yfirmenn í álverinu í Straumsvík gerðu tilraun til að skipa út áli þar í morgun í trássi við útflutningsbann en voru stöðvaðir af verkfallsvörðum. 24. febrúar 2016 12:58
Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04
Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum. 25. febrúar 2016 07:58
Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Engu hefur enn miðað í kjaraviðræðum starfsmanna Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. 25. febrúar 2016 07:00
Verkfall hófst á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins. 24. febrúar 2016 07:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent