Af hverju nýja stjórnarskrá? Hildur Þórðardóttir skrifar 24. febrúar 2016 21:30 Ef þú ætlar að búa til nýja flík er miklu betra að kaupa nýtt efni og sníða flíkina frá grunni heldur en að taka gamla flík og reyna að fá út úr henni eitthvað í líkingu við það sem þú vilt fá. Nýja flíkin verður aldrei eins og þú vildir helst hafa hana. Það er eins með stjórnarskrána. Þegar búa skal til ný lög, borgar sig ekki að taka gömlu lögin og reyna að aðlaga þau nýjum hugmyndum, heldur er miklu betra að byrja með hreint blað og spyrja: Hvað vil ég hafa í nýju lögunum? Gamla stjórnarskráin hefur aldrei verið fullkomin frá því að við báðum kóng um slíkt plagg í afmælisgjöf 1874 vegna þess að útséð var um að Íslendingar fengju sjálfir að semja eigin stjórnarskrá. Við höfum margoft lappað upp á hana, breytt kóngi í forseta, rýmkað kosningarétt, fjölgað þingmönnum og bætt við mannréttindum. En hún er orðin eins og margbætt flík. Til dæmis er ekki skýrt kveðið á um aðskilnað milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Eins og staðan er nú er ríkisstjórn með alræði og þingmenn virðast valdalausir. Segja má að ríkisstjórnin sé með Alþingi í gíslingu. Þrískipting valdsins er nauðsynleg til að tryggja að ríkisstjórn brjóti ekki gegn réttindum fólksins. Í nýju stjórnarskránni er skýrt kveðið á um þennan aðskilnað, ríkisstjórn situr ekki á þingi og ætti því ekki hafa jafn sterkt tangarhald á þinginu. Þó er aldrei að vita á meðan hér ríkir flokksræði. Í gömlu stjórnarskránni fær forsetaembættið allt of mikið púður. Vald forseta er skilgreint strax í 3. gr. og alveg til 30. gr. Þá fyrst er fjallað um Alþingi og störf þess. Eðlilega vildi konungur hafa sig fyrstan í röðinni, þar sem stjórnarskráin var samin af ráðgjöfum hans. Þegar konungi var breytt í forseta var ekki hróflað við uppbyggingu stjórnarskrárinnar, þótt forseti hefði miklu minni völd en konungur. Í nýju stjórnarskránni er kaflinn um forseta fyrir aftan mannréttindi og Alþingi sem sýnir hvar vald hans liggur. Áður en Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna kom fram var ekkert fjallað um mannréttindi í stjórnarskrá. Nú gætum við ekki hugsað okkur stjórnarskrá án mannréttinda. Eftir því sem mannréttindi þróuðust var þeim bætt inn, en eins og að reyna að stagbæta flík, varð útkoman aldrei nógu góð. Til dæmis var 2. kynslóðar mannréttindum, þ.e. félagslegum, menningarlegum og efnahagslegum réttindum, aldrei gerð nógu góð skil í hinni stagbættu stjórnarskrá. Þriðju kynslóðar réttindi, svokölluð hóparéttindi, komust ekki einu sinni á blað. Í nýju stjórnarskránni er líka kveðið á um meira vald til fólksins. Að lýðræði verði loksins virkt. Hvort sem það þarf 10% eða 15% kosningabærra manna til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslur skiptir ekki höfuðmáli. Aðalatriðið er þetta tækifæri sem fólk hefur til að mótmæla gerræðislegum vinnubrögðum Alþingis þegar ákvarðanir þings ganga bersýnilega á skjön við vilja þjóðarinnar. Menn eru hræddir við að þá verði ekki starfhæft á þinginu fyrir endalausum undirskriftum. En þetta eru kannski 1-2 mál á hverju kjörtímabili, eftir því hversu gerræðisleg stjórnin er. Fólk er ekki að skrifa undir nema það sem því liggur hvað brýnast á hjarta. Íslenskir stjórnmálamenn hafa vitað í áratugi að þeir væru ófærir um að semja nýja stjórnarskrá og þess vegna kom reglulega fram krafa um stjórnlagaþing. Loksins þegar það gekk eftir, kusum við hæft fólk til að inna verkið af hendi. Það hefði verið farsælla að gefa þeim meiri tíma til að skila fullmótuðu verki sem þjóðin hefði síðan kosið um. Eins og staðan er í dag eru alþingismenn að tefja gildistöku nýju stjórnarskrárinnar. Þeir leitast við að breyta þeim leikreglum sem þjóðin vill setja þeim og gefa sér góðan tíma til þess. Stjórnarskrá er ekki greypt í stein og það er hverju samfélagi hollt að endurskoða hana oft og reglulega. Hún á að endurspegla gildi samfélagsins, vera nokkurs konar siðferðislegur sáttmáli samfélags og fylgja þróun samfélagsins eftir því sem það þroskast og vitkast. Stjórnarskráin á ekki síst að vera tæki þjóðar til að takmarka frítt spil ríkisstjórnar og Alþingis, þannig að þau geti ekki sett lög sem stangast á við stjórnarskrá. Þess vegna þurfum við að koma nýju stjórnarskránni í gegn núna. Það er allt í lagi að hún sé ekki fullkomin. Eftir nokkra áratugi munum við aftur endurskoða stjórnarskrána og jafnvel endurskrifa hana. Þá verður komin reynsla á hana og þá getum við bætt inn því sem okkur finnst vanta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Skoðun Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ef þú ætlar að búa til nýja flík er miklu betra að kaupa nýtt efni og sníða flíkina frá grunni heldur en að taka gamla flík og reyna að fá út úr henni eitthvað í líkingu við það sem þú vilt fá. Nýja flíkin verður aldrei eins og þú vildir helst hafa hana. Það er eins með stjórnarskrána. Þegar búa skal til ný lög, borgar sig ekki að taka gömlu lögin og reyna að aðlaga þau nýjum hugmyndum, heldur er miklu betra að byrja með hreint blað og spyrja: Hvað vil ég hafa í nýju lögunum? Gamla stjórnarskráin hefur aldrei verið fullkomin frá því að við báðum kóng um slíkt plagg í afmælisgjöf 1874 vegna þess að útséð var um að Íslendingar fengju sjálfir að semja eigin stjórnarskrá. Við höfum margoft lappað upp á hana, breytt kóngi í forseta, rýmkað kosningarétt, fjölgað þingmönnum og bætt við mannréttindum. En hún er orðin eins og margbætt flík. Til dæmis er ekki skýrt kveðið á um aðskilnað milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Eins og staðan er nú er ríkisstjórn með alræði og þingmenn virðast valdalausir. Segja má að ríkisstjórnin sé með Alþingi í gíslingu. Þrískipting valdsins er nauðsynleg til að tryggja að ríkisstjórn brjóti ekki gegn réttindum fólksins. Í nýju stjórnarskránni er skýrt kveðið á um þennan aðskilnað, ríkisstjórn situr ekki á þingi og ætti því ekki hafa jafn sterkt tangarhald á þinginu. Þó er aldrei að vita á meðan hér ríkir flokksræði. Í gömlu stjórnarskránni fær forsetaembættið allt of mikið púður. Vald forseta er skilgreint strax í 3. gr. og alveg til 30. gr. Þá fyrst er fjallað um Alþingi og störf þess. Eðlilega vildi konungur hafa sig fyrstan í röðinni, þar sem stjórnarskráin var samin af ráðgjöfum hans. Þegar konungi var breytt í forseta var ekki hróflað við uppbyggingu stjórnarskrárinnar, þótt forseti hefði miklu minni völd en konungur. Í nýju stjórnarskránni er kaflinn um forseta fyrir aftan mannréttindi og Alþingi sem sýnir hvar vald hans liggur. Áður en Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna kom fram var ekkert fjallað um mannréttindi í stjórnarskrá. Nú gætum við ekki hugsað okkur stjórnarskrá án mannréttinda. Eftir því sem mannréttindi þróuðust var þeim bætt inn, en eins og að reyna að stagbæta flík, varð útkoman aldrei nógu góð. Til dæmis var 2. kynslóðar mannréttindum, þ.e. félagslegum, menningarlegum og efnahagslegum réttindum, aldrei gerð nógu góð skil í hinni stagbættu stjórnarskrá. Þriðju kynslóðar réttindi, svokölluð hóparéttindi, komust ekki einu sinni á blað. Í nýju stjórnarskránni er líka kveðið á um meira vald til fólksins. Að lýðræði verði loksins virkt. Hvort sem það þarf 10% eða 15% kosningabærra manna til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslur skiptir ekki höfuðmáli. Aðalatriðið er þetta tækifæri sem fólk hefur til að mótmæla gerræðislegum vinnubrögðum Alþingis þegar ákvarðanir þings ganga bersýnilega á skjön við vilja þjóðarinnar. Menn eru hræddir við að þá verði ekki starfhæft á þinginu fyrir endalausum undirskriftum. En þetta eru kannski 1-2 mál á hverju kjörtímabili, eftir því hversu gerræðisleg stjórnin er. Fólk er ekki að skrifa undir nema það sem því liggur hvað brýnast á hjarta. Íslenskir stjórnmálamenn hafa vitað í áratugi að þeir væru ófærir um að semja nýja stjórnarskrá og þess vegna kom reglulega fram krafa um stjórnlagaþing. Loksins þegar það gekk eftir, kusum við hæft fólk til að inna verkið af hendi. Það hefði verið farsælla að gefa þeim meiri tíma til að skila fullmótuðu verki sem þjóðin hefði síðan kosið um. Eins og staðan er í dag eru alþingismenn að tefja gildistöku nýju stjórnarskrárinnar. Þeir leitast við að breyta þeim leikreglum sem þjóðin vill setja þeim og gefa sér góðan tíma til þess. Stjórnarskrá er ekki greypt í stein og það er hverju samfélagi hollt að endurskoða hana oft og reglulega. Hún á að endurspegla gildi samfélagsins, vera nokkurs konar siðferðislegur sáttmáli samfélags og fylgja þróun samfélagsins eftir því sem það þroskast og vitkast. Stjórnarskráin á ekki síst að vera tæki þjóðar til að takmarka frítt spil ríkisstjórnar og Alþingis, þannig að þau geti ekki sett lög sem stangast á við stjórnarskrá. Þess vegna þurfum við að koma nýju stjórnarskránni í gegn núna. Það er allt í lagi að hún sé ekki fullkomin. Eftir nokkra áratugi munum við aftur endurskoða stjórnarskrána og jafnvel endurskrifa hana. Þá verður komin reynsla á hana og þá getum við bætt inn því sem okkur finnst vanta.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun