Bein útsending: Tekist á um búvörusamninginn á Alþingi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2016 15:45 Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, kynntu nýja búvörusamninga fyrir fjölmiðlamönnum á föstudag. vísir/anton brink Sérstakar umræður um búvörusamninginn eru nú yfirstandandi á Alþingi. Þær eru heitar og má fylgjast með þeim á vef Alþingis. Málshefjandi er Helgi Hjörvar Samfylkingu og til andsvara er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson en hann skrifaði undir samninginn fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Samningurinn, sem er til tíu ára, hefur verið gagnrýndur harðlega á undanförnum dögum, eins og Vísir hefur greint frá. Samkvæmt þeim munu útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála hækka um rúmar 900 milljónir á næsta ári og verða samtals tæpir 14 milljarðar, en fara smám saman lækkandi á samningstímanum. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að ef „við horfum á þetta í heild sinni erum við að tala um beinan og óbeinan stuðning við landbúnaðinn upp á 22 til 24 milljarða á ári og á tíu ára tímabili erum við að tala um 220 til 240 milljarða pakka sem skattgreiðendur borga með einum eða öðrum hætti.“Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar.Vísir/ValliHelgi Hjörvar Samfylkingu var ómyrkur í máli í ræðustól Alþingis nú áðan: „Niðurgreiðslupólitík. Hvorki bændum né neytendum árangri heldur fer kostnaðurinn fyrst og fremst í milliliði og óhagræði. Ráðin tekin af alþingi í lengri tíma en fyrr. Ekki fyrr en eftir þrennar alþingiskosningar að hægt er að gera breytingar í þessum efnum. Endurskoðunarákvæði að ekki sé hægt að gera breytingar. Við þurfum miklu framfarasinnaðari landbúnaðarpólitík og hér birtist.“ Helgi sagði að forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafi sagt þetta búið, afgreitt mál. „Við hljótum að mótmæla því. Og verðum að treysta því að fram fari umræða um málið,“ sagði Helgi og leggur áherslu á að þessi samningur verði að fara í gegnum þingið til samþykkis. Alþingi verður að samþykkja fjárheimildir til samningsins. Sigurður Ingi segir tilgang samningsins þann að hægt sé að niðurgreiða landbúnaðarvörur til neytenda. Mikilverð stefnubreyting að hverfa frá kvótakerfi. Greiðslumark gengur kaupum og sölum. Eins og áður sagði má fylgjast með umræðum þingsins beint að neðan.Fréttir Vísis af nýjum búvörusamningi má sjá hér. Búvörusamningar Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Sérstakar umræður um búvörusamninginn eru nú yfirstandandi á Alþingi. Þær eru heitar og má fylgjast með þeim á vef Alþingis. Málshefjandi er Helgi Hjörvar Samfylkingu og til andsvara er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson en hann skrifaði undir samninginn fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Samningurinn, sem er til tíu ára, hefur verið gagnrýndur harðlega á undanförnum dögum, eins og Vísir hefur greint frá. Samkvæmt þeim munu útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála hækka um rúmar 900 milljónir á næsta ári og verða samtals tæpir 14 milljarðar, en fara smám saman lækkandi á samningstímanum. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að ef „við horfum á þetta í heild sinni erum við að tala um beinan og óbeinan stuðning við landbúnaðinn upp á 22 til 24 milljarða á ári og á tíu ára tímabili erum við að tala um 220 til 240 milljarða pakka sem skattgreiðendur borga með einum eða öðrum hætti.“Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar.Vísir/ValliHelgi Hjörvar Samfylkingu var ómyrkur í máli í ræðustól Alþingis nú áðan: „Niðurgreiðslupólitík. Hvorki bændum né neytendum árangri heldur fer kostnaðurinn fyrst og fremst í milliliði og óhagræði. Ráðin tekin af alþingi í lengri tíma en fyrr. Ekki fyrr en eftir þrennar alþingiskosningar að hægt er að gera breytingar í þessum efnum. Endurskoðunarákvæði að ekki sé hægt að gera breytingar. Við þurfum miklu framfarasinnaðari landbúnaðarpólitík og hér birtist.“ Helgi sagði að forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafi sagt þetta búið, afgreitt mál. „Við hljótum að mótmæla því. Og verðum að treysta því að fram fari umræða um málið,“ sagði Helgi og leggur áherslu á að þessi samningur verði að fara í gegnum þingið til samþykkis. Alþingi verður að samþykkja fjárheimildir til samningsins. Sigurður Ingi segir tilgang samningsins þann að hægt sé að niðurgreiða landbúnaðarvörur til neytenda. Mikilverð stefnubreyting að hverfa frá kvótakerfi. Greiðslumark gengur kaupum og sölum. Eins og áður sagði má fylgjast með umræðum þingsins beint að neðan.Fréttir Vísis af nýjum búvörusamningi má sjá hér.
Búvörusamningar Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira