Álverið hefur nú þegar skaðast af aðgerðum Heimir Már Pétursson skrifar 23. febrúar 2016 14:06 Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi áversins í Straumsvík, segir að komi útflutningsbann á fyrirtækið til framkvæmda muni það hafa gríðarlega alvarleg áhrif á fyrirtækið. Aðgerðir verkalýðsfélaganna hafi nú þegar valdið fyrirtækinu miklu tjóni. Ólafur Teitur segir stjórnendur fyrirtækisins vona að félagsdómur dæmi boðað útflutningsbann ólöglegt. En ef af því verði hafi það mikil áhrif á hagsmuni fyrirtækisins. „Það er grafalvarlegt fyrir okkar fyrirtæki eins og öll önnur að geta ekki selt framleiðsluna og sjá kannski ekki fram á að geta það í ótiltekinn tíma,“ segir Ólafur Teitur.Sjá einnig:Aldrei kynnst annarri eins hörku og í álversdeilunni nú Álverið framleiðir rúm tvö hundruð þúsund tonn af áli ári og flytur því út um 4.000 tonn á viku. Ólafur Teitur segir vonbrigði að ekki skuli hafa náðst að semja við verkalýðsfélögin. „Eftir að við höfðum boðið á þrettándanum að okkar mati mjög ríflegar launahækkanir ofan á laun sem fyrir eru mjög samkeppnishæf í landinu. Því var hafnað því verkalýðsfélögin hafa ekki ljáð máls á því að við fáum að szitja við sama borð og öll önur fyrirtæki varðandi útvistun verkefna,“ segir Ólafur Teitur. En þar stendur hnífurinn einmitt í kúnni og deilan virðist vera kominn í algeran hnút. Ólafur Teitur segir gildandi hömlur á verktöku hafa verið í gildi í bráðum hálfa öld en frá því þær hafi verið settar hafi starfsumhverfi fyrirtækisins breyst mikið. „Við til dæmis njótum ekki lengur neinna sérkjara varðandi skatta eins og við gerum áður. Eftir því sem við færumst nær almennu íslensku viðskiptaumhverfi hvað varðar t.d. skatta og gjöld finnst okkur að þróunin eigi að vera á svipaðan hátt hvað varðar vinnumarkaðsleg mál. Að við fáum að njóta sama umhverfis og önnur fyrirtæki njóta. Sem við fáum ekki í dag,“ segir Ólafur Teitur. Áður boðaðar vinnustöðvanir og boðun útflutningsbannsins nú hafi þegar haft skaðleg áhrif á fyrirtækið. „Þetta hefur auðvitað strax þau áhrif að viðskiptavinir okkar eru mjög uggandi um hvort þeir fái frá okkur málm eða ekki. Við erum ekki að framleiða inn í einhverja heimsmarkaðs púllíu heldur beit upp í pantanir tiltekinna viðskiptavina sem eru í sambandi við okkur og biðja okkur að framleiða ákveðna vöru og afhenda hana á ákveðnum degi. Þannig að þeir eru nú þegar uggandi um hovort þeir geti fengið sínar pantanir uppfylltar eða ekki. Við töpuðum tugum þúsunda tonna af pöntunum á síðasta ári þegar vofði yfir verkfall hér. Þannig að þetta hefur þegar valdið okkur miklu tjóni og heldur áfram að gera það þessi óvissa,“ segir Ólafur Teitur Guðnason. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07 Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35 Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02 Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall. 9. febrúar 2016 12:17 Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi áversins í Straumsvík, segir að komi útflutningsbann á fyrirtækið til framkvæmda muni það hafa gríðarlega alvarleg áhrif á fyrirtækið. Aðgerðir verkalýðsfélaganna hafi nú þegar valdið fyrirtækinu miklu tjóni. Ólafur Teitur segir stjórnendur fyrirtækisins vona að félagsdómur dæmi boðað útflutningsbann ólöglegt. En ef af því verði hafi það mikil áhrif á hagsmuni fyrirtækisins. „Það er grafalvarlegt fyrir okkar fyrirtæki eins og öll önnur að geta ekki selt framleiðsluna og sjá kannski ekki fram á að geta það í ótiltekinn tíma,“ segir Ólafur Teitur.Sjá einnig:Aldrei kynnst annarri eins hörku og í álversdeilunni nú Álverið framleiðir rúm tvö hundruð þúsund tonn af áli ári og flytur því út um 4.000 tonn á viku. Ólafur Teitur segir vonbrigði að ekki skuli hafa náðst að semja við verkalýðsfélögin. „Eftir að við höfðum boðið á þrettándanum að okkar mati mjög ríflegar launahækkanir ofan á laun sem fyrir eru mjög samkeppnishæf í landinu. Því var hafnað því verkalýðsfélögin hafa ekki ljáð máls á því að við fáum að szitja við sama borð og öll önur fyrirtæki varðandi útvistun verkefna,“ segir Ólafur Teitur. En þar stendur hnífurinn einmitt í kúnni og deilan virðist vera kominn í algeran hnút. Ólafur Teitur segir gildandi hömlur á verktöku hafa verið í gildi í bráðum hálfa öld en frá því þær hafi verið settar hafi starfsumhverfi fyrirtækisins breyst mikið. „Við til dæmis njótum ekki lengur neinna sérkjara varðandi skatta eins og við gerum áður. Eftir því sem við færumst nær almennu íslensku viðskiptaumhverfi hvað varðar t.d. skatta og gjöld finnst okkur að þróunin eigi að vera á svipaðan hátt hvað varðar vinnumarkaðsleg mál. Að við fáum að njóta sama umhverfis og önnur fyrirtæki njóta. Sem við fáum ekki í dag,“ segir Ólafur Teitur. Áður boðaðar vinnustöðvanir og boðun útflutningsbannsins nú hafi þegar haft skaðleg áhrif á fyrirtækið. „Þetta hefur auðvitað strax þau áhrif að viðskiptavinir okkar eru mjög uggandi um hvort þeir fái frá okkur málm eða ekki. Við erum ekki að framleiða inn í einhverja heimsmarkaðs púllíu heldur beit upp í pantanir tiltekinna viðskiptavina sem eru í sambandi við okkur og biðja okkur að framleiða ákveðna vöru og afhenda hana á ákveðnum degi. Þannig að þeir eru nú þegar uggandi um hovort þeir geti fengið sínar pantanir uppfylltar eða ekki. Við töpuðum tugum þúsunda tonna af pöntunum á síðasta ári þegar vofði yfir verkfall hér. Þannig að þetta hefur þegar valdið okkur miklu tjóni og heldur áfram að gera það þessi óvissa,“ segir Ólafur Teitur Guðnason.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07 Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35 Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02 Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall. 9. febrúar 2016 12:17 Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07
Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35
Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02
Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall. 9. febrúar 2016 12:17