Telja svínað á sér Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2016 13:56 Vísir/Auðunn Stjórn Svínaræktarfélags Íslands hefur lýst yfir vonbrigðum með niðurstöður búvörusamningana, sem undirritaðir voru fyrir helgina. Þeir segja framlög ríkisins til greinarinnar ekki vera í samræmi við stuðning til svínaræktenda í nágrannaríkjum okkar og að verulega sé vegið að rótum svínaræktar á Íslandi. Stjórnin íhugar hvort hagsmunum svínaræktenda sé betur borgið utan Bændasamtaka Íslands. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að framlög til uppbyggingar svínabúa séu samtals 440 milljónir króna, samkvæmt samningunum sem gilda til tíu ára. Það séu einu framlög ríkisins til greinarinnar. Þá segi óháðir sérfræðingar að kostnaður við nauðsynlegar breytingar vegna hertum ákvæðum nýrrar reglugerðar um aðbúnað í svínarækt sé um 2,5 til 3,2 milljarðar króna. „Með íþyngjandi reglugerð um aðbúnað, auknum heimildum til innflutnings á svínakjöti frá og með 2017 og nú síðast nýjum búvörusamningum er vegið alvarlega að rótum svínaræktar á Íslandi,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnin segir að við gerbreyttar forsendur, sem séu alfarið að tilstuðlan ríkisins, hljóti það að vera sanngjörn krafa að úrelding verði hluti af nýju rekstrarumhverfi. Þannig geti bændur sem vilja hætta rekstri, gert það án þess að taka með sér skuldaklafa. „Þá er gerð nýrra búvörusamninga með þeim hætti að Svínaræktarfélag Íslands hlýtur að skoða það alvarlega hvort hagsmunum þess er betur borgið utan Bændasamtaka Íslands.“ Boðað hefur verið til fundar þann 2. mars og fyrir fundinum liggur tillaga um að félagið slíti sig frá Bændasamtökunum. Búvörusamningar Tengdar fréttir Nýr búvörusamningur: Vill að neytendur fái sömu leiðréttingu og bændur Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir að verið sé að stoppa í gat sem bændur óttaðist að gætu komið í tollmúrana. 22. febrúar 2016 12:08 Segir það fáránlegt að ganga fram með samninga án samstöðu Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir samráðsleysi ríkisstjórnarinnar og bendir á að samningarnir eiga enn eftir að hljóta þinglega meðferð og hljóta samþykki til að veita fé úr fjárlögum. 22. febrúar 2016 13:20 Nýr samningur skapi smjörfjöll Hagfræðiprófessor býst við offramleiðslu mjólkur í kjölfar nýrra búvörusamninga. Bændur verði festir í kerfi sem hefti nýsköpun og lítt sé hugað að hag neytenda. Íbúar SV-lands niðurgreiði mjólk fyrir aðra. 23. febrúar 2016 07:00 Segir nýjan búvörusamning vera dauðadóm Ólafur M. Magnússon forstjóri Mjólkurbúsins Kú gagnrýnir harðlega nýjan búvörusamning og segir hann vera aðför að neytendum. 21. febrúar 2016 12:23 Verja 132 milljörðum í landbúnað á tíu árum Ríkið hyggst leggja 132 milljarða króna í styrki til landbúnaðar næsta áratug samkvæmt nýjum búvörusamningi sem undirritaður var í gær. Árlegt framlag hækkar um 900 milljónir. Umbreytingasamningur segir landbúnaðarráðherra. 20. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Stjórn Svínaræktarfélags Íslands hefur lýst yfir vonbrigðum með niðurstöður búvörusamningana, sem undirritaðir voru fyrir helgina. Þeir segja framlög ríkisins til greinarinnar ekki vera í samræmi við stuðning til svínaræktenda í nágrannaríkjum okkar og að verulega sé vegið að rótum svínaræktar á Íslandi. Stjórnin íhugar hvort hagsmunum svínaræktenda sé betur borgið utan Bændasamtaka Íslands. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að framlög til uppbyggingar svínabúa séu samtals 440 milljónir króna, samkvæmt samningunum sem gilda til tíu ára. Það séu einu framlög ríkisins til greinarinnar. Þá segi óháðir sérfræðingar að kostnaður við nauðsynlegar breytingar vegna hertum ákvæðum nýrrar reglugerðar um aðbúnað í svínarækt sé um 2,5 til 3,2 milljarðar króna. „Með íþyngjandi reglugerð um aðbúnað, auknum heimildum til innflutnings á svínakjöti frá og með 2017 og nú síðast nýjum búvörusamningum er vegið alvarlega að rótum svínaræktar á Íslandi,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnin segir að við gerbreyttar forsendur, sem séu alfarið að tilstuðlan ríkisins, hljóti það að vera sanngjörn krafa að úrelding verði hluti af nýju rekstrarumhverfi. Þannig geti bændur sem vilja hætta rekstri, gert það án þess að taka með sér skuldaklafa. „Þá er gerð nýrra búvörusamninga með þeim hætti að Svínaræktarfélag Íslands hlýtur að skoða það alvarlega hvort hagsmunum þess er betur borgið utan Bændasamtaka Íslands.“ Boðað hefur verið til fundar þann 2. mars og fyrir fundinum liggur tillaga um að félagið slíti sig frá Bændasamtökunum.
Búvörusamningar Tengdar fréttir Nýr búvörusamningur: Vill að neytendur fái sömu leiðréttingu og bændur Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir að verið sé að stoppa í gat sem bændur óttaðist að gætu komið í tollmúrana. 22. febrúar 2016 12:08 Segir það fáránlegt að ganga fram með samninga án samstöðu Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir samráðsleysi ríkisstjórnarinnar og bendir á að samningarnir eiga enn eftir að hljóta þinglega meðferð og hljóta samþykki til að veita fé úr fjárlögum. 22. febrúar 2016 13:20 Nýr samningur skapi smjörfjöll Hagfræðiprófessor býst við offramleiðslu mjólkur í kjölfar nýrra búvörusamninga. Bændur verði festir í kerfi sem hefti nýsköpun og lítt sé hugað að hag neytenda. Íbúar SV-lands niðurgreiði mjólk fyrir aðra. 23. febrúar 2016 07:00 Segir nýjan búvörusamning vera dauðadóm Ólafur M. Magnússon forstjóri Mjólkurbúsins Kú gagnrýnir harðlega nýjan búvörusamning og segir hann vera aðför að neytendum. 21. febrúar 2016 12:23 Verja 132 milljörðum í landbúnað á tíu árum Ríkið hyggst leggja 132 milljarða króna í styrki til landbúnaðar næsta áratug samkvæmt nýjum búvörusamningi sem undirritaður var í gær. Árlegt framlag hækkar um 900 milljónir. Umbreytingasamningur segir landbúnaðarráðherra. 20. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Nýr búvörusamningur: Vill að neytendur fái sömu leiðréttingu og bændur Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir að verið sé að stoppa í gat sem bændur óttaðist að gætu komið í tollmúrana. 22. febrúar 2016 12:08
Segir það fáránlegt að ganga fram með samninga án samstöðu Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir samráðsleysi ríkisstjórnarinnar og bendir á að samningarnir eiga enn eftir að hljóta þinglega meðferð og hljóta samþykki til að veita fé úr fjárlögum. 22. febrúar 2016 13:20
Nýr samningur skapi smjörfjöll Hagfræðiprófessor býst við offramleiðslu mjólkur í kjölfar nýrra búvörusamninga. Bændur verði festir í kerfi sem hefti nýsköpun og lítt sé hugað að hag neytenda. Íbúar SV-lands niðurgreiði mjólk fyrir aðra. 23. febrúar 2016 07:00
Segir nýjan búvörusamning vera dauðadóm Ólafur M. Magnússon forstjóri Mjólkurbúsins Kú gagnrýnir harðlega nýjan búvörusamning og segir hann vera aðför að neytendum. 21. febrúar 2016 12:23
Verja 132 milljörðum í landbúnað á tíu árum Ríkið hyggst leggja 132 milljarða króna í styrki til landbúnaðar næsta áratug samkvæmt nýjum búvörusamningi sem undirritaður var í gær. Árlegt framlag hækkar um 900 milljónir. Umbreytingasamningur segir landbúnaðarráðherra. 20. febrúar 2016 07:00