Segir nýjan búvörusamning vera dauðadóm Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. febrúar 2016 12:23 Ólafur M. Magnússon forstjóri Mjólkurbúsins Kú gagnrýnir harðlega nýjan búvörusamning og segir hann vera aðför að neytendum. Vísir/Stefán Nýr búvörusamningur er dauðadómur yfir rekstri sjálfstæðra afurðastöðva í mjólkuriðnaði og alvarleg aðför að hagsmunum íslenskra neytenda að mati Ólafs M. Magnússonar forstjóra Mjólkurbússins KÚ. Ólafur bendir á að samkvæmt 12. grein samningsins sé verðlagningarvald fært til Mjólkursamsölunnar á sama tíma og framlag úr ríkissjóði til landbúnaðarins sé aukið en samningurinn gerir ráð fyrir að útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála muni hækka um rúmar 900 milljónir á næsta ári og verða samtals tæpir 14 milljarðar. „Eftir þennan samning og þennan gjörning þá sitjum við í sjálfstæðum afurðarstöðum eftir með það að við eigum allt okkar líf undir velvild og geðþótta MS komið. Menn þekkja söguna um afdrif þeirra fyrirtækja sem reynt hafa að keppa við MS.“ segir Ólafur.Sjá einnig: Búvörusamningar: Kostnaður ríkisins við landbúnaðinn meiri en kostnaður Svavarssamninga hefði verið Þá segir Ólafur að með tilkomu samningins sé verðlagsnefnd ætlað að samþykkja ákvarðanir MS. „Í raun er verðlagsnefnd ekki lögð niður heldur er hún nú kölluð „opinber aðili“ í samningnum. Er henni þá ætlað að leggja blessun sína og stimpla ákvarðanir MS. Það hlýtur að vekja upp stórar spurningar þegar fyrirtæki sem er með markaðsráðandi stöðu, með yfir 98 prósent markaðshlutdeild, treystir sér ekki til þess að starfa samkvæmt samkeppnislögumm,“ segir Ólafur.Bindur vonir við að Alþingi grípi í taumanaSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur varið búvörusamninginn og gefur hann lítið fyrir þá gagnrýni á samninginn sem komið hefur upp á undanförnum dögum. Samtök Verslunar og þjónustu gagnrýndu í gær samninginn og sögðu að hann myndi kosta skattgreiðendur tugi milljarða og líku honum við Svavarssamningin svokallaða í Icesave-málinu.Sjá einnig: Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamningÍ færslu á vefsíðu sinni sagði Sigmundur Davíð að sú gagnrýni væri „komin langt út í haga“ og að stuðningur við landbúnaðinn snerist um að spara gjaldeyri. Ólafur er ekki hress með Sigmund Davíð og segir afstöðu hans í málinu undarlega. „Það er stórundarlegt að forsætisráðherra landsins telur það hafið yfir gagnrýni þegar verið er að höndla með 22 milljarða úr opinberu fé,“ segir Ólafur sem bindur vonir við að Alþingi muni grípa inn í og koma í veg fyrir að samningurinn verði að veruleika en þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður flokksins, segjast ekki ætla að styðja samninginn. Búvörusamningar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Nýr búvörusamningur er dauðadómur yfir rekstri sjálfstæðra afurðastöðva í mjólkuriðnaði og alvarleg aðför að hagsmunum íslenskra neytenda að mati Ólafs M. Magnússonar forstjóra Mjólkurbússins KÚ. Ólafur bendir á að samkvæmt 12. grein samningsins sé verðlagningarvald fært til Mjólkursamsölunnar á sama tíma og framlag úr ríkissjóði til landbúnaðarins sé aukið en samningurinn gerir ráð fyrir að útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála muni hækka um rúmar 900 milljónir á næsta ári og verða samtals tæpir 14 milljarðar. „Eftir þennan samning og þennan gjörning þá sitjum við í sjálfstæðum afurðarstöðum eftir með það að við eigum allt okkar líf undir velvild og geðþótta MS komið. Menn þekkja söguna um afdrif þeirra fyrirtækja sem reynt hafa að keppa við MS.“ segir Ólafur.Sjá einnig: Búvörusamningar: Kostnaður ríkisins við landbúnaðinn meiri en kostnaður Svavarssamninga hefði verið Þá segir Ólafur að með tilkomu samningins sé verðlagsnefnd ætlað að samþykkja ákvarðanir MS. „Í raun er verðlagsnefnd ekki lögð niður heldur er hún nú kölluð „opinber aðili“ í samningnum. Er henni þá ætlað að leggja blessun sína og stimpla ákvarðanir MS. Það hlýtur að vekja upp stórar spurningar þegar fyrirtæki sem er með markaðsráðandi stöðu, með yfir 98 prósent markaðshlutdeild, treystir sér ekki til þess að starfa samkvæmt samkeppnislögumm,“ segir Ólafur.Bindur vonir við að Alþingi grípi í taumanaSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur varið búvörusamninginn og gefur hann lítið fyrir þá gagnrýni á samninginn sem komið hefur upp á undanförnum dögum. Samtök Verslunar og þjónustu gagnrýndu í gær samninginn og sögðu að hann myndi kosta skattgreiðendur tugi milljarða og líku honum við Svavarssamningin svokallaða í Icesave-málinu.Sjá einnig: Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamningÍ færslu á vefsíðu sinni sagði Sigmundur Davíð að sú gagnrýni væri „komin langt út í haga“ og að stuðningur við landbúnaðinn snerist um að spara gjaldeyri. Ólafur er ekki hress með Sigmund Davíð og segir afstöðu hans í málinu undarlega. „Það er stórundarlegt að forsætisráðherra landsins telur það hafið yfir gagnrýni þegar verið er að höndla með 22 milljarða úr opinberu fé,“ segir Ólafur sem bindur vonir við að Alþingi muni grípa inn í og koma í veg fyrir að samningurinn verði að veruleika en þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður flokksins, segjast ekki ætla að styðja samninginn.
Búvörusamningar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira