Lífið

Alda Dís og Gréta Salóme mætast í einvígi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Alda Dís og Gréta Salóme mætast í einvígi um hvaða lag verður framlag Ísland til Eurovision í Svíþjóð í maí.
Alda Dís og Gréta Salóme mætast í einvígi um hvaða lag verður framlag Ísland til Eurovision í Svíþjóð í maí. Mynd/Pressphotos
Now með Öldu Dís Arnardóttur og Hear Them Calling með Grétu Salóme Stefánsdóttur mætast í einvíginu um að verða framlag Íslendinga í Eurovision í Svíþjóð í maí.

Hear Them Calling er eftir Grétu Salóme Stefánsdóttir en Now er eftir Ölmu Guðmundsdóttir og James Wong.

Lögin komust í einvígið með atkvæði frá dómnefnd sem hafði helmingsvægi á móti símakosningu áhorfenda. Lagið „Hear Them Call­ing“ með Gretu Salóme hlaut 20.869 stig og „Now“ í flutn­ingi Öldu Dís­ar hlaut sam­tals 22.897 at­kvæði. Aðeins munaði 78 stig­um á lög­un­um tveim­ur í síma­kosn­ing­unni.

Í einvíginu ræður aðeins símakosning áhorfenda. Þeir sem vilja kjósa Grétu Salóme hringja í 900-9901. Þeir sem vilja kjósa Öldu Dís hringja í 900-9906.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.