Aðeins munaði 36 atkvæðum á Guðmundi og Kyrrð: Mummi Messi fór á kostum og tók Moonwalk
Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðmundur Reynir komst ekki áfram.vísir/daníel Þór
Tvö atriði komust áfram í fyrsta undanúrslitaþætti Ísland Got Talent, sem sýndur var í beinni útsendingu á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Baráttan var afar hörð og mjótt var á munum en að lokum stóðu þau Símon og Halla uppi sem sigurvegarar og hljómsveitin Kyrrð hafnaði í öðru sæti.
Atkvæðin féllu jafnt hjá dómurum og skar því símakosningin úr um sigurvegara. Einungis nokkur atkvæði voru á milli Kyrrðar og Guðmundar Reynis, en sem fyrr segir eru aðeins tvö atriði sem fara áfram í úrslitaþáttinn.
Aðeins munaði 36 atkvæðum á Guðmundi Reyni og Kyrrð í símakosningunni. Guðmundur, stundum kallaður Mummi Messi, stóð sig virkilega vel í þættinum og má sjá atriðið hans hér að neðan. Einnig má sjá siguratriðin tvö.
Thelma Dögg Guðmundsen taldi að þátttöku sinni í þáttunum væri lokið og átti því síður en svo von á dómurunum á tröppunum heima hjá sér síðastliðinn sunnudag.
Dómararnir í Ísland Got Talent voru ekki sáttir með það hversu fáa keppendur framleiðendur þáttarins leyfðu þeim að velja inn í undanúrslitin. Þeir héldu því neyðarfund til að sannfæra þá um að hleypa öðrum keppanda áfram.