„Gestirnir gistu allir á Hótel Húsafelli nóttina fyrir brúðkaupið en enginn vissi hvað var í vændum,“ segir Eva María Þórarinsdóttir, einn eigenda Pink Iceland og skipuleggjandi brúðkaupsins, í tilkynningu frá fyrirtækinu Into the Glacier. „Eftir morgunmat gengum við úr skugga um að allir væru vel klæddir og svo mættu nokkrir „súperjeppar“ á svæðið, sóttu gestina og keyrðu upp á jökul.“
Ísland í dag fékk að heimsækja íshellinn fyrir um ári síðan, stuttu áður en hann opnaði. Innslagið má sjá hér að neðan.
Kristín María Stefánsdóttir ljósmyndari var viðstödd athöfnina og er hér að neðan að finna nokkrar vel valdar myndir frá henni.