Bættu bara við hita og vatni Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 9. mars 2016 10:00 Hópurinn vann verkefnið saman en þau eru öll nemendur á þriðja ári í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Þriðja árs nemar í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands unnu fyrir jól verkefni í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur en verkefnið, sem ber heitið Úr viðjum víðis, var unnið í áfanganum Stefnumót hönnuða við skógræktarbændur. Áhersla var lögð á að breyta trjátegundinni á margvíslegan máta og sköpuðu nemendurnir þannig fjölbreytt hráefni með ólíka eiginlega en forvitni vekur að engu var þar bætt við nema vatni og hita. „Í ár fengum við bara eina trjátegund til þess að vinna með og það var víðir. Við erum sjö í bekknum og við byrjuðum á að rannsaka víðinn saman sem hópur og héldum því í rauninni bara áfram allan tímann,“ segir Védís Pálsdóttir, ein nemendanna, en verkefnið er auk hennar unnið af þeim Birtu Rós Brynjólfsdóttur, Birni Blumenstein Jóhannessyni, Emilíu Sigurðardóttur, Johanna Seelemann, Kristínu Sigurðardóttur og Theodóru Mjöll Skúladóttur Jack. Védís segir það hafa verið örlítið kvíðvænlegt í fyrstu að vinna einungis með eina trjátegund en hópurinn hafi hins vegar fljótlega áttað sig á því að möguleikarnir væru margir. „Við vorum svolítið hrædd við það í fyrstu að fá bara eina trjátegund að vinna með en svo byrjuðum við að lesa okkur til um víðinn. Til dæmis þekktar aðferðir -eins og pappírsgerð og snærisgerð og svo byrjuðum við að gera tilraunir með það sjálf og það leiddi okkur út í aðrar tilraunir líka.“Útópísk víðisverksmiðja sem veitir innsýn að fullnýtingu efnisins.Mynd/JohannaSeelemannMeðal þess sem kom upp úr krafsinu var kalkmassi, saltsteinn úr víðiösku og tjörugler unnið úr víðivatni en líkt og áður sagði var engu bætt við nema hita og vatni og segir Védís þeim hafa þótt mikilvægt að efninu væri umbreytt þannig að afraksturinn gæti farið aftur út í skóginn og brotnað þar niður sem næring. Védís segir þau jafnframt hafa komist að ýmiss konar fróðleik um víðinn og margt hafi komið þeim á óvart. „Til dæmis þegar við suðum víðinn svo við næðum innri berkinum til þess að búa til snæri tókum við eftir því að vatnið varð svo rautt á litinn. Það kom svo í ljós að það er vegna þess að það er svo mikið tannín í víði og við gerðum alls konar tilraunir með það litarefni.“ Meðlimir hópsins vinna nú að sínum lokaverkefnum en Védís segir verkefnið hafa vakið þau til umhugsunar um þá möguleika sem tengjast viðnum og slær ekki loku fyrir að þau muni í framtíðinni vinna eitthvað áfram með efniviðinn, sér í lagi þar sem víðir sé fremur lítið nýttur hér á landi þó að hann henti íslensku loftslagi vel og vaxi víða. Afrakstur verkefnisins verður hægt að berja augum í Sjóminjasafninu í Reykjavík á HönnunarMars og verður sýningin opnuð á morgun klukkan 17.00 en við sama tilefni verður útgáfu bókarinnar Willow Project fagnað, en bókin kemur út á vegum forlagsins Partusar. gydaloa@frettabladid.is HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Sjá meira
Þriðja árs nemar í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands unnu fyrir jól verkefni í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur en verkefnið, sem ber heitið Úr viðjum víðis, var unnið í áfanganum Stefnumót hönnuða við skógræktarbændur. Áhersla var lögð á að breyta trjátegundinni á margvíslegan máta og sköpuðu nemendurnir þannig fjölbreytt hráefni með ólíka eiginlega en forvitni vekur að engu var þar bætt við nema vatni og hita. „Í ár fengum við bara eina trjátegund til þess að vinna með og það var víðir. Við erum sjö í bekknum og við byrjuðum á að rannsaka víðinn saman sem hópur og héldum því í rauninni bara áfram allan tímann,“ segir Védís Pálsdóttir, ein nemendanna, en verkefnið er auk hennar unnið af þeim Birtu Rós Brynjólfsdóttur, Birni Blumenstein Jóhannessyni, Emilíu Sigurðardóttur, Johanna Seelemann, Kristínu Sigurðardóttur og Theodóru Mjöll Skúladóttur Jack. Védís segir það hafa verið örlítið kvíðvænlegt í fyrstu að vinna einungis með eina trjátegund en hópurinn hafi hins vegar fljótlega áttað sig á því að möguleikarnir væru margir. „Við vorum svolítið hrædd við það í fyrstu að fá bara eina trjátegund að vinna með en svo byrjuðum við að lesa okkur til um víðinn. Til dæmis þekktar aðferðir -eins og pappírsgerð og snærisgerð og svo byrjuðum við að gera tilraunir með það sjálf og það leiddi okkur út í aðrar tilraunir líka.“Útópísk víðisverksmiðja sem veitir innsýn að fullnýtingu efnisins.Mynd/JohannaSeelemannMeðal þess sem kom upp úr krafsinu var kalkmassi, saltsteinn úr víðiösku og tjörugler unnið úr víðivatni en líkt og áður sagði var engu bætt við nema hita og vatni og segir Védís þeim hafa þótt mikilvægt að efninu væri umbreytt þannig að afraksturinn gæti farið aftur út í skóginn og brotnað þar niður sem næring. Védís segir þau jafnframt hafa komist að ýmiss konar fróðleik um víðinn og margt hafi komið þeim á óvart. „Til dæmis þegar við suðum víðinn svo við næðum innri berkinum til þess að búa til snæri tókum við eftir því að vatnið varð svo rautt á litinn. Það kom svo í ljós að það er vegna þess að það er svo mikið tannín í víði og við gerðum alls konar tilraunir með það litarefni.“ Meðlimir hópsins vinna nú að sínum lokaverkefnum en Védís segir verkefnið hafa vakið þau til umhugsunar um þá möguleika sem tengjast viðnum og slær ekki loku fyrir að þau muni í framtíðinni vinna eitthvað áfram með efniviðinn, sér í lagi þar sem víðir sé fremur lítið nýttur hér á landi þó að hann henti íslensku loftslagi vel og vaxi víða. Afrakstur verkefnisins verður hægt að berja augum í Sjóminjasafninu í Reykjavík á HönnunarMars og verður sýningin opnuð á morgun klukkan 17.00 en við sama tilefni verður útgáfu bókarinnar Willow Project fagnað, en bókin kemur út á vegum forlagsins Partusar. gydaloa@frettabladid.is
HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“