Leifur og Sigmundur: Það leikur sér enginn að því að dæma tæknivillu Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. mars 2016 10:00 „Ég hef fengið mjög mikil viðbrögð og öll jákvæð. Þetta kom í raun miklu betur út en ég þorði að vona,“ segir Sigmundur Már Herbertsson, körfuboltadómari, um leikinn fræga þar sem hann og kollegar hans voru með hljóðnema á sér í Dominos-deild karla. Sigmundur, Leifur Sigfinnur Garðarsson og Björgvin Rúnarsson samþykktur að vera með hljóðnema á sér í leik Keflavíkur og Tindastós í Dominos-deildinni á dögunum. Þjálfarar liðanna voru einnig með hljóðnema og úr varð mjög skemmtileg innsýn inn í heim körfuboltadómaranna. Þeir segjst aðeins hafa fundið fyrir því að þeir væru með hljóðnema á sér til að byrja með en fljótt gleymdist það í hita leiksins. „Maður fékk eitthvað tæki á brækunar sem var svo tengt á svipaðan stað og flautan hangir hvort sem er. Maður var búinn að gleyma þessu þegar leikurinn var kominn í gang. Ég held að þetta hafi verið mjög skemmtilegt,“ segir Leifur og Sigmundur tekur undir það: „Í upphitun fann maður fyrir þessu en svo var eins og þetta væri ekki á staðnum því maður getur aldrei leikið neinn annan en maður er. Ég vissi ekki af þessu og þjálfararnir voru líka eins og vanalega.“Eins og sjá má í innslaginu eru dómararnir í stöðugum samskiptum við leikmenn. Sigmundur var nú líka í því að halda mönnum á tánum í leiknum eins og sást þegar hann róaði Myron Dempsey, leikmann Tindastóls, á vítalínunni. „Það eru miklar pælingar í dómgæslunni og í henni eru samskipti allt. Þetta byggir á samskiptum og við erum í samskiptum við leikmenn og þjálfara og reynum að koma í veg fyrir að menn brjóti af sér. Það er best að þurfa ekki að dæma neitt,“ segir Leifur og Sigmundur bætir við: „Stór hluti af körfuboltadómgæslu og allri dómgæslu eru samskipti. Þau verða að vera góð og maður verður að vanda sig. Í undirbúningi fyrir leik verður maður að undirbúa sig fyrir hvern maður er að fara að tala við. Þetta þarf að vanda mjög vel og þetta tókst ágætlega í þessum leik.“ Leifur dæmdi tæknivillu á Val Orra Valsson, leikmann Keflavíkur, í leiknum sem hvorki hann né þjálfari Keflavíkur, Sigurður Ingimundarson, voru sérstaklega ánægðir með. „Við gleymum því stundum að tæknivilla er eins nánast eins og gult spjald. Þetta er bara eitt vítaskot og svo heldur leikurinn áfram. Það leikur sér enginn að því að gefa einhverjar tæknivillur. Þetta er nú vanalega uppsafnað. Menn þurfa að sýna háttvísi, en við reynum að hjálpa leikmönnum svo þeir brjóti ekki af sér,“ segir Leifur Garðarsson. Allt viðtalið við dómarana má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir „Leikmaður númer fimmtán þarf að stoppa trash-talkið“ Stórskemmtileg samskipti dómara, þjálfara og leikmanna á viðureign Keflavíkur og Tindastóls í langri útgáfu. 8. mars 2016 07:00 Framlenging: "Þvílík djöfulsins meðalmennska hjá ÍR“ Jón Halldór Eðvaldsson lét Breiðhyltinga heyra það í Dominos-Körfuboltakvöldi í gær. 8. mars 2016 12:00 Pabbi Gunnars Nelson skammaði litblindan Fannar Ólafsson Eins og alltaf fór Fannar Ólafsson yfir mistök síðustu umferða í Dominos-deild karla en það var líka skotið á hann í beinni á Twitter. 8. mars 2016 14:30 Sjáðu kraftmikil leikhlé Teits: „Þetta er ekki spurning um að vinna eða tapa“ Teitur Örlygsson stýrði Njarðvík á móti Haukum í stað Friðriks Inga Rúnarssonar og sýndi af hverju hann er talinn besti þjálfari í leik á Íslandi. 8. mars 2016 13:30 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Sjá meira
„Ég hef fengið mjög mikil viðbrögð og öll jákvæð. Þetta kom í raun miklu betur út en ég þorði að vona,“ segir Sigmundur Már Herbertsson, körfuboltadómari, um leikinn fræga þar sem hann og kollegar hans voru með hljóðnema á sér í Dominos-deild karla. Sigmundur, Leifur Sigfinnur Garðarsson og Björgvin Rúnarsson samþykktur að vera með hljóðnema á sér í leik Keflavíkur og Tindastós í Dominos-deildinni á dögunum. Þjálfarar liðanna voru einnig með hljóðnema og úr varð mjög skemmtileg innsýn inn í heim körfuboltadómaranna. Þeir segjst aðeins hafa fundið fyrir því að þeir væru með hljóðnema á sér til að byrja með en fljótt gleymdist það í hita leiksins. „Maður fékk eitthvað tæki á brækunar sem var svo tengt á svipaðan stað og flautan hangir hvort sem er. Maður var búinn að gleyma þessu þegar leikurinn var kominn í gang. Ég held að þetta hafi verið mjög skemmtilegt,“ segir Leifur og Sigmundur tekur undir það: „Í upphitun fann maður fyrir þessu en svo var eins og þetta væri ekki á staðnum því maður getur aldrei leikið neinn annan en maður er. Ég vissi ekki af þessu og þjálfararnir voru líka eins og vanalega.“Eins og sjá má í innslaginu eru dómararnir í stöðugum samskiptum við leikmenn. Sigmundur var nú líka í því að halda mönnum á tánum í leiknum eins og sást þegar hann róaði Myron Dempsey, leikmann Tindastóls, á vítalínunni. „Það eru miklar pælingar í dómgæslunni og í henni eru samskipti allt. Þetta byggir á samskiptum og við erum í samskiptum við leikmenn og þjálfara og reynum að koma í veg fyrir að menn brjóti af sér. Það er best að þurfa ekki að dæma neitt,“ segir Leifur og Sigmundur bætir við: „Stór hluti af körfuboltadómgæslu og allri dómgæslu eru samskipti. Þau verða að vera góð og maður verður að vanda sig. Í undirbúningi fyrir leik verður maður að undirbúa sig fyrir hvern maður er að fara að tala við. Þetta þarf að vanda mjög vel og þetta tókst ágætlega í þessum leik.“ Leifur dæmdi tæknivillu á Val Orra Valsson, leikmann Keflavíkur, í leiknum sem hvorki hann né þjálfari Keflavíkur, Sigurður Ingimundarson, voru sérstaklega ánægðir með. „Við gleymum því stundum að tæknivilla er eins nánast eins og gult spjald. Þetta er bara eitt vítaskot og svo heldur leikurinn áfram. Það leikur sér enginn að því að gefa einhverjar tæknivillur. Þetta er nú vanalega uppsafnað. Menn þurfa að sýna háttvísi, en við reynum að hjálpa leikmönnum svo þeir brjóti ekki af sér,“ segir Leifur Garðarsson. Allt viðtalið við dómarana má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir „Leikmaður númer fimmtán þarf að stoppa trash-talkið“ Stórskemmtileg samskipti dómara, þjálfara og leikmanna á viðureign Keflavíkur og Tindastóls í langri útgáfu. 8. mars 2016 07:00 Framlenging: "Þvílík djöfulsins meðalmennska hjá ÍR“ Jón Halldór Eðvaldsson lét Breiðhyltinga heyra það í Dominos-Körfuboltakvöldi í gær. 8. mars 2016 12:00 Pabbi Gunnars Nelson skammaði litblindan Fannar Ólafsson Eins og alltaf fór Fannar Ólafsson yfir mistök síðustu umferða í Dominos-deild karla en það var líka skotið á hann í beinni á Twitter. 8. mars 2016 14:30 Sjáðu kraftmikil leikhlé Teits: „Þetta er ekki spurning um að vinna eða tapa“ Teitur Örlygsson stýrði Njarðvík á móti Haukum í stað Friðriks Inga Rúnarssonar og sýndi af hverju hann er talinn besti þjálfari í leik á Íslandi. 8. mars 2016 13:30 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Sjá meira
„Leikmaður númer fimmtán þarf að stoppa trash-talkið“ Stórskemmtileg samskipti dómara, þjálfara og leikmanna á viðureign Keflavíkur og Tindastóls í langri útgáfu. 8. mars 2016 07:00
Framlenging: "Þvílík djöfulsins meðalmennska hjá ÍR“ Jón Halldór Eðvaldsson lét Breiðhyltinga heyra það í Dominos-Körfuboltakvöldi í gær. 8. mars 2016 12:00
Pabbi Gunnars Nelson skammaði litblindan Fannar Ólafsson Eins og alltaf fór Fannar Ólafsson yfir mistök síðustu umferða í Dominos-deild karla en það var líka skotið á hann í beinni á Twitter. 8. mars 2016 14:30
Sjáðu kraftmikil leikhlé Teits: „Þetta er ekki spurning um að vinna eða tapa“ Teitur Örlygsson stýrði Njarðvík á móti Haukum í stað Friðriks Inga Rúnarssonar og sýndi af hverju hann er talinn besti þjálfari í leik á Íslandi. 8. mars 2016 13:30