Í stiklunni er lítið gefið upp um söguþráðinn, en eins og aðdáendur þáttanna þekkja verður þetta fyrsta þáttaröðin sem fer fram úr bókaröð George R. R. Martin, sem hingað til hefur getað veitt vísbendingar um hvað gerist í þáttunum. Þó mun áhorfendum sennilega þykja nægilega spennandi í bili að sjá helstu persónum bregða fyrir í nýju stiklunni.
Aðalpersónur á borð við Daenerys Targaryen og Tyrion Lannister eru að sjálfsögðu á sínum stað auk þess sem Hafþóri Júlíusi Björnssyni kraftlyftingamanni bregður fyrir örstutt í hlutverki sínu.
Þetta er fyrsta hefðbundna stiklan fyrir þáttaröðina, og auglýst sem slík á Facebook-síðunni, en ýmis konar kynningarefni hefur þó áður komið fram til að halda spennunni í aðdáðendum þáttanna. Meðal annars varð íslenski kvikmyndagerðarmaðurinn Rúnar Ingi Einarsson þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að leikstýra svokölluðu „tís“ fyrir sjöttu þáttaröðina.
Nýju stikluna í heild sinni má sjá hér að neðan.