Logi handleggsbrotinn og tímabilið í hættu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. mars 2016 10:53 Logi í leik með Njarðvík. Vísir Logi Gunnarsson, bakvörður Njarðvíkur, handleggsbrotnaði í leik liðsins gegn Þór Þorlákshöfn í gær. Atvikið átti sér stað í fyrsta leikhluta en Logi kláraði engu að síður leikinn. „Þetta gerðist snemma í leiknum. Ég var að keyra inn að körfunni og það var einhver sem lamdi á höndina. Þetta var bara alger óheppni,“ sagði Logi sem sagði að hann hefði vitað strax að hann væri brotinn. Hann er í gipsi í dag. „Ég sá að beinið stóð út af. Við teipuðum þetta í hálfleik og ég reyndi bara að drippla með vinstri og spila vörn það sem eftir var af leiknum.“Sjá einnig: Fullt hús hjá Einari Árna á móti Njarðvík Leikurinn gegn Þór var æsispennandi og réðst ekki fyrr en á lokasekúndunum. Njarðvík fékk tækifæri til að jafna leikinn í síðustu sókninni en Logi, einn besti skotmaður landsins, tók eðlilega ekki skotið. „Þetta gekk ágætlega þrátt fyrir allt. Við vorum að spila gegn sterku liði og auðvitað hefði maður viljað taka skot í lokin enda mikilvægar sóknir. En það var bara ekki hægt.“ „Ég reyndi bara að gera mitt besta í vörninni og stöðva útlendinginn [Vance Hall] þeirra. Það gekk á köflum ágætlega. Ég reyndi bara að aðstoða eins og ég gat.“ Hann segir óvíst hvort hann spili aftur á leiktíðinni eða þá hvenær. „Ég hef verið mjög hepppinn með meiðsli í gegnum tíðina og þekki bara ekki hvernig svona lagað gengur fyrir sig - hvort ég megi spila strax þegar ég losna við gipsið. Ég hitti vonandi sérfræðing í dag.“Sjá einnig: Gunnar: Bonneau búinn að vera ótrúlega duglegur Njarðvíkurliðið hefur mátt þola ýmis skakkaföll í vetur en það hófst þegar Stefan Bonneau meiddist á undirbúningstímabilinu. Þá missti Haukur Helgi Pálsson af leiknum í gær vegna meiðsla. „Stundum er þetta bara svona. Það kemur eitt á eftir öðru. Við vonum samt að Haukur komi til baka. Við höfum verið vængbrotnir en samt náðum við næstum því að vinna sterkt lið Þórs í gær. Það þýðir ekkert annað að verja bjartsýnir, þrátt fyrir að tímasetningin á meiðslunum sé hundleiðinleg.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gunnar: Bonneau búinn að vera ótrúlega duglegur Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, ætlar ekki aðeins að fylgjast vel með þegar Stefan Bonneau spilar sinn fyrsta leik með Njarðvík eftir hásinarslit því formaðurinn ætlar að spila sjálfur með Bonneau í kvöld. 1. mars 2016 19:56 Stefan Bonneau spilar með b-liði Njarðvíkur í kvöld Stefan Bonneau snýr aftur á körfuboltavöllinn í kvöld þegar hann mun spila með b-liði Njarðvíkur í 2. deildinni. 1. mars 2016 19:36 Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Njarðvík 80-77 | Fullt hús hjá Einari Árna á móti Njarðvík Þórsarar unnu Njarðvíkinga í lokaleik 20. umferðar Domino´s deildar karla eftir æsispennandi leik liðanna í Þorlákshöfn í kvöld. 4. mars 2016 21:30 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Sjá meira
Logi Gunnarsson, bakvörður Njarðvíkur, handleggsbrotnaði í leik liðsins gegn Þór Þorlákshöfn í gær. Atvikið átti sér stað í fyrsta leikhluta en Logi kláraði engu að síður leikinn. „Þetta gerðist snemma í leiknum. Ég var að keyra inn að körfunni og það var einhver sem lamdi á höndina. Þetta var bara alger óheppni,“ sagði Logi sem sagði að hann hefði vitað strax að hann væri brotinn. Hann er í gipsi í dag. „Ég sá að beinið stóð út af. Við teipuðum þetta í hálfleik og ég reyndi bara að drippla með vinstri og spila vörn það sem eftir var af leiknum.“Sjá einnig: Fullt hús hjá Einari Árna á móti Njarðvík Leikurinn gegn Þór var æsispennandi og réðst ekki fyrr en á lokasekúndunum. Njarðvík fékk tækifæri til að jafna leikinn í síðustu sókninni en Logi, einn besti skotmaður landsins, tók eðlilega ekki skotið. „Þetta gekk ágætlega þrátt fyrir allt. Við vorum að spila gegn sterku liði og auðvitað hefði maður viljað taka skot í lokin enda mikilvægar sóknir. En það var bara ekki hægt.“ „Ég reyndi bara að gera mitt besta í vörninni og stöðva útlendinginn [Vance Hall] þeirra. Það gekk á köflum ágætlega. Ég reyndi bara að aðstoða eins og ég gat.“ Hann segir óvíst hvort hann spili aftur á leiktíðinni eða þá hvenær. „Ég hef verið mjög hepppinn með meiðsli í gegnum tíðina og þekki bara ekki hvernig svona lagað gengur fyrir sig - hvort ég megi spila strax þegar ég losna við gipsið. Ég hitti vonandi sérfræðing í dag.“Sjá einnig: Gunnar: Bonneau búinn að vera ótrúlega duglegur Njarðvíkurliðið hefur mátt þola ýmis skakkaföll í vetur en það hófst þegar Stefan Bonneau meiddist á undirbúningstímabilinu. Þá missti Haukur Helgi Pálsson af leiknum í gær vegna meiðsla. „Stundum er þetta bara svona. Það kemur eitt á eftir öðru. Við vonum samt að Haukur komi til baka. Við höfum verið vængbrotnir en samt náðum við næstum því að vinna sterkt lið Þórs í gær. Það þýðir ekkert annað að verja bjartsýnir, þrátt fyrir að tímasetningin á meiðslunum sé hundleiðinleg.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gunnar: Bonneau búinn að vera ótrúlega duglegur Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, ætlar ekki aðeins að fylgjast vel með þegar Stefan Bonneau spilar sinn fyrsta leik með Njarðvík eftir hásinarslit því formaðurinn ætlar að spila sjálfur með Bonneau í kvöld. 1. mars 2016 19:56 Stefan Bonneau spilar með b-liði Njarðvíkur í kvöld Stefan Bonneau snýr aftur á körfuboltavöllinn í kvöld þegar hann mun spila með b-liði Njarðvíkur í 2. deildinni. 1. mars 2016 19:36 Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Njarðvík 80-77 | Fullt hús hjá Einari Árna á móti Njarðvík Þórsarar unnu Njarðvíkinga í lokaleik 20. umferðar Domino´s deildar karla eftir æsispennandi leik liðanna í Þorlákshöfn í kvöld. 4. mars 2016 21:30 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Sjá meira
Gunnar: Bonneau búinn að vera ótrúlega duglegur Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, ætlar ekki aðeins að fylgjast vel með þegar Stefan Bonneau spilar sinn fyrsta leik með Njarðvík eftir hásinarslit því formaðurinn ætlar að spila sjálfur með Bonneau í kvöld. 1. mars 2016 19:56
Stefan Bonneau spilar með b-liði Njarðvíkur í kvöld Stefan Bonneau snýr aftur á körfuboltavöllinn í kvöld þegar hann mun spila með b-liði Njarðvíkur í 2. deildinni. 1. mars 2016 19:36
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Njarðvík 80-77 | Fullt hús hjá Einari Árna á móti Njarðvík Þórsarar unnu Njarðvíkinga í lokaleik 20. umferðar Domino´s deildar karla eftir æsispennandi leik liðanna í Þorlákshöfn í kvöld. 4. mars 2016 21:30