Lífið

„Subbuleg smekkleysa“ og „Fáheyrður ósmekkur“

Jakob Bjarnar skrifar
Innileg hneykslan á framgöngu Fannars hefur náð að sameina ýmsa heldri borgara sem annars hafa eldað grátt silfur.
Innileg hneykslan á framgöngu Fannars hefur náð að sameina ýmsa heldri borgara sem annars hafa eldað grátt silfur.
Framganga Hraðfréttapilta á Eddunni á sunnudag fór heldur betur fyrir brjóstið á heldri borgurum, svo mjög að gamlir fjendur sameinuðust í einlægri hneykslan á þeim Fannari Sveinssyni og Benedikt Valssyni.

Fannar kveikti sér í sígarettu og Benedikt opnaði bjórdós um leið og þeir kynntu tilnefningar Edduverðlaunanna fyrir barnaefni. Þekktir heldri borgarar hafa lýst yfir mikilli fyrirlitningu á þessari framgöngu, en Morgunblaðið greindi frá þessu.

Eiður Svanberg Guðnason, fyrrverandi sendiherra, reið á vaðið á Facebook og sagði: „Subbulegt. Ekki óvænt. Borguð bjórauglýsing? Hvar var útvarpsstjórinn?“

Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherra, tekur heilshugar undir þau orð og þarf reyndar ekki mörg orð til að lýsa vandlætingu sinni: „Subbuleg smekkleysa,“ segir hann á síðu Eiðs.

Jón Viðar Jónsson, hinn skeleggi leiklistargagnrýni, setur málið í samhengi og bendir á eftirfarandi: „Útvarpsstjórinn, sem NB ráðherra sjálfstæðisflokksins réði, sat út í sal og hló.“

Það sem kannski sætir mestum tíðindum í þessu öllu er að Sigurður G. Tómasson, fyrrverandi fjölmiðlamaður, er alveg á sama máli og Björn Bjarnason en þeir hafa eldað grátt silfur allt frá þeim tíma að Sigurður G. var dagskrárstjóri Stöðvar 2 og Björn menntamálaráðherra: „Fáheyrður ósmekkur!“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.