Sérhæfa sig í þjónustu við erlendar stjörnur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. mars 2016 07:00 "Sumir kaupa sér miða á Saga Class þótt það sé hægt að fá ódýrari sæti rétt fyrir aftan. Það sama gildir um lúxusakstur,“ segir Hjörtur sem hér stendur við einn af bílum Servio. Fréttablaðið/Anton „Þetta eru ekki bara stjörnurnar heldur allt fylgdarlið líka, það fylgir þessu öllu mikill atgangur,“ segir Hjörtur Freyr Vigfússon, markaðsstjóri Securitas. Dótturfyrirtæki Securitas, Servio, sérhæfir sig í þjónustu við kvikmynda- og auglýsingafyrirtæki sem koma til Íslands. Þjónustan felst í akstri á sérútbúnum glæsikerrum, öryggis- og lífvarsla eins og að vera með vörð við hótelið sem viðkomandi gistir á eða hreinlega redda því sem þarf að redda hverju sinni. „Okkar mottó er að gestum okkar eigi að líða eins og drottningum og kóngum,“ segir Hjörtur og játar því að nóg sé að gera í bransanum enda hafi eftirspurnin aukist gífurlega síðustu árin í takt við vinsældir Íslands sem tökustaðar. Það eru sjö í föstu starfi hjá Servio en fjórtán í viðbót eru í verktakavinnu og kallaðir út þegar sinnt er stórum verkefnum. Eins og þessa dagana við Mývatni þar sem Hollywood-myndin Fast and the Furious er tekin upp. Flestir starfsmenn eru fyrrverandi lögreglumenn sem fara svo í stranga sérþjálfun áður en þeir taka til starfa hjá Servio. „Við gefum ekkert uppi um gesti okkar en ég get sagt að við erum leiðandi í þessari þjónustu og séum með mjög mikilvæga kúnna,“ svarar Hjörtur kíminn þegar hann er spurður hvort Justin Bieber og Bill Gates hafi nýtt sér þjónustu fyrirtækisins. „Þagmælskan er mikilvæg í þessu starfi. Það læra starfsmenn okkar strax, þeir yrða til dæmis ekki á gesti okkar nema á þá sé mælt. Það er ekki þetta venjulega kumpánlega íslenska spjall í boði.“ Dæmi um verð fyrir stjörnumeðhöndlun er 35 þúsund krónur fyrir akstur á flugvöllinn og 250 þúsund krónur fyrir sólarhringsgæslu, en verðið fer þó eftir aðstæðum og áhættu. Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
„Þetta eru ekki bara stjörnurnar heldur allt fylgdarlið líka, það fylgir þessu öllu mikill atgangur,“ segir Hjörtur Freyr Vigfússon, markaðsstjóri Securitas. Dótturfyrirtæki Securitas, Servio, sérhæfir sig í þjónustu við kvikmynda- og auglýsingafyrirtæki sem koma til Íslands. Þjónustan felst í akstri á sérútbúnum glæsikerrum, öryggis- og lífvarsla eins og að vera með vörð við hótelið sem viðkomandi gistir á eða hreinlega redda því sem þarf að redda hverju sinni. „Okkar mottó er að gestum okkar eigi að líða eins og drottningum og kóngum,“ segir Hjörtur og játar því að nóg sé að gera í bransanum enda hafi eftirspurnin aukist gífurlega síðustu árin í takt við vinsældir Íslands sem tökustaðar. Það eru sjö í föstu starfi hjá Servio en fjórtán í viðbót eru í verktakavinnu og kallaðir út þegar sinnt er stórum verkefnum. Eins og þessa dagana við Mývatni þar sem Hollywood-myndin Fast and the Furious er tekin upp. Flestir starfsmenn eru fyrrverandi lögreglumenn sem fara svo í stranga sérþjálfun áður en þeir taka til starfa hjá Servio. „Við gefum ekkert uppi um gesti okkar en ég get sagt að við erum leiðandi í þessari þjónustu og séum með mjög mikilvæga kúnna,“ svarar Hjörtur kíminn þegar hann er spurður hvort Justin Bieber og Bill Gates hafi nýtt sér þjónustu fyrirtækisins. „Þagmælskan er mikilvæg í þessu starfi. Það læra starfsmenn okkar strax, þeir yrða til dæmis ekki á gesti okkar nema á þá sé mælt. Það er ekki þetta venjulega kumpánlega íslenska spjall í boði.“ Dæmi um verð fyrir stjörnumeðhöndlun er 35 þúsund krónur fyrir akstur á flugvöllinn og 250 þúsund krónur fyrir sólarhringsgæslu, en verðið fer þó eftir aðstæðum og áhættu. Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira