Kosning Bændasamtakanna um búvörusamninga framlengd um viku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. mars 2016 20:34 Niðurstöður úr kosningunni fást viku síðar en áætlað var í upphafi. vísir/stefán Atkvæðagreiðsla félagsmanna Bændasamtaka Íslands hefur verið framlengd um viku sökum þess að rétt magn kjörseðla var ekki prentað og póstlagt í fyrstu atrennu. „Við sendum lista til prentsmiðjunnar yfir þá sem áttu að fá útprentaða kjörseðla. Síðar uppfærðum við listann en fyrir mistök þá fór eldri útgáfa hans í prentun. Það var engin leið til að átta sig á þessu fyrr en kvartanir fóru að berast,“ segir Erna Bjarnadóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtakanna í samtali við Vísi. Aðspurð segist hún ekki vitað hve mörgum atkvæðaseðlum skeikaði. Atkvæðagreiðslan hófst 7. mars og var gert ráð fyrir því að henni myndi ljúka 17. mars. Úrslitin áttu að liggja fyrir þann 22. mars. Sökum mistakanna hefur fresturinn til að kjósa verið framlengdur til 22. mars og verða úrslit kunngjörð þann 29. mars. Atkvæðisrétt í kosningunum hafa allir félagsmenn Bændasamtakanna sem eru skráðir sem rekstaraðili á lögbýlinu. Hvert lögbýli getur haft fleiri en eitt atkvæði, til dæmis ef hjón standa saman að rekstrinum eða ef um félagsbú er að ræða. Á kjörskrá um nautgriparæktarsamninginn eru 1.234 en 2.881 um sauðfjársamninginn. Kosningin er bæði rafræn og í póstkosningu. Útprentaðir kjörseðlar voru sendir á alla félagsmenn sem ekki höfðu aðgang að Bændatorgi samtakanna. „Okkur þykir mjög leitt að þetta skuli hafa komið upp. Við munum reyna að bregðast við þannig að allir sem eiga rétt á að taka þátt í kosningunni geti gert það. Það er aðallega verst að þetta hafi ekki uppgötvast fyrr,“ segir Erna. Búvörusamningar Tengdar fréttir Formaður Bændasamtakanna: "Við höfum ekkert að fela“ Sindri Sigurgeirsson setti Búnaðarþing í Hörpu við hátíðlega athöfn. 28. febrúar 2016 17:56 Segir búvörusamninga ekki þjóna neytendum Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði, segir að samningarnir komi í jafnvel í veg fyrir eðlilega þróun innan landbúnaðarins. 1. mars 2016 12:09 Spyr um áhrif samninganna Svandís Svavarsdóttir þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til landbúnaðarráðherra um hvort nýir búvörusamningar samræmist loftslagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins frá 2015. 4. mars 2016 07:00 Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamning Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að gagnrýni á bændur og landbúnað langt út í haga með samanburði á milli nýs búvörusamnings og Icesavesamnings. 20. febrúar 2016 16:22 ASÍ skorar á Alþingi að hafna búvörusamningum Stórundarlegt að búvörusamningar séu gerðir bakvið luktar til, segir ASÍ. 3. mars 2016 11:31 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Atkvæðagreiðsla félagsmanna Bændasamtaka Íslands hefur verið framlengd um viku sökum þess að rétt magn kjörseðla var ekki prentað og póstlagt í fyrstu atrennu. „Við sendum lista til prentsmiðjunnar yfir þá sem áttu að fá útprentaða kjörseðla. Síðar uppfærðum við listann en fyrir mistök þá fór eldri útgáfa hans í prentun. Það var engin leið til að átta sig á þessu fyrr en kvartanir fóru að berast,“ segir Erna Bjarnadóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtakanna í samtali við Vísi. Aðspurð segist hún ekki vitað hve mörgum atkvæðaseðlum skeikaði. Atkvæðagreiðslan hófst 7. mars og var gert ráð fyrir því að henni myndi ljúka 17. mars. Úrslitin áttu að liggja fyrir þann 22. mars. Sökum mistakanna hefur fresturinn til að kjósa verið framlengdur til 22. mars og verða úrslit kunngjörð þann 29. mars. Atkvæðisrétt í kosningunum hafa allir félagsmenn Bændasamtakanna sem eru skráðir sem rekstaraðili á lögbýlinu. Hvert lögbýli getur haft fleiri en eitt atkvæði, til dæmis ef hjón standa saman að rekstrinum eða ef um félagsbú er að ræða. Á kjörskrá um nautgriparæktarsamninginn eru 1.234 en 2.881 um sauðfjársamninginn. Kosningin er bæði rafræn og í póstkosningu. Útprentaðir kjörseðlar voru sendir á alla félagsmenn sem ekki höfðu aðgang að Bændatorgi samtakanna. „Okkur þykir mjög leitt að þetta skuli hafa komið upp. Við munum reyna að bregðast við þannig að allir sem eiga rétt á að taka þátt í kosningunni geti gert það. Það er aðallega verst að þetta hafi ekki uppgötvast fyrr,“ segir Erna.
Búvörusamningar Tengdar fréttir Formaður Bændasamtakanna: "Við höfum ekkert að fela“ Sindri Sigurgeirsson setti Búnaðarþing í Hörpu við hátíðlega athöfn. 28. febrúar 2016 17:56 Segir búvörusamninga ekki þjóna neytendum Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði, segir að samningarnir komi í jafnvel í veg fyrir eðlilega þróun innan landbúnaðarins. 1. mars 2016 12:09 Spyr um áhrif samninganna Svandís Svavarsdóttir þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til landbúnaðarráðherra um hvort nýir búvörusamningar samræmist loftslagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins frá 2015. 4. mars 2016 07:00 Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamning Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að gagnrýni á bændur og landbúnað langt út í haga með samanburði á milli nýs búvörusamnings og Icesavesamnings. 20. febrúar 2016 16:22 ASÍ skorar á Alþingi að hafna búvörusamningum Stórundarlegt að búvörusamningar séu gerðir bakvið luktar til, segir ASÍ. 3. mars 2016 11:31 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Formaður Bændasamtakanna: "Við höfum ekkert að fela“ Sindri Sigurgeirsson setti Búnaðarþing í Hörpu við hátíðlega athöfn. 28. febrúar 2016 17:56
Segir búvörusamninga ekki þjóna neytendum Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði, segir að samningarnir komi í jafnvel í veg fyrir eðlilega þróun innan landbúnaðarins. 1. mars 2016 12:09
Spyr um áhrif samninganna Svandís Svavarsdóttir þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til landbúnaðarráðherra um hvort nýir búvörusamningar samræmist loftslagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins frá 2015. 4. mars 2016 07:00
Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamning Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að gagnrýni á bændur og landbúnað langt út í haga með samanburði á milli nýs búvörusamnings og Icesavesamnings. 20. febrúar 2016 16:22
ASÍ skorar á Alþingi að hafna búvörusamningum Stórundarlegt að búvörusamningar séu gerðir bakvið luktar til, segir ASÍ. 3. mars 2016 11:31