Eldra fólk og karlar líklegri til að styðja ríkisstjórnina Heimir Már Pétursson skrifar 11. mars 2016 18:36 Fjörtíu prósent landsmanna styðja ríkisstjórnina samkvæmt nýrri könnun 365 miðla. Karlar styðja stjórnina fremur en konur, sem og eldra fólk fremur en yngri kynslóðin. Í könnun 365 miðla sem birt er í Fréttablaðinu í dag um fylgi stjórnmálaflokkanna eru Píratar enn stærstir með rúmlega 38 prósenta fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið frá kosningum með 27,6 prósent. Flygli Samfylkingarinnar hrynur hins vegar niður í 8,2 prósent. Aðrir flokkar eru á svipuðum slóðum og áður og Björt framtíð næði ekki inn þingmanni. Samkvæmt sömu könnun styðja 40 prósent landsmanna ríkisstjórnina en sextíu prósent gera það ekki. Karlar styðja ríkisstjórnina frekar en konur eða 45 prósent karla á móti 36 prósentum kvenna. Það kemur ekki á óvart að ríkisstjórnin nýtur mikils stuðnings meðal kjósenda stjórnarflokkanna, eða hjá 96 prósent framsóknarmanna og 91 prósent sjálfstæðismanna. Þá styðja 33 prósent stuðningsfólks Bjartrar framtíðar ríkisstjórnina, en 87 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar og Vinstri grænna eru andvíg stjórninni og 94 prósent kjósenda Pírata styðja ekki ríkisstjórnina. Ríkisstjórnin nýtur minnst fylgis í Reykjavík, þar sem 34 prósent styðja hana en 66 prósent ekki, 58 prósent styðja stjórnina í Norðvesturkjördæmi, 45 prósent í Norðausturkjördæmi, 52 prósent í Suðirkjördæmi en í Kraganum eins og í Reykjavík er meirihluti íbúanna, eða 63 prósent, andvíg ríkisstjórninni. Eldra fólk er líklegra til að styðja ríkisstjórnina en það yngra, þar sem 37 prósent 18 til 49 ára styðja stjórnina en 44 prósent þeirra sem eru fimmtíu ára og eldri gera það. Alþingi Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn rétt yfir kjörfylgi Stjórnarflokkarnir bæta nokkuð við sig frá könnun sem gerð var í lok janúar. Píratar gefa hins vegar lítillega eftir. Björt framtíð nær ekki að rétta úr kútnum og mælist enn án þingmanns. Ekki er hægt að mynda tveggja flokka stjórn án Pírata. 11. mars 2016 07:00 Píratar halda fylgi að mestu Viðvarandi vinsældir Pírata eru staðfestar í skoðanakönnun sem Fréttablaðið birtir í dag um fylgi flokka. Flokkurinn hefur reyndar aðeins misst fylgi frá því í síðustu könnun blaðsins, en á því eru kannski eðlilegar skýringar. 11. mars 2016 08:54 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Fjörtíu prósent landsmanna styðja ríkisstjórnina samkvæmt nýrri könnun 365 miðla. Karlar styðja stjórnina fremur en konur, sem og eldra fólk fremur en yngri kynslóðin. Í könnun 365 miðla sem birt er í Fréttablaðinu í dag um fylgi stjórnmálaflokkanna eru Píratar enn stærstir með rúmlega 38 prósenta fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið frá kosningum með 27,6 prósent. Flygli Samfylkingarinnar hrynur hins vegar niður í 8,2 prósent. Aðrir flokkar eru á svipuðum slóðum og áður og Björt framtíð næði ekki inn þingmanni. Samkvæmt sömu könnun styðja 40 prósent landsmanna ríkisstjórnina en sextíu prósent gera það ekki. Karlar styðja ríkisstjórnina frekar en konur eða 45 prósent karla á móti 36 prósentum kvenna. Það kemur ekki á óvart að ríkisstjórnin nýtur mikils stuðnings meðal kjósenda stjórnarflokkanna, eða hjá 96 prósent framsóknarmanna og 91 prósent sjálfstæðismanna. Þá styðja 33 prósent stuðningsfólks Bjartrar framtíðar ríkisstjórnina, en 87 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar og Vinstri grænna eru andvíg stjórninni og 94 prósent kjósenda Pírata styðja ekki ríkisstjórnina. Ríkisstjórnin nýtur minnst fylgis í Reykjavík, þar sem 34 prósent styðja hana en 66 prósent ekki, 58 prósent styðja stjórnina í Norðvesturkjördæmi, 45 prósent í Norðausturkjördæmi, 52 prósent í Suðirkjördæmi en í Kraganum eins og í Reykjavík er meirihluti íbúanna, eða 63 prósent, andvíg ríkisstjórninni. Eldra fólk er líklegra til að styðja ríkisstjórnina en það yngra, þar sem 37 prósent 18 til 49 ára styðja stjórnina en 44 prósent þeirra sem eru fimmtíu ára og eldri gera það.
Alþingi Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn rétt yfir kjörfylgi Stjórnarflokkarnir bæta nokkuð við sig frá könnun sem gerð var í lok janúar. Píratar gefa hins vegar lítillega eftir. Björt framtíð nær ekki að rétta úr kútnum og mælist enn án þingmanns. Ekki er hægt að mynda tveggja flokka stjórn án Pírata. 11. mars 2016 07:00 Píratar halda fylgi að mestu Viðvarandi vinsældir Pírata eru staðfestar í skoðanakönnun sem Fréttablaðið birtir í dag um fylgi flokka. Flokkurinn hefur reyndar aðeins misst fylgi frá því í síðustu könnun blaðsins, en á því eru kannski eðlilegar skýringar. 11. mars 2016 08:54 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn rétt yfir kjörfylgi Stjórnarflokkarnir bæta nokkuð við sig frá könnun sem gerð var í lok janúar. Píratar gefa hins vegar lítillega eftir. Björt framtíð nær ekki að rétta úr kútnum og mælist enn án þingmanns. Ekki er hægt að mynda tveggja flokka stjórn án Pírata. 11. mars 2016 07:00
Píratar halda fylgi að mestu Viðvarandi vinsældir Pírata eru staðfestar í skoðanakönnun sem Fréttablaðið birtir í dag um fylgi flokka. Flokkurinn hefur reyndar aðeins misst fylgi frá því í síðustu könnun blaðsins, en á því eru kannski eðlilegar skýringar. 11. mars 2016 08:54